Valgeir Lundal var í byrjunarliði Häcken sem átti ekki í miklum vandræðum með Varbergs. Heimamenn voru 2-0 yfir í hálfleik en Valgeir lagði upp þriðja mark leiksins þegar tæp klukkustund var liðin.
Hann fékk þá sendingu upp vinstra megin og lyfti boltanum á fjær þar sem Uddenas Oscar skallaði boltann í netið.
Oscar Uddenäs nickar in 3-0 för Häcken!
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 1, 2022
Se matchen på https://t.co/AJnP9nrqfz pic.twitter.com/MrMAt2vc77
Staðan orðin 3-0 og virtist sem það yrði lokatölur en gestirnir fengu tvær vítaspyrnur undir lok leiks. Sú fyrri fór forgörðum á meðan sú síðari endaði í netinu og leiknum lauk því með 3-1 sigri Häcken.
Häcken er í 5. sæti með 11 stig eftir sex umferðir.
Í Danmörku mættust Midtjylland og FC Kaupmannahöfn í toppslag deildarinnar. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn af bekk FCK þegar fimm mínútur voru til leiksloka á meðan Hákon Arnar Haraldsson sat allan tímann á bekknum.
Elías Rafn Ólafsson lék ekki með Midtjylland vegna meiðsla og Andri Fannar Baldursson var ekki í leikmannahóp FCK.
Þegar fjórar umferðir eru eftir munar aðeins þremur stigum á liðunum. FCK trónir á toppnum með 58 stig á meðan Midtjylland er með 55 stig.
