Ekkert næturlíf fyrir akureyrska ketti Atli Ísleifsson skrifar 27. apríl 2022 21:39 Næturráf djasskatta, pjattrófna og annarra kisulóra mun þó vera bannað. vísir/vilhelm Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að falla frá fyrri samþykkt meirihlutans um að lausaganga katta verði alfarið bönnuð frá 2025. Þess í stað verður lausaganga katta bönnuð að næturlagi, frá miðnætti til sjö á morgnana, og munu nýjar reglur taka gildi strax um næstu áramót. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar. Sagt var frá því í nóvember síðastliðinn að meirihluti bæjarstjórn hafi samþykkt lausagöngubannið þar sem var sérstaklega til áhrifa kattanna á fuglalíf. Á fundi bæjarstjórnar í gær var hins vegar samþykkt að falla frá fyrri samþykkt um að banna lausagöngu katta frá 2025. Þar segir að það sé ekkert launungarmál og hafi bæði komið fram í umræðu og í könnunum að það séu afar skiptar skoðanir meðal bæjarbúa varðandi lausagöngu katta. „Til þess að að ná fram sátt í málinu þá samþykkir bæjarstjórn að samþykkt um kattahald í Akureyrarbæ verði breytt með það að markmiði að sem flestir geti vel við unað. Bæjarstjórn samþykkir því að gerðar verði breytingar á 2. grein samþykktar um kattahald þar sem sett verði inn tilmæli er snúa að varptíma fugla auk þess sem sett er inn að lausaganga katta verði ekki heimil að næturlagi frá kl. 24.00 til kl. 07.00 og taki það ákvæði gildi frá og með næstu áramótum. Jafnframt leggur bæjarstjórn ríka áherslu á að nú þegar verði markviss vinna sett í það að framfylgja samþykktinni með sérstakri áherslu á ábyrgð eigenda og skráningarskyldu. Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur um breytingar á samþykkt um kattahald í Akureyrarbæ og vísar til síðari umræðu og endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar,“ segir í fundargerðinni, en tillagan var samþykkt með ellefu samhljóða atkvæðum. Vildu falla alfarið frá banni Bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, L-lista, Hilda Jana Gísladóttir og Heimir Haraldsson, S-lista, og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, V-lista, lögðu fram sérstaka bókun þar sem segir að þeim hafi þótt réttara að falla alfarið frá þeirri ákvörðun sem tekin var á bæjarstjórnarfundi þann 2. nóvember síðastliðinn og leggja í kjölfarið áherslu á að fara í fyrsta sinn í það verkefni að framfylgja gildandi samþykkt. „Við teljum hins vegar að sú breyting sem lögð er til á samþykktinni vera tilraunarinnar virði í því að sætta sjónarmið, enda til mikils batnaðar frá fyrri ákvörðun.“ Bæjarfulltrúarnir fjórir greiddu atkvæði gegn tillögunni um bann við lausagöngu katta á fundinum í nóvember, en sú tillaga var þó samþykkt með atkvæðum sjö annarra bæjarfulltrúa. Akureyri Kettir Dýr Tengdar fréttir Lausaganga katta bönnuð á Akureyri Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti. 3. nóvember 2021 08:28 Tekist á um ákvörðun bæjarstjórnar: „Margir sem fagna og aðrir sem gráta“ Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bæjarfélaginu frá 1. janúar 2025. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir að málið hafi ekki verið rætt almennilega og segir það hafa verið mögulegt að koma í veg fyrir bann. 3. nóvember 2021 13:30 Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar. Sagt var frá því í nóvember síðastliðinn að meirihluti bæjarstjórn hafi samþykkt lausagöngubannið þar sem var sérstaklega til áhrifa kattanna á fuglalíf. Á fundi bæjarstjórnar í gær var hins vegar samþykkt að falla frá fyrri samþykkt um að banna lausagöngu katta frá 2025. Þar segir að það sé ekkert launungarmál og hafi bæði komið fram í umræðu og í könnunum að það séu afar skiptar skoðanir meðal bæjarbúa varðandi lausagöngu katta. „Til þess að að ná fram sátt í málinu þá samþykkir bæjarstjórn að samþykkt um kattahald í Akureyrarbæ verði breytt með það að markmiði að sem flestir geti vel við unað. Bæjarstjórn samþykkir því að gerðar verði breytingar á 2. grein samþykktar um kattahald þar sem sett verði inn tilmæli er snúa að varptíma fugla auk þess sem sett er inn að lausaganga katta verði ekki heimil að næturlagi frá kl. 24.00 til kl. 07.00 og taki það ákvæði gildi frá og með næstu áramótum. Jafnframt leggur bæjarstjórn ríka áherslu á að nú þegar verði markviss vinna sett í það að framfylgja samþykktinni með sérstakri áherslu á ábyrgð eigenda og skráningarskyldu. Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur um breytingar á samþykkt um kattahald í Akureyrarbæ og vísar til síðari umræðu og endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar,“ segir í fundargerðinni, en tillagan var samþykkt með ellefu samhljóða atkvæðum. Vildu falla alfarið frá banni Bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, L-lista, Hilda Jana Gísladóttir og Heimir Haraldsson, S-lista, og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, V-lista, lögðu fram sérstaka bókun þar sem segir að þeim hafi þótt réttara að falla alfarið frá þeirri ákvörðun sem tekin var á bæjarstjórnarfundi þann 2. nóvember síðastliðinn og leggja í kjölfarið áherslu á að fara í fyrsta sinn í það verkefni að framfylgja gildandi samþykkt. „Við teljum hins vegar að sú breyting sem lögð er til á samþykktinni vera tilraunarinnar virði í því að sætta sjónarmið, enda til mikils batnaðar frá fyrri ákvörðun.“ Bæjarfulltrúarnir fjórir greiddu atkvæði gegn tillögunni um bann við lausagöngu katta á fundinum í nóvember, en sú tillaga var þó samþykkt með atkvæðum sjö annarra bæjarfulltrúa.
Akureyri Kettir Dýr Tengdar fréttir Lausaganga katta bönnuð á Akureyri Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti. 3. nóvember 2021 08:28 Tekist á um ákvörðun bæjarstjórnar: „Margir sem fagna og aðrir sem gráta“ Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bæjarfélaginu frá 1. janúar 2025. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir að málið hafi ekki verið rætt almennilega og segir það hafa verið mögulegt að koma í veg fyrir bann. 3. nóvember 2021 13:30 Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Lausaganga katta bönnuð á Akureyri Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti. 3. nóvember 2021 08:28
Tekist á um ákvörðun bæjarstjórnar: „Margir sem fagna og aðrir sem gráta“ Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bæjarfélaginu frá 1. janúar 2025. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir að málið hafi ekki verið rætt almennilega og segir það hafa verið mögulegt að koma í veg fyrir bann. 3. nóvember 2021 13:30
Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02