Innlent

Tveir listar reyna að rjúfa sjálf­stæðis­múrinn á Nesinu

Heimir Már Pétursson skrifar
Karl Pétur Jónsson oddviti Framtíðarinnar, Þór Sigurgeirsson nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins og Guðmundur Ari Sigurjónsson oddviti Samfylkingarinnar mæta í þáttinn.
Karl Pétur Jónsson oddviti Framtíðarinnar, Þór Sigurgeirsson nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins og Guðmundur Ari Sigurjónsson oddviti Samfylkingarinnar mæta í þáttinn. vísir

Oddvitar þeirra þriggja framboða sem bjóða fram í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi mæta í Pallborðið hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. Bærinn hefur verið undir stjórn Sjálfstæðisflokksins áratugum saman en nú telja önnur framboð meiri möguleika en oft áður að ná meirihluta í komandi kosningum.

Þór Sigurgeirsson er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins en hann er sonur Sigurgeirs Sigurðssonar sem var bæjarstjóri á Nesinu frá 1962 til 2002 eða í fjörtíu ár. Guðmundur Ari Sigurjónsson oddviti Samfylkingarinnar og óháðra mætir í þáttinn ásamt Karli Pétri Jónssyni oddvita Framtíðarinnar.

Seltjarnarnesbær sker sig úr öðrum bæjarfélögum fyrir margra hluta sakmir. Bærinn nýtur nálægðarinnar við Reykjavík og yfirvöld bæjarins hafa kappkostað að hafa útsvarsprósentuna með því lægsta sem þekkist í landinu. Skuldir bæjarins hafa hins vegar aukist hratt á undanförnum sex árum.

Pallborðið er í beinni útsendingu og hefst klukkan 14:00.

Klippa: Pallborðið - Guðmundur Ari, Karl Pétur og Þór


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×