Fær bætur eftir að hafa slasast við fall úr gölluðum hárgreiðslustól Atli Ísleifsson skrifar 2. maí 2022 09:51 Slysið varð árið 2017 þegar konan var að hagræða sér í stólnum og armurinn brotnaði. Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu úr frjálsri ábyrgðartryggingu hárgreiðslustofu eftir að viðskiptavinur stofunnar slasaðist eftir að hafa fallið úr stól á stofunni og á gólfið. Slysið bar að með þeim hætti að viðskiptavininum var boðið sæti í hárgreiðslustól sem gaf sig þannig að hann féll í gólfið. Sagðist viðskiptavinurinn, kona, hafa ætlað að hagræða sér í stólnum á meðan hún studdi sig við arma hans en annar armurinn hefði þá brotnað skyndilega undan stólnum með fyrrgreindum afleiðingum. Konan leitaði til heilsugæslunnar eftir slysið en hún var þá hölt og mjög slæm í hálsi, baki og öxl eftir fallið. Var henni vísað í sjúkraþjálfun en losnaði þó ekki við verkina. Upplýsti ekki hver gerði við stólinn Ekki var deilt um málsatvik heldur einskorðaðist ágreiningurinn við um hvort um hafi verið að ræða óhapp sem enginn bæri ábyrgð á eða hvort hárgreiðslustofan bæri ábyrgð á slysinu með þeim hætti að viðurkennd yrði bótaskylda vegna slyssins úr frjálsri ábyrgðartryggingu sem stofan er með hjá tryggingafélaginu Sjóvá. Eftir slysið var ákveðið að ráðast í lagfæringar á gölluðum stólnum, en stefnandi taldi nauðsynlegt að viðgerðarmaðurinn gæfi skýrslu fyrir dómi til að hægt væri að varpa betur ljósi á hvað hafi valdið slysinu. Eigandi hárgreiðslustofunnar vildi þó ekki upplýsa hver hafi gert við stólinn þar sem hann taldi það ekki skipta máli. Viðurkennd bótaskylda Í dómnum segir að ekki verið framhjá því litið að athafnaleysi stefnda og skortur á að veita umbeðnar upplýsingar af hálfu vátryggingartaka hafi verið til þess fallið að koma í veg fyrir að stefnandi gæti tryggt sér frekari sönnun í málinu. „Af þessu verður stefndi að bera halla og verður því lagt til grundvallar að vátryggingartaki beri sakarábyrgð á því að hársnyrtistóll sá sem um ræðir hafi brotnað við þá eðlilegu notkun að stefnandi settist í hann til að þiggja þjónustu vátryggingartaka. Verður því viðurkennd bótaskylda stefnda vegna líkamstjóns stefnanda sem af því hlaust,“ segir í dómnum. Stefnandi naut gjafsóknar en stefnandi er gert að standa straum af málskostnaði, 1.350 þúsund krónur. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira
Slysið bar að með þeim hætti að viðskiptavininum var boðið sæti í hárgreiðslustól sem gaf sig þannig að hann féll í gólfið. Sagðist viðskiptavinurinn, kona, hafa ætlað að hagræða sér í stólnum á meðan hún studdi sig við arma hans en annar armurinn hefði þá brotnað skyndilega undan stólnum með fyrrgreindum afleiðingum. Konan leitaði til heilsugæslunnar eftir slysið en hún var þá hölt og mjög slæm í hálsi, baki og öxl eftir fallið. Var henni vísað í sjúkraþjálfun en losnaði þó ekki við verkina. Upplýsti ekki hver gerði við stólinn Ekki var deilt um málsatvik heldur einskorðaðist ágreiningurinn við um hvort um hafi verið að ræða óhapp sem enginn bæri ábyrgð á eða hvort hárgreiðslustofan bæri ábyrgð á slysinu með þeim hætti að viðurkennd yrði bótaskylda vegna slyssins úr frjálsri ábyrgðartryggingu sem stofan er með hjá tryggingafélaginu Sjóvá. Eftir slysið var ákveðið að ráðast í lagfæringar á gölluðum stólnum, en stefnandi taldi nauðsynlegt að viðgerðarmaðurinn gæfi skýrslu fyrir dómi til að hægt væri að varpa betur ljósi á hvað hafi valdið slysinu. Eigandi hárgreiðslustofunnar vildi þó ekki upplýsa hver hafi gert við stólinn þar sem hann taldi það ekki skipta máli. Viðurkennd bótaskylda Í dómnum segir að ekki verið framhjá því litið að athafnaleysi stefnda og skortur á að veita umbeðnar upplýsingar af hálfu vátryggingartaka hafi verið til þess fallið að koma í veg fyrir að stefnandi gæti tryggt sér frekari sönnun í málinu. „Af þessu verður stefndi að bera halla og verður því lagt til grundvallar að vátryggingartaki beri sakarábyrgð á því að hársnyrtistóll sá sem um ræðir hafi brotnað við þá eðlilegu notkun að stefnandi settist í hann til að þiggja þjónustu vátryggingartaka. Verður því viðurkennd bótaskylda stefnda vegna líkamstjóns stefnanda sem af því hlaust,“ segir í dómnum. Stefnandi naut gjafsóknar en stefnandi er gert að standa straum af málskostnaði, 1.350 þúsund krónur.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira