Ákærður fyrir brot gegn eiginkonu og þremur börnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. maí 2022 14:28 Málið er til meðferðar hjá Lögreglunni á Vestfjörðum. vísir/vilhelm Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og þremur börnum frá árinu 2014 og þar til sambandi þeirra lauk árið 2021. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vestfjarða en þinghald í málinu er lokað. Karlmaðurinn er ákærður í níu liðum fyrir ofbeldi gagnvart eiginkonu sinni. Hann er sakaður um að hafa beitt hana líkamlegu ofbeldi þegar hún var ófrísk með því að þrýsta hné sínu í maga hennar og grípa um háls hennar og þrengja að, með þeim afleiðingum að hún átti í erfiðleikum með að kyngja í nokkra daga. Hlaut hún einnig maráverka á hálsi og á sama tíma hóta henni lífláti ef hún færi út af heimili þeirra án hans fylgdar í nokkra daga eftir atvikið. Hann er sömuleiðis sakaður um andlegt ofbeldi með því að láta hana borða mat af gólfinu. Þá hafi hann þvingað hana til heimilisverka og neitað um aðstoð þegar konan var fótbrotin. Við það tilefni hafi hann gert grín að henni, hrækt á hana og sparkað í síðu hennar. Manninum, sem er læknismenntaður samkvæmt frétt RÚV, er einnig gefið að sök að hafa yfir langt tímabil hótað henni lífláti með lyfjagjöf. Þá hafi konan ekki þorað að greina heilbrigðisstarfsfólki frá andlegu og líkamlegu ofbeldi því hann hafi hótað að lesa öll gögn um hana í sjúkraskrá. Þá segir í ákærunni að hann hafi í eitt skipti lamið konuna í andlit með banana, sagt henni að hún væri lág í sykri og skipað henni að borða bananann. Í annað skipti, þegar konan var ófrísk, hafi hann bitið svo fast í geirvörtu hennar að hún öskraði af sársauka. Þá hafi hann í nokkur skipti niðurlægt hana í kynlífi með því að hrækja á hana, kalla hana mellu, slá hana og hæðast að frammistöðu hennar. Sömuleiðis læst hana inni á baðherbergi þegar hann hafi vitað að hún væri lág í sykri. Karlmaðurinn er einnig sakaður um endurtekið ofbeldi gagnvart börnunum með því að slá á fingur í refsingarskyni og læsa þau inni í herbergi. Einkaréttakrafa fyrir hönd konunnar hljóðar upp á fjórar milljónir króna en 1,5 milljónir króna í tilfelli barna þeirra þriggja. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í sumar. Ísafjarðarbær Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Karlmaðurinn er ákærður í níu liðum fyrir ofbeldi gagnvart eiginkonu sinni. Hann er sakaður um að hafa beitt hana líkamlegu ofbeldi þegar hún var ófrísk með því að þrýsta hné sínu í maga hennar og grípa um háls hennar og þrengja að, með þeim afleiðingum að hún átti í erfiðleikum með að kyngja í nokkra daga. Hlaut hún einnig maráverka á hálsi og á sama tíma hóta henni lífláti ef hún færi út af heimili þeirra án hans fylgdar í nokkra daga eftir atvikið. Hann er sömuleiðis sakaður um andlegt ofbeldi með því að láta hana borða mat af gólfinu. Þá hafi hann þvingað hana til heimilisverka og neitað um aðstoð þegar konan var fótbrotin. Við það tilefni hafi hann gert grín að henni, hrækt á hana og sparkað í síðu hennar. Manninum, sem er læknismenntaður samkvæmt frétt RÚV, er einnig gefið að sök að hafa yfir langt tímabil hótað henni lífláti með lyfjagjöf. Þá hafi konan ekki þorað að greina heilbrigðisstarfsfólki frá andlegu og líkamlegu ofbeldi því hann hafi hótað að lesa öll gögn um hana í sjúkraskrá. Þá segir í ákærunni að hann hafi í eitt skipti lamið konuna í andlit með banana, sagt henni að hún væri lág í sykri og skipað henni að borða bananann. Í annað skipti, þegar konan var ófrísk, hafi hann bitið svo fast í geirvörtu hennar að hún öskraði af sársauka. Þá hafi hann í nokkur skipti niðurlægt hana í kynlífi með því að hrækja á hana, kalla hana mellu, slá hana og hæðast að frammistöðu hennar. Sömuleiðis læst hana inni á baðherbergi þegar hann hafi vitað að hún væri lág í sykri. Karlmaðurinn er einnig sakaður um endurtekið ofbeldi gagnvart börnunum með því að slá á fingur í refsingarskyni og læsa þau inni í herbergi. Einkaréttakrafa fyrir hönd konunnar hljóðar upp á fjórar milljónir króna en 1,5 milljónir króna í tilfelli barna þeirra þriggja. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í sumar.
Ísafjarðarbær Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira