Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið Atli Ísleifsson skrifar 2. maí 2022 07:39 Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr Kringlunni 1 vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að borgin hafi verið að leita að heppilegu húsnæði á svæðinu og að eitt af þeim húsnæðum sem séu til skoðunar sé neðsta hæðin í Kringlunni. Starfsmenn á vegum borgarinnar og verkfræðistofunnar Eflu hafa verið að störfum á staðnum síðustu daga til að kanna stöðuna á húsnæðinu, loftgæðin og fleira, áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Hann segist reikna með að niðurstaða liggi fyrir um miðja þessa viku. Efri hæðirnar ekki í lagi Vinnumálastofnun var áður í húsnæðinu en flutti starfsemi sína nýlega á Grensásveg vegna slæms ásigkomulags húsnæðisins þar sem mygla hafði greinst. Helgi segir borgina vera fullkunnugt um stöðuna á húsinu. „Þetta er nokkurra hæða hús og við vitum að einhverjar hæðir í húsinu voru ekki í góðu lagi. Þetta slæma ástand er ekki alls staðar í húsinu. Þegar við erum að færa starfsemi þá reynum við alltaf að tryggja að húsnæðið sé í lagi. En þessi rýni stendur nú yfir til að tryggja að við séum ekki að færa starfsemina yfir í eitthvað húsnæði sem stendur tæpt,“ segir Helgi. Hann segist vona til að hægt verði að finna hentugt húsnæði sem allra fyrst, til að hægt sé að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir við Sunnuás sem allra fyrst. „Það er nauðsynlegt að nýta sumartímann í svona framkvæmdir til að rask verði sem minnst fyrir börn, foreldra og starfsfólk.“ Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Egill Færanlegar einingar losna í lok sumars Helgi segir að verið sé að skoða hýsa leikskólann á öðrum stað tímabundið, eða fram í ágúst eða september, þegar von sé á að færanlegar einingar losni sem væri þá hægt að nota. „Það er bið eftir færanlegum einingum núna.“ Á leikskólanum Sunnuási eru nú 130 leikskólabörn og fimmtíu starfsmenn. „Þetta er því stór hópur. Þess vegna er heldur ekkert auðvelt að finna húsnæði. Það er bara þannig. Okkar sérfræðingar hafa líka sagt að þetta [neðsta hæðin í Kringlunni 1] kunni að vera gott húsnæði upp á stærð rýma, aðgengi, salernismál og svoleiðis þætti. Við erum líka með aðra valkosti í stöðunni en reynsla síðustu ára kennir okkur að best er að hafa starfsemina sem mest á einum stað. Kannski tveimur, en ekki fleiri. Það myndi valda of miklu rofi í kringum starfsmannahald, flækjustig varðandi stuðning við börn, matarmál og margt fleira sem varðar starfsemina. En við munum að sjálfsögðu aldrei færa starfsemina í húsnæði sem við teljum ekki nægilega heilsusamlegt. Þess vegna erum við með þessa vinnu í gangi,“ segir Helgi Grímsson. Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mygla Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira
Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að borgin hafi verið að leita að heppilegu húsnæði á svæðinu og að eitt af þeim húsnæðum sem séu til skoðunar sé neðsta hæðin í Kringlunni. Starfsmenn á vegum borgarinnar og verkfræðistofunnar Eflu hafa verið að störfum á staðnum síðustu daga til að kanna stöðuna á húsnæðinu, loftgæðin og fleira, áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Hann segist reikna með að niðurstaða liggi fyrir um miðja þessa viku. Efri hæðirnar ekki í lagi Vinnumálastofnun var áður í húsnæðinu en flutti starfsemi sína nýlega á Grensásveg vegna slæms ásigkomulags húsnæðisins þar sem mygla hafði greinst. Helgi segir borgina vera fullkunnugt um stöðuna á húsinu. „Þetta er nokkurra hæða hús og við vitum að einhverjar hæðir í húsinu voru ekki í góðu lagi. Þetta slæma ástand er ekki alls staðar í húsinu. Þegar við erum að færa starfsemi þá reynum við alltaf að tryggja að húsnæðið sé í lagi. En þessi rýni stendur nú yfir til að tryggja að við séum ekki að færa starfsemina yfir í eitthvað húsnæði sem stendur tæpt,“ segir Helgi. Hann segist vona til að hægt verði að finna hentugt húsnæði sem allra fyrst, til að hægt sé að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir við Sunnuás sem allra fyrst. „Það er nauðsynlegt að nýta sumartímann í svona framkvæmdir til að rask verði sem minnst fyrir börn, foreldra og starfsfólk.“ Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Egill Færanlegar einingar losna í lok sumars Helgi segir að verið sé að skoða hýsa leikskólann á öðrum stað tímabundið, eða fram í ágúst eða september, þegar von sé á að færanlegar einingar losni sem væri þá hægt að nota. „Það er bið eftir færanlegum einingum núna.“ Á leikskólanum Sunnuási eru nú 130 leikskólabörn og fimmtíu starfsmenn. „Þetta er því stór hópur. Þess vegna er heldur ekkert auðvelt að finna húsnæði. Það er bara þannig. Okkar sérfræðingar hafa líka sagt að þetta [neðsta hæðin í Kringlunni 1] kunni að vera gott húsnæði upp á stærð rýma, aðgengi, salernismál og svoleiðis þætti. Við erum líka með aðra valkosti í stöðunni en reynsla síðustu ára kennir okkur að best er að hafa starfsemina sem mest á einum stað. Kannski tveimur, en ekki fleiri. Það myndi valda of miklu rofi í kringum starfsmannahald, flækjustig varðandi stuðning við börn, matarmál og margt fleira sem varðar starfsemina. En við munum að sjálfsögðu aldrei færa starfsemina í húsnæði sem við teljum ekki nægilega heilsusamlegt. Þess vegna erum við með þessa vinnu í gangi,“ segir Helgi Grímsson.
Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mygla Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira