Innlent

Nefna þrjár götur á Ár­túns­höfða til heiðurs Eystra­salts­ríkjunum

Eiður Þór Árnason skrifar
Götur og torg hafa víða verið nefndar til heiðurs Íslandi í Eystrasaltsríkjunum. 
Götur og torg hafa víða verið nefndar til heiðurs Íslandi í Eystrasaltsríkjunum.  Samsett

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í morgun að þrjár götur í nýja Ártúnshöfðahverfinu yrðu nefndar til heiðurs Eystrasaltsríkjunum. Verða samliggjandi göturnar nefndar Litháenbryggja, Lettlandsbryggja og Eistlandsbryggja.

Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs, lagði fram tillöguna og var hún samþykkt einróma. Í dag eru 32 ár frá því að Lettland lýsti yfir endurheimt sjálfstæðis.

„Allar höfuðborgir Eystrasaltsríkjanna eru með götur og torg til heiðurs Ísland. Nú endurgjöldum við vináttuna,“ segir hann í Facebook-færslu. Íslandsstræti má til að mynda finna í Vilníus, höfuðborg Litháen, og Íslandstorg í Ríga í Lettlandi og Tallin í Eistlandi.

Göturnar þrjár í nýja Ártúnshöfðahverfinu.Reykjavíkurborg

„Hlakka til að fá mér kaffi við Eislandsbryggju, fara í klippingu á Lettlandsbryggju og kasta mæðinni við enda Litháenbryggju áður en ég kíki í nýju sundlaugina!“ segir Pawel.

Skipulags- og samgönguráð samþykkti sömuleiðis að útbúa upplýsingaskilti um tengsl Íslands og Lettlands við torg á horni Garðastrætis og Túngötu sem hefur hlotið nafnið Kænugarður. Sendiráð Rússlands stendur við Garðastræti.

Á torginu má finna verkið Stuðningur sem er gjöf frá Lettlandi og þakklætisvottur vegna viðurkenningu Íslands á sjálfstæði landsins.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.