Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. maí 2022 08:01 Á milli 150 og 160 skemmtiferðaskip til Ísafjarðar. Og það er metár. vísir Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. „Algjört metár. Síðasta heila árið sem við vorum að taka á móti skemmtiferðaskipum var 2019. Þá komu 126 skip,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar. Þannig virðist ljóst að ferðaþjónustan ætli að verða lygilega fljót að taka við sér eftir tvö erfið ár í heimsfaraldri. Skipin verða nefnilega miklu fleiri í ár. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði.vísir/óttar „Upphaflega var bókunarstaðan 160 skip. Það hefur nú eitthvað kvarnast úr því eins og gerist nú alltaf á hverju ári. En við erum samt með milli 150 og 160 skemmtiferðaskip staðfest hingað til Ísafjarðar núna í sumar,“ segir Guðmundur. Hafa þurft að vísa skipum frá Svo fljótur er skemmtiferðaskipabransinn að taka við sér að Ísafjarðarhöfn getur hreinlega ekki tekið á móti öllum sem vilja. „Við erum inn í framtíðina nú þegar byrjuð að vísa skipum frá eða biðja skipafélögin að taka til aðra daga þar sem þetta er allt að fyllast,“ segir Guðmundur. Við ræddum við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina og hittum hann við hafnarsvæðið þar sem nú standa yfir framkvæmdir til að stækka höfnina: Framkvæmdirnar kosta einn milljarð króna. „Já, við erum núna í stórframkvæmdum. Við erum að framkvæma á höfninni fyrir milljarð í þessari einstöku framkvæmd sem er lenging á Sundabakka okkar aðal viðlegukannti fyrir fraktskip og skemmtiferðaskip,“ segir Guðmundur. Vinstra megin við Sundabakka sést hvar verið er að fylla í hafnarsvæðið til að stækka höfnina. Einnig verðir svæðið fyrir framan Sundabakka dýpkað til muna.ísafjarðarbær Á myndinni hér að ofan sést Sundabakki þar sem tekið er á móti skemmtiferðaskipunum neðst á myndinni. Og nú er verið að fylla í svæðið sem sést til vinstri til að stækka höfnina. Það mun auka getu bæjarins til að geta tekið á móti skemmtiferðaskipum til muna. „Við erum að stefna að því að geta verið með tvö mjög stór skemmtiferðaskip við bryggju á sama tíma sem að í beinu framhaldi eykur tekjurnar og gerir lífið fallegra,“ segir Guðmundur. Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
„Algjört metár. Síðasta heila árið sem við vorum að taka á móti skemmtiferðaskipum var 2019. Þá komu 126 skip,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar. Þannig virðist ljóst að ferðaþjónustan ætli að verða lygilega fljót að taka við sér eftir tvö erfið ár í heimsfaraldri. Skipin verða nefnilega miklu fleiri í ár. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði.vísir/óttar „Upphaflega var bókunarstaðan 160 skip. Það hefur nú eitthvað kvarnast úr því eins og gerist nú alltaf á hverju ári. En við erum samt með milli 150 og 160 skemmtiferðaskip staðfest hingað til Ísafjarðar núna í sumar,“ segir Guðmundur. Hafa þurft að vísa skipum frá Svo fljótur er skemmtiferðaskipabransinn að taka við sér að Ísafjarðarhöfn getur hreinlega ekki tekið á móti öllum sem vilja. „Við erum inn í framtíðina nú þegar byrjuð að vísa skipum frá eða biðja skipafélögin að taka til aðra daga þar sem þetta er allt að fyllast,“ segir Guðmundur. Við ræddum við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina og hittum hann við hafnarsvæðið þar sem nú standa yfir framkvæmdir til að stækka höfnina: Framkvæmdirnar kosta einn milljarð króna. „Já, við erum núna í stórframkvæmdum. Við erum að framkvæma á höfninni fyrir milljarð í þessari einstöku framkvæmd sem er lenging á Sundabakka okkar aðal viðlegukannti fyrir fraktskip og skemmtiferðaskip,“ segir Guðmundur. Vinstra megin við Sundabakka sést hvar verið er að fylla í hafnarsvæðið til að stækka höfnina. Einnig verðir svæðið fyrir framan Sundabakka dýpkað til muna.ísafjarðarbær Á myndinni hér að ofan sést Sundabakki þar sem tekið er á móti skemmtiferðaskipunum neðst á myndinni. Og nú er verið að fylla í svæðið sem sést til vinstri til að stækka höfnina. Það mun auka getu bæjarins til að geta tekið á móti skemmtiferðaskipum til muna. „Við erum að stefna að því að geta verið með tvö mjög stór skemmtiferðaskip við bryggju á sama tíma sem að í beinu framhaldi eykur tekjurnar og gerir lífið fallegra,“ segir Guðmundur.
Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira