Segir níðstönginni hafa verið beint gegn starfsemi Sólsetursins Smári Jökull Jónsson skrifar 30. apríl 2022 11:38 Níðstöngin sem reist var við Skrauthóla. Aðsend Íbúi við Skrauthóla við Esjurætur segir að honum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöng, sem reist var nærri húsi hans í gær, hafi verið beint gegn starfsemi Sólsetursins. Undanfarið hafa deilur átt sér stað á milli íbúa í hverfinu og aðstandenda Sólsetursins og þeirra sem þangað venja komur sínar. Í gær var greint frá því að níðstöng hafi verið reist við Skrauthóla og sagði Guðni Halldórsson, íbúi á Skrauthólum 2, að níðstöngin hafi augljóslega verið reist í framhaldi af umfjöllun fjölmiðla um málið. Hann hafi lýst upplifun sinni af starfsemi Sólsetursins og greinilega hafi verið brugðist við með hótun. Nú hefur Guðni birt færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann segir að íbúum á Skrauthólum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöngin hafi ekki verið beint gegn þeim heldur gegn starfsemi Sólsetursins og meintu andlegu og kynferðislegu ofbeldi, sem sá sem sendi ábendinguna fullyrðir að þar eigi sér stað. „Við sem búum á Skrauthólum og erum hluti af siðmenntuðu samfélagi erum fórnarlömb í þessu máli og lendum þarna í skotlínunni. Við erum bara venjulegt fólk sem viljum fá að lifa okkar venjulega lífi og teljum okkur eiga fullan rétt á því,“ skrifar Guðni og bætir við að gott sé að vita að níðstönginni hafi ekki verið beint gegn þeim. Greint var frá því í frétt Vísis í gær að málið sé til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Kristjana Þórarinsdóttir, eiginkona Guðna, að henni þætti líklegast að fólk frá Sólsetrinu hafi átt þátt í málinu. Þó nokkrir einstaklingar búa við hliðina á fjölskyldu Kristjönu að Skrauthólum í ósamþykktu húsnæði, þar á meðal gömlum strætisvögnum. Kristjana líkir þeim við sértrúnaðarsöfnuð þar sem þau eru með ýmis konar athafnir og hátíðir. „Við erum búin að reyna að tilkynna þetta og fá þetta stöðvað. Þetta er náttúrulega rosalegt ónæði og það á ekki að líðast að fólk geti bara flutt upp í sveit og gert hvað sem það vill,“ segir Kristjana. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Undanfarið hafa deilur átt sér stað á milli íbúa í hverfinu og aðstandenda Sólsetursins og þeirra sem þangað venja komur sínar. Í gær var greint frá því að níðstöng hafi verið reist við Skrauthóla og sagði Guðni Halldórsson, íbúi á Skrauthólum 2, að níðstöngin hafi augljóslega verið reist í framhaldi af umfjöllun fjölmiðla um málið. Hann hafi lýst upplifun sinni af starfsemi Sólsetursins og greinilega hafi verið brugðist við með hótun. Nú hefur Guðni birt færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann segir að íbúum á Skrauthólum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöngin hafi ekki verið beint gegn þeim heldur gegn starfsemi Sólsetursins og meintu andlegu og kynferðislegu ofbeldi, sem sá sem sendi ábendinguna fullyrðir að þar eigi sér stað. „Við sem búum á Skrauthólum og erum hluti af siðmenntuðu samfélagi erum fórnarlömb í þessu máli og lendum þarna í skotlínunni. Við erum bara venjulegt fólk sem viljum fá að lifa okkar venjulega lífi og teljum okkur eiga fullan rétt á því,“ skrifar Guðni og bætir við að gott sé að vita að níðstönginni hafi ekki verið beint gegn þeim. Greint var frá því í frétt Vísis í gær að málið sé til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Kristjana Þórarinsdóttir, eiginkona Guðna, að henni þætti líklegast að fólk frá Sólsetrinu hafi átt þátt í málinu. Þó nokkrir einstaklingar búa við hliðina á fjölskyldu Kristjönu að Skrauthólum í ósamþykktu húsnæði, þar á meðal gömlum strætisvögnum. Kristjana líkir þeim við sértrúnaðarsöfnuð þar sem þau eru með ýmis konar athafnir og hátíðir. „Við erum búin að reyna að tilkynna þetta og fá þetta stöðvað. Þetta er náttúrulega rosalegt ónæði og það á ekki að líðast að fólk geti bara flutt upp í sveit og gert hvað sem það vill,“ segir Kristjana.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira