Raiola látinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. apríl 2022 14:19 Mino Raiola er látinn. Stefano Guidi/Getty Images Mino Raiola, einn frægasti umboðsmaður heims, er látinn. Frá þessu var greint á samfélagsmiðlum umboðsmannsins í dag. Ekki kemur fram hvert banamein hans var. Fyrr í vikunni bárust fréttir þess efnis að ítalski umboðsmaðurinn væri látinn. Ekki reyndust þær á rökum reistar á þeim tíma. Umboðsmaðurinn hafði verið heilsuveill en í upphafi ársins var hann fluttur á gjörgæslu í Mílanó og fór í aðgerð. Hann var á téðu sjúkrahúsi er greint var frá andláti hans fyrr í vikunni. Nú hefur fjölskylda Raiola tilkynnt að Raiola sé látinn. Hann var 54 ára. „Það er með ólýsanlegri sorg sem við deilum því að magnaðasti umboðsmaður allra tíma er látinn. Mino barðist allt til enda með sama styrk og hann barðist fyrir leikmenn sína. Að venju gerði Mino okkur stolt án þess að vita af því,“ segir í yfirlýsingunni. „Mino snerti líf margra með vinnu sinni og skrifaði nýjan kafla í nútímafótbolta. Nærveru hans verður ávallt saknað. Markmið Mino var að gera fótbolta að betri stað fyrir leikmenn og munum við halda því áfram.“ „Við þökkum öllum sem hafa sent stuðning á þessum erfiðum tímum og biðjum um frið fyrir fjölskyldumeðlimi og vini svo þau geti fengið að syrgja í friði. Raiola fjölskyldan,“ segir að endingu. pic.twitter.com/xuZWBNA62N— Mino Raiola (@MinoRaiola) April 30, 2022 Raiola var einn þekktasti umboðsmaður heims og með fjölmargar stórstjörnur á sínum snærum. Þar má nefna leikmenn á borð við Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Erling Håland. Fótbolti Andlát Ítalía Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham Sjá meira
Fyrr í vikunni bárust fréttir þess efnis að ítalski umboðsmaðurinn væri látinn. Ekki reyndust þær á rökum reistar á þeim tíma. Umboðsmaðurinn hafði verið heilsuveill en í upphafi ársins var hann fluttur á gjörgæslu í Mílanó og fór í aðgerð. Hann var á téðu sjúkrahúsi er greint var frá andláti hans fyrr í vikunni. Nú hefur fjölskylda Raiola tilkynnt að Raiola sé látinn. Hann var 54 ára. „Það er með ólýsanlegri sorg sem við deilum því að magnaðasti umboðsmaður allra tíma er látinn. Mino barðist allt til enda með sama styrk og hann barðist fyrir leikmenn sína. Að venju gerði Mino okkur stolt án þess að vita af því,“ segir í yfirlýsingunni. „Mino snerti líf margra með vinnu sinni og skrifaði nýjan kafla í nútímafótbolta. Nærveru hans verður ávallt saknað. Markmið Mino var að gera fótbolta að betri stað fyrir leikmenn og munum við halda því áfram.“ „Við þökkum öllum sem hafa sent stuðning á þessum erfiðum tímum og biðjum um frið fyrir fjölskyldumeðlimi og vini svo þau geti fengið að syrgja í friði. Raiola fjölskyldan,“ segir að endingu. pic.twitter.com/xuZWBNA62N— Mino Raiola (@MinoRaiola) April 30, 2022 Raiola var einn þekktasti umboðsmaður heims og með fjölmargar stórstjörnur á sínum snærum. Þar má nefna leikmenn á borð við Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Erling Håland.
Fótbolti Andlát Ítalía Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham Sjá meira