Ekkert næturlíf fyrir akureyrska ketti Atli Ísleifsson skrifar 27. apríl 2022 21:39 Næturráf djasskatta, pjattrófna og annarra kisulóra mun þó vera bannað. vísir/vilhelm Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að falla frá fyrri samþykkt meirihlutans um að lausaganga katta verði alfarið bönnuð frá 2025. Þess í stað verður lausaganga katta bönnuð að næturlagi, frá miðnætti til sjö á morgnana, og munu nýjar reglur taka gildi strax um næstu áramót. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar. Sagt var frá því í nóvember síðastliðinn að meirihluti bæjarstjórn hafi samþykkt lausagöngubannið þar sem var sérstaklega til áhrifa kattanna á fuglalíf. Á fundi bæjarstjórnar í gær var hins vegar samþykkt að falla frá fyrri samþykkt um að banna lausagöngu katta frá 2025. Þar segir að það sé ekkert launungarmál og hafi bæði komið fram í umræðu og í könnunum að það séu afar skiptar skoðanir meðal bæjarbúa varðandi lausagöngu katta. „Til þess að að ná fram sátt í málinu þá samþykkir bæjarstjórn að samþykkt um kattahald í Akureyrarbæ verði breytt með það að markmiði að sem flestir geti vel við unað. Bæjarstjórn samþykkir því að gerðar verði breytingar á 2. grein samþykktar um kattahald þar sem sett verði inn tilmæli er snúa að varptíma fugla auk þess sem sett er inn að lausaganga katta verði ekki heimil að næturlagi frá kl. 24.00 til kl. 07.00 og taki það ákvæði gildi frá og með næstu áramótum. Jafnframt leggur bæjarstjórn ríka áherslu á að nú þegar verði markviss vinna sett í það að framfylgja samþykktinni með sérstakri áherslu á ábyrgð eigenda og skráningarskyldu. Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur um breytingar á samþykkt um kattahald í Akureyrarbæ og vísar til síðari umræðu og endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar,“ segir í fundargerðinni, en tillagan var samþykkt með ellefu samhljóða atkvæðum. Vildu falla alfarið frá banni Bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, L-lista, Hilda Jana Gísladóttir og Heimir Haraldsson, S-lista, og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, V-lista, lögðu fram sérstaka bókun þar sem segir að þeim hafi þótt réttara að falla alfarið frá þeirri ákvörðun sem tekin var á bæjarstjórnarfundi þann 2. nóvember síðastliðinn og leggja í kjölfarið áherslu á að fara í fyrsta sinn í það verkefni að framfylgja gildandi samþykkt. „Við teljum hins vegar að sú breyting sem lögð er til á samþykktinni vera tilraunarinnar virði í því að sætta sjónarmið, enda til mikils batnaðar frá fyrri ákvörðun.“ Bæjarfulltrúarnir fjórir greiddu atkvæði gegn tillögunni um bann við lausagöngu katta á fundinum í nóvember, en sú tillaga var þó samþykkt með atkvæðum sjö annarra bæjarfulltrúa. Akureyri Kettir Dýr Tengdar fréttir Lausaganga katta bönnuð á Akureyri Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti. 3. nóvember 2021 08:28 Tekist á um ákvörðun bæjarstjórnar: „Margir sem fagna og aðrir sem gráta“ Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bæjarfélaginu frá 1. janúar 2025. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir að málið hafi ekki verið rætt almennilega og segir það hafa verið mögulegt að koma í veg fyrir bann. 3. nóvember 2021 13:30 Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar. Sagt var frá því í nóvember síðastliðinn að meirihluti bæjarstjórn hafi samþykkt lausagöngubannið þar sem var sérstaklega til áhrifa kattanna á fuglalíf. Á fundi bæjarstjórnar í gær var hins vegar samþykkt að falla frá fyrri samþykkt um að banna lausagöngu katta frá 2025. Þar segir að það sé ekkert launungarmál og hafi bæði komið fram í umræðu og í könnunum að það séu afar skiptar skoðanir meðal bæjarbúa varðandi lausagöngu katta. „Til þess að að ná fram sátt í málinu þá samþykkir bæjarstjórn að samþykkt um kattahald í Akureyrarbæ verði breytt með það að markmiði að sem flestir geti vel við unað. Bæjarstjórn samþykkir því að gerðar verði breytingar á 2. grein samþykktar um kattahald þar sem sett verði inn tilmæli er snúa að varptíma fugla auk þess sem sett er inn að lausaganga katta verði ekki heimil að næturlagi frá kl. 24.00 til kl. 07.00 og taki það ákvæði gildi frá og með næstu áramótum. Jafnframt leggur bæjarstjórn ríka áherslu á að nú þegar verði markviss vinna sett í það að framfylgja samþykktinni með sérstakri áherslu á ábyrgð eigenda og skráningarskyldu. Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur um breytingar á samþykkt um kattahald í Akureyrarbæ og vísar til síðari umræðu og endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar,“ segir í fundargerðinni, en tillagan var samþykkt með ellefu samhljóða atkvæðum. Vildu falla alfarið frá banni Bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, L-lista, Hilda Jana Gísladóttir og Heimir Haraldsson, S-lista, og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, V-lista, lögðu fram sérstaka bókun þar sem segir að þeim hafi þótt réttara að falla alfarið frá þeirri ákvörðun sem tekin var á bæjarstjórnarfundi þann 2. nóvember síðastliðinn og leggja í kjölfarið áherslu á að fara í fyrsta sinn í það verkefni að framfylgja gildandi samþykkt. „Við teljum hins vegar að sú breyting sem lögð er til á samþykktinni vera tilraunarinnar virði í því að sætta sjónarmið, enda til mikils batnaðar frá fyrri ákvörðun.“ Bæjarfulltrúarnir fjórir greiddu atkvæði gegn tillögunni um bann við lausagöngu katta á fundinum í nóvember, en sú tillaga var þó samþykkt með atkvæðum sjö annarra bæjarfulltrúa.
Akureyri Kettir Dýr Tengdar fréttir Lausaganga katta bönnuð á Akureyri Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti. 3. nóvember 2021 08:28 Tekist á um ákvörðun bæjarstjórnar: „Margir sem fagna og aðrir sem gráta“ Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bæjarfélaginu frá 1. janúar 2025. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir að málið hafi ekki verið rætt almennilega og segir það hafa verið mögulegt að koma í veg fyrir bann. 3. nóvember 2021 13:30 Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Lausaganga katta bönnuð á Akureyri Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti. 3. nóvember 2021 08:28
Tekist á um ákvörðun bæjarstjórnar: „Margir sem fagna og aðrir sem gráta“ Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bæjarfélaginu frá 1. janúar 2025. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir að málið hafi ekki verið rætt almennilega og segir það hafa verið mögulegt að koma í veg fyrir bann. 3. nóvember 2021 13:30
Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02