Klopp: Við gerðum okkur erfitt fyrir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. maí 2022 22:45 Jürgen Klopp var vitaskuld ánægður eftir að Liverpool tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leift sér að brosa eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 3-2 sigri gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. „Þetta er frábært. Við gerðum okkur erfitt fyrir, en við vissum það fyrir fram að svona hlutir geta gerst. Þetta snýst alltaf um hvernig þú bregst við þegar hlutirnir eru ekki að falla með þér,“ sagði Þjóðverjinn glaðbeittur eftir leik. Heimamenn í Villarreal tóku forystuna strax í upphafi leiks og Klopp hrósaði andstæðingum sínum fyrir þeirra frammistöðu í kvöld. „Að fá á sig mark svona snemma er auðvitað algjör andstæða við það sem maður vill. Við verðum líka að bera virðingu fyrir Villarreal. Liðið og þjálfarinn, það er ótrúlegt hvað þeir náðu að gera í fyrri hálfleik. Þeir settu pressu á okkur og voru alltaf mættir maður á mann úti um allan völl.“ „Við spiluðum bara alls ekki fótbolta. Ég sagði við strákana að þeir [Villarreal] hefðu meðbyrinn með sér, en að þeir ættu hann ekki, við getum náð honum aftur. Við þurftum að spila á milli línanna og þvinga okkur aftur inn í leik sem byrjaði ekki vel fyrir okkur. Allt í einu þegar við spiluðum á milli línanna og teygðum meira á okkur þá komumst við inn í leikinn. Við skoruðum mörk og létum hlutina gerast.“ Þá sagði Klopp að hann og hans menn hafi vitað upp á hár hvað það hafi verið sem var að í fyrri hálfleik og að Villarreal væri á leið í úrslit ef leikurinn hefði haldið eins áfram í síðari hálfleik. „Málið er að í hálfleik vissum við hvað það var sem var að. Það var augljóst, en við gátum ekki sýnt fram á neina stöðu þar sem við vorum að spila þetta rétt. En við héldum samt ró okkar.“ „Ef Villarreal hefði spilað eins í síðari hálfleik og þeir gerðu í þeim fyrri og við hefðum haldið eins áfram þá væru þeir á leiðinni í úrslit. En við erum enn hér og við ætlum að láta vaða.“ Að lokum sagðist Klopp ætla að horfa á hinn undanúrslitaleikinn þegar Real Madrid tekur á móti Manchester City á morgun, en segir það ekki skipta öllu máli hvort liðið verður andstæðingur Liverpool í úrslitum. „Já ég ætla að horfa á hann. Sama hvort liðið fer áfram þá verður það risaleikur. Hvort liðið sem vinnur mun njóta þess og svo munum við mæta þeim í París,“ sagði Þjóðverjinn að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
„Þetta er frábært. Við gerðum okkur erfitt fyrir, en við vissum það fyrir fram að svona hlutir geta gerst. Þetta snýst alltaf um hvernig þú bregst við þegar hlutirnir eru ekki að falla með þér,“ sagði Þjóðverjinn glaðbeittur eftir leik. Heimamenn í Villarreal tóku forystuna strax í upphafi leiks og Klopp hrósaði andstæðingum sínum fyrir þeirra frammistöðu í kvöld. „Að fá á sig mark svona snemma er auðvitað algjör andstæða við það sem maður vill. Við verðum líka að bera virðingu fyrir Villarreal. Liðið og þjálfarinn, það er ótrúlegt hvað þeir náðu að gera í fyrri hálfleik. Þeir settu pressu á okkur og voru alltaf mættir maður á mann úti um allan völl.“ „Við spiluðum bara alls ekki fótbolta. Ég sagði við strákana að þeir [Villarreal] hefðu meðbyrinn með sér, en að þeir ættu hann ekki, við getum náð honum aftur. Við þurftum að spila á milli línanna og þvinga okkur aftur inn í leik sem byrjaði ekki vel fyrir okkur. Allt í einu þegar við spiluðum á milli línanna og teygðum meira á okkur þá komumst við inn í leikinn. Við skoruðum mörk og létum hlutina gerast.“ Þá sagði Klopp að hann og hans menn hafi vitað upp á hár hvað það hafi verið sem var að í fyrri hálfleik og að Villarreal væri á leið í úrslit ef leikurinn hefði haldið eins áfram í síðari hálfleik. „Málið er að í hálfleik vissum við hvað það var sem var að. Það var augljóst, en við gátum ekki sýnt fram á neina stöðu þar sem við vorum að spila þetta rétt. En við héldum samt ró okkar.“ „Ef Villarreal hefði spilað eins í síðari hálfleik og þeir gerðu í þeim fyrri og við hefðum haldið eins áfram þá væru þeir á leiðinni í úrslit. En við erum enn hér og við ætlum að láta vaða.“ Að lokum sagðist Klopp ætla að horfa á hinn undanúrslitaleikinn þegar Real Madrid tekur á móti Manchester City á morgun, en segir það ekki skipta öllu máli hvort liðið verður andstæðingur Liverpool í úrslitum. „Já ég ætla að horfa á hann. Sama hvort liðið fer áfram þá verður það risaleikur. Hvort liðið sem vinnur mun njóta þess og svo munum við mæta þeim í París,“ sagði Þjóðverjinn að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53