Raiola segist ekki vera látinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2022 11:57 Raiola ásamt Zlatan en þeir hafa unnið lengi saman. vísir/getty Mino Raiola, frægasti umboðsmaður heims, segist ekki vera látinn, þvert á fréttir fjölmiðla um allan heim. Raiola greindi frá því á Twitter fyrir skemmstu að fréttir fjölmiðla um andlát hans væru stórlega ýktar. Hann segir þetta vera í annað sinn á fjórum mánuðum sem fjölmiðlar greini ranglega frá andláti hans. Current health status for the ones wondering: pissed off second time in 4 months they kill me. Seem also able to ressuscitate.— Mino Raiola (@MinoRaiola) April 28, 2022 Margir fjölmiðlar birtu fréttir af því að Raiola væri látinn, 54 ára, eftir veikindi. Vísir, eins og fjölmargir aðrir, greindi frá andláti Ítalans. Raiola er ítalskur umboðsmaður og hefur margar af stærstu stjörnum fótboltaheimsins á sínum snærum. Má þar nefna leikmenn eins og Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Erling Håland. Raiola er alinn upp í Hollandi og spilaði fyrir lið HFC Haarlem til átján ára aldurs er hann fór að þjálfa. Hann fór þá snemma í umboðsmennsku eftir að hafa þjálfað og menntað sig. Hann talar sjö tungumál. Raiola hefur verið heilsuveill en í upphafi ársins var hann fluttur á gjörgæslu í Mílanó og fór í aðgerð. Hann gerði þó lítið úr veikindum sínum þá. Þó svo hann segist vera risinn í dag þá herma fréttir engu að síður að hann sé illa haldinn á sjúkrahúsi. Umboðsmaðurinn er vellauðugur og lifir hátt. Hann er maðurinn á bak við samninginn er Paul Pogba varð dýrasti leikmaður heims. Því fagnaði Raiola með því að kaupa húsið sem Al Capone átti á sínum tíma í Miami. Ítalinn þykir harðsvíraður samningamaður og umdeildur. Hann hefur þó oftar en ekki náð sínu í gegn. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Andlát Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Raiola greindi frá því á Twitter fyrir skemmstu að fréttir fjölmiðla um andlát hans væru stórlega ýktar. Hann segir þetta vera í annað sinn á fjórum mánuðum sem fjölmiðlar greini ranglega frá andláti hans. Current health status for the ones wondering: pissed off second time in 4 months they kill me. Seem also able to ressuscitate.— Mino Raiola (@MinoRaiola) April 28, 2022 Margir fjölmiðlar birtu fréttir af því að Raiola væri látinn, 54 ára, eftir veikindi. Vísir, eins og fjölmargir aðrir, greindi frá andláti Ítalans. Raiola er ítalskur umboðsmaður og hefur margar af stærstu stjörnum fótboltaheimsins á sínum snærum. Má þar nefna leikmenn eins og Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Erling Håland. Raiola er alinn upp í Hollandi og spilaði fyrir lið HFC Haarlem til átján ára aldurs er hann fór að þjálfa. Hann fór þá snemma í umboðsmennsku eftir að hafa þjálfað og menntað sig. Hann talar sjö tungumál. Raiola hefur verið heilsuveill en í upphafi ársins var hann fluttur á gjörgæslu í Mílanó og fór í aðgerð. Hann gerði þó lítið úr veikindum sínum þá. Þó svo hann segist vera risinn í dag þá herma fréttir engu að síður að hann sé illa haldinn á sjúkrahúsi. Umboðsmaðurinn er vellauðugur og lifir hátt. Hann er maðurinn á bak við samninginn er Paul Pogba varð dýrasti leikmaður heims. Því fagnaði Raiola með því að kaupa húsið sem Al Capone átti á sínum tíma í Miami. Ítalinn þykir harðsvíraður samningamaður og umdeildur. Hann hefur þó oftar en ekki náð sínu í gegn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Andlát Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira