Fótbolti

Aron og félagar nálgast sæti í efstu deild

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aron Sigurðarson í leik með íslenska landsliðinu.
Aron Sigurðarson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty

Aron Sigurðarson og félagar hans í Horsens unnu afar mikilvægan 1-0 útisigur er liðið heimsótti Hvidovre í dönsku B-deildinni í fótbolta í kvöld.

Aron lék allan leikinn í fremstu víglínu fyrir Horsens, en eina mark leiksins skoraði Tonny Brochmann þegar um tíu mínútur voru til leiksloka.

Aron og félagar eru nú á toppi efri hluta B-deildarinnar með 53 stig þegar liðið á fimm leiki eftir. Helsingor, Lyngby og Hvidovre eru þó tveimur og þremur stigum á eftir Horsens og eiga Helsingor og Lyngby leik til góða. Það stefnir því í harða baráttu um tvö efstu sætin sem gefa keppnisrétt í dönsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×