Sakfelld fyrir að féfletta heilabilaðar systur á tíræðisaldri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2022 16:38 Rosio er dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til þess að endurgreiða systrunum þá fjárhæð sem hún er sakfelld fyrir að hafa dregið sér frá þeim. Vísir/Vilhelm Rosio Berta Calvi Lozano var í dag sakfelld fyrir að hafa féflett tvær systur með heilabilun á tíræðisaldri. Rosio var dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og hún dæmd til að endurgreiða systrunum tæpar 76 milljónir króna. Systurnar tvær eru fæddar árin 1928 og 1929 í Skagafirði og hafa þær alla tíð verið nánar. Þær áttu til að mynda fimm íbúðir í Reykjavík, þar af tvær þeirra saman, allar á sömu hæð í sömu blokk. Eldri systirin var búsett hér á landi alla tíð en sú yngri bjó lengi vel í Bandaríkjunum þar sem hún starfaði lengi vel. Á þeim árum annaðist sú eldri öll hennar fjármál er vörðuðu fasteignir hennar. Málið var til aðalmeðferðar í héraðsdómi í mars og kom þar fram að þegar yngri systirin flutti aftur heim til Íslands árið 2006 hafi hún glímt við alkóhólisma og stuttu síðar verið lögð inn á hjúkrunarheimili á Sauðárkróki. Eldri systirin hafi þá fengið umboð til að sinna öllum hennar fjármálum. Upp tókst vinátta með eldri systurinni og Rosio einhvern tíma fyrir árið 2010 en þær urðu mjög nánar upp úr 2012. Það ár fékk Rosio umboð frá eldri systurinni til að aðstoða hana við fjármál hennar og með því fékk hún einnig umboðið sem eldri systirin hafði frá þeirri yngri. Rosio var gert að sök að hafa frá 2012 til 2017 dregið sér samtals 23,3 milljónir króna af bankareikningi yngri systurinnar, sem hún átt í litlum samskiptum við, með notkun debetkorta sem voru tend bankareikningi systurinnar. Þá var hún ákærð fyrir að hafa dregið sér samtals 54 milljónir króna af bankareikningi yngri systurinnar með úttektum í reiðufé og gjaldeyriskaupum, sem hún ráðstafaði í eigin þágu og fjölskyldu sinnar. Hún var þar að auki ákærð fyrir að hafa dregið sér 3,7 milljónir króna með notkun á greiðslukortum sem tengd voru bankareikningi eldri systurinnar og að hafa millifært 480 þúsund krónur af bankareikningi eldri systurinnar á eigin reikning. Finnur Vilhjálmsson saksóknari í málinu staðfestir í samtali við fréttastofu, en dómurinn hefur ekki verið birtur, að Rosio hafi verið sakfelld fyrir fjóra af sjö ákæruliðum. Hún hafi verið sakfelld umboðssvik vegna beggja systra en sýknuð af ákæru um peningaþvætti og fjárdrátt. Hún var einnig sýknuð af ákæru um gripdeild og misneytingu til þess að fá eldri systurina til að útbúa sameiginlega erfðaskrá fyrir þær systur þess efnis að Rocio skyldi erfa allar þeirra eignir að þeim látnum. Dómsmál Eldri borgarar Efnahagsbrot Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Systurnar tvær eru fæddar árin 1928 og 1929 í Skagafirði og hafa þær alla tíð verið nánar. Þær áttu til að mynda fimm íbúðir í Reykjavík, þar af tvær þeirra saman, allar á sömu hæð í sömu blokk. Eldri systirin var búsett hér á landi alla tíð en sú yngri bjó lengi vel í Bandaríkjunum þar sem hún starfaði lengi vel. Á þeim árum annaðist sú eldri öll hennar fjármál er vörðuðu fasteignir hennar. Málið var til aðalmeðferðar í héraðsdómi í mars og kom þar fram að þegar yngri systirin flutti aftur heim til Íslands árið 2006 hafi hún glímt við alkóhólisma og stuttu síðar verið lögð inn á hjúkrunarheimili á Sauðárkróki. Eldri systirin hafi þá fengið umboð til að sinna öllum hennar fjármálum. Upp tókst vinátta með eldri systurinni og Rosio einhvern tíma fyrir árið 2010 en þær urðu mjög nánar upp úr 2012. Það ár fékk Rosio umboð frá eldri systurinni til að aðstoða hana við fjármál hennar og með því fékk hún einnig umboðið sem eldri systirin hafði frá þeirri yngri. Rosio var gert að sök að hafa frá 2012 til 2017 dregið sér samtals 23,3 milljónir króna af bankareikningi yngri systurinnar, sem hún átt í litlum samskiptum við, með notkun debetkorta sem voru tend bankareikningi systurinnar. Þá var hún ákærð fyrir að hafa dregið sér samtals 54 milljónir króna af bankareikningi yngri systurinnar með úttektum í reiðufé og gjaldeyriskaupum, sem hún ráðstafaði í eigin þágu og fjölskyldu sinnar. Hún var þar að auki ákærð fyrir að hafa dregið sér 3,7 milljónir króna með notkun á greiðslukortum sem tengd voru bankareikningi eldri systurinnar og að hafa millifært 480 þúsund krónur af bankareikningi eldri systurinnar á eigin reikning. Finnur Vilhjálmsson saksóknari í málinu staðfestir í samtali við fréttastofu, en dómurinn hefur ekki verið birtur, að Rosio hafi verið sakfelld fyrir fjóra af sjö ákæruliðum. Hún hafi verið sakfelld umboðssvik vegna beggja systra en sýknuð af ákæru um peningaþvætti og fjárdrátt. Hún var einnig sýknuð af ákæru um gripdeild og misneytingu til þess að fá eldri systurina til að útbúa sameiginlega erfðaskrá fyrir þær systur þess efnis að Rocio skyldi erfa allar þeirra eignir að þeim látnum.
Dómsmál Eldri borgarar Efnahagsbrot Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels