Birtu myndband af flótta grunaðs morðingja Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2022 09:51 Casey White, 38 ára, og Vicky White, 56 ára, hurfu úr fangelsi í Alabama á föstudag. Þeirra er nú leitað en talið er að þau kunni að vera vopnuð og hættuleg. AP Yfirvöld í Alabama í Bandaríkjunum hafa birt myndband sem sýnir hvernig fangavörður hjálpaði fanga sem er grunaður um morð að sleppa úr fangelsi fyrir helgi. Talið er að þau hafi verið í nánu sambandi. Casey White er grunaður um að hafa stungið konu til bana árið 2020. Ekkert hefur spurst til hans frá því að hann hvarf upp í bíl með Vicky White, fangaverði í fangelsinu þar sem honum var haldið, á föstudag. Parið er ótengd þrátt fyrir að bera sama eftirnafn. Upphaflega lék grunur á að fanginn kynni að hafa tekið fangavörðinn í gíslingu. Rannsakendur telja sig þó vita að þau hafi átt í nánu sambandi. Fangavörðurinn er átján árum eldri en fanginn. White fangavörður hafði sagt upp starfi sínu og lét hún fangann hverfa síðasta vinnudag sinn í fangelsinu. Hún laug því að öðrum fangelsisvörðum að hún væri á leið með fangann í geðrannsókn, Á myndbandinu sem lögregluyfirvöld birtu sést fangavörðurinn fylgja fanganum handjárnuðum út í bíl merktum lögreglustjóraembætti. Þau aka síðan í burt. Authorities release video footage of an Alabama corrections officer helping a murder suspect escape from a detention center https://t.co/nXBDbHhc5J pic.twitter.com/C3LpeaExTO— Reuters (@Reuters) May 4, 2022 Handtökuskipun var gefin út á hendur Vicky White. Lögreglustjórinn í Lauderdale-sýslu segir að þau sé bæði álitin flóttamenn sem séu vopnaðir og hættulegir. Þau kunni að hafa aðgang að árásarriffli og haglabyssu. Casey White játaði sig upphaflegan sekan af ákæru um að hafa banað konu á sextugsaldri í misheppnuðu innbroti. Hann dróf játningu sína síðar til baka og bar við geðveiki, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar hann var ákærður fyrir morðið afplánaði hann 75 ára fangelsisdóm fyrir fjölda ofbeldisglæpa sem hann framdi árið 2015. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Leita að fanga sem slapp með aðstoð fangavarðar í Alabama Mikil leit er nú gerð að strokufanga í Alabama í Bandaríkjunum sem virðist hafa sloppið úr fangelsi með aðstoð fangavarðar, sem einnig er leitað. 3. maí 2022 08:02 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Casey White er grunaður um að hafa stungið konu til bana árið 2020. Ekkert hefur spurst til hans frá því að hann hvarf upp í bíl með Vicky White, fangaverði í fangelsinu þar sem honum var haldið, á föstudag. Parið er ótengd þrátt fyrir að bera sama eftirnafn. Upphaflega lék grunur á að fanginn kynni að hafa tekið fangavörðinn í gíslingu. Rannsakendur telja sig þó vita að þau hafi átt í nánu sambandi. Fangavörðurinn er átján árum eldri en fanginn. White fangavörður hafði sagt upp starfi sínu og lét hún fangann hverfa síðasta vinnudag sinn í fangelsinu. Hún laug því að öðrum fangelsisvörðum að hún væri á leið með fangann í geðrannsókn, Á myndbandinu sem lögregluyfirvöld birtu sést fangavörðurinn fylgja fanganum handjárnuðum út í bíl merktum lögreglustjóraembætti. Þau aka síðan í burt. Authorities release video footage of an Alabama corrections officer helping a murder suspect escape from a detention center https://t.co/nXBDbHhc5J pic.twitter.com/C3LpeaExTO— Reuters (@Reuters) May 4, 2022 Handtökuskipun var gefin út á hendur Vicky White. Lögreglustjórinn í Lauderdale-sýslu segir að þau sé bæði álitin flóttamenn sem séu vopnaðir og hættulegir. Þau kunni að hafa aðgang að árásarriffli og haglabyssu. Casey White játaði sig upphaflegan sekan af ákæru um að hafa banað konu á sextugsaldri í misheppnuðu innbroti. Hann dróf játningu sína síðar til baka og bar við geðveiki, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar hann var ákærður fyrir morðið afplánaði hann 75 ára fangelsisdóm fyrir fjölda ofbeldisglæpa sem hann framdi árið 2015.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Leita að fanga sem slapp með aðstoð fangavarðar í Alabama Mikil leit er nú gerð að strokufanga í Alabama í Bandaríkjunum sem virðist hafa sloppið úr fangelsi með aðstoð fangavarðar, sem einnig er leitað. 3. maí 2022 08:02 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Leita að fanga sem slapp með aðstoð fangavarðar í Alabama Mikil leit er nú gerð að strokufanga í Alabama í Bandaríkjunum sem virðist hafa sloppið úr fangelsi með aðstoð fangavarðar, sem einnig er leitað. 3. maí 2022 08:02