Sérsveitin hafði afskipti af dreng sem reyndist óvopnaður Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2022 14:48 Á myndbandinu sést vopnuð sérsveit hafa afskipti af ungum manni í miðbænum. Vísir/Vilhelm Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út á fimmta tímanum í nótt eftir að tilkynning um vopnaðan mann í miðborginni barst lögreglu. Sá reyndist ekki aðeins vopnlaus með öllu heldur einnig undir átján ára aldri. Að því er segir í tilkynningu frá lögreglu sagðist tilkynnandi hafa heyrt af tali tveggja manna, sem virtust hafa átt í einhverjum útistöðum, að annar þeirra væri vopnaður. Hann hafi skilið orðskipti þeirra sem að um skotvopn væri að ræða. Vegfarandinn hafi getað gefið greinargóða lýsingu á manninum sem átti að hafa vopnið undir höndum. Því hafi verið brugðist strax við samkvæmt verklagi, en í því felist meðal annars að kalla til vakthafandi lögreglumenn hjá sérsveit ríkislögreglustjóra. Lögregla hafi fljótt haft uppi á manninum sem leitað var og höfðu sérsveitarmenn afskipti af honum. Fljótlega kom í ljós að hann væri vopnlaus en í samtali við lögreglu viðurkenndi maðurinn að hafa látið þessi orð falla um vopnaburð í samskiptum við annan mann skömmu áður. Enginn var handtekinn vegna málsins en haft var samband við foreldra drengsins þar sem hann hefur ekki náð átján ára aldri. Ekki rétt að skotvopni hafi verið otað að drengnum Í tilkynningu lögreglu segir að í einum fjölmiðli hafi verið fjallað um málið og vikið að vopnburði annars sérsveitarmannsins. DV fjallaði um málið í hádeginu og sagði sérsveitarmann hafa miðað skotvopni að drengnum. „Til upplýsinga skal tekið fram að um svokallaða höggboltabyssu er að ræða, en hún er í sama valdbeitingarstigi og lögreglukylfa,“ segir í tilkynningu lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Að því er segir í tilkynningu frá lögreglu sagðist tilkynnandi hafa heyrt af tali tveggja manna, sem virtust hafa átt í einhverjum útistöðum, að annar þeirra væri vopnaður. Hann hafi skilið orðskipti þeirra sem að um skotvopn væri að ræða. Vegfarandinn hafi getað gefið greinargóða lýsingu á manninum sem átti að hafa vopnið undir höndum. Því hafi verið brugðist strax við samkvæmt verklagi, en í því felist meðal annars að kalla til vakthafandi lögreglumenn hjá sérsveit ríkislögreglustjóra. Lögregla hafi fljótt haft uppi á manninum sem leitað var og höfðu sérsveitarmenn afskipti af honum. Fljótlega kom í ljós að hann væri vopnlaus en í samtali við lögreglu viðurkenndi maðurinn að hafa látið þessi orð falla um vopnaburð í samskiptum við annan mann skömmu áður. Enginn var handtekinn vegna málsins en haft var samband við foreldra drengsins þar sem hann hefur ekki náð átján ára aldri. Ekki rétt að skotvopni hafi verið otað að drengnum Í tilkynningu lögreglu segir að í einum fjölmiðli hafi verið fjallað um málið og vikið að vopnburði annars sérsveitarmannsins. DV fjallaði um málið í hádeginu og sagði sérsveitarmann hafa miðað skotvopni að drengnum. „Til upplýsinga skal tekið fram að um svokallaða höggboltabyssu er að ræða, en hún er í sama valdbeitingarstigi og lögreglukylfa,“ segir í tilkynningu lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira