Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2022 12:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa orðið fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýsla ríkisins hafnaði því að birta listann yfir þá fjárfesta sem keyptu hlut í Íslandsbanka í mars. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. Mótmælendur kölluðu „Bjarna burt!“ þegar ráðherrar gengu út en Bjarni gaf ekki kost á viðtali vegna hávaðans frá mótmælendum. Bjarni, ætlarðu að fara burt eins og fólkið krefst? „Nei, ég er ekki að fara neitt,“ sagði Bjarni áður en hann steig inn í bíl sinn og ók burt. Enn þeirrar skoðunar að gagnsæi hafi verið ábótavant Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði málið í skýrt skilgreindu ferli og nefndi að bæði Ríkisendurskoðun og Seðlabankinn séu að rannsaka málið. „Mér finnst það mjög skýrt bæði í fjölmiðlum og á þinginu og það er eðlilegt og vönduð stjórnsýsla og við bíðum eftir niðurstöðum þeirra til að geta fengið hvort við teljum að eitthvað hafi í raun farið úrskeiðis í þessu útboði,“ sagði Katrín. Hún segist enn þeirrar skoðunar að útboðið hafi ekki staðið undir væntingum hennar. „Það sem ég hef sagt hingað til og ég hef ekki skipt um skoðun á því er að þetta útboð stóð ekki undir mínum væntingum hvað varðaði gagnsæi. Það lá fyrir að þetta væri ekki eins gagnsæ aðferð og upphaflega útboðið en eigi að síður voru gerðar athugasemdir við þetta í málsmeðferðinni. Þannig að ég get ítrekað að ég varð fyrir verulegum vonbrigðum til að mynda þegar Bankasýslan hafnaði því að birta listann og fleiri dæmi.“ Hún segir fullt traust ríkja milli ráðherra í ríkisstjórn og mikilvægt sé að taka mark á þeim gagnrýnisröddum sem heyrist. „Meðal annars vegna þess eru þessi mál til rannsóknar, af því að við teljum mikilvægt að hér sé allt uppi á borðum.“ Horfa má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Segir mikilvægt að fólk tjái sig Bæði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sögðu mótmælendur ekki trufla störf ríkisstjórnarinnar. „Það er málfrelsi í landinu og það er mikilvægt að fólk tjái sig,“ sagði Svandís þegar hún gekk út af fundinum. „Ég held það skipti mjög miklu máli að velta við hverjum steini í þessu máli og það er greinilegt að það hefur ekki allt verið eins og best var á kosið. Það er mikilvægt að þetta hafi sinn gang.“ Ósammála mótmælendum að Bjarni eigi að segja af sér Guðlaugur Þór sagðist ósammála mótmælendum um að Bjarni ætti að segja af sér. „Já, ég er það,“ sagði Guðlaugur og bætti við: „Að sjálfsögðu er ekki gott þegar er tortryggni út af jafn mikilvægum hlut eins og sölu á ríkiseignum. Þess vegna er mjög mikilvægt að við rannsökum þetta ofan í kjölinn.“ Hópurinn telur rúmlega tíu manns.Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra sagði miklu máli skipta að málið væri skoðað í kjölinn og í ljós komi hvernig það fari. „Nú er í gangi, bæði hjá Seðlabankanum og hjá ríkisendurskoðun, skoðun á þessu málum og við bíðum bara eftir því,“ sagði Ásmundur. „Þetta er bara lýðræði, það mega allir tjá sína skoðun. Þannig er það á Íslandi sem betur fer.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. 25. apríl 2022 22:09 Meira en helmingur treystir Bjarna mjög lítið Ný könnun Maskínu leiðir í ljós mjög laskað traust formanna ríkisstjórnarflokkanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sjaldan eða aldrei mælst með eins lítið traust. 25. apríl 2022 20:00 Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. 22. apríl 2022 09:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. Mótmælendur kölluðu „Bjarna burt!“ þegar ráðherrar gengu út en Bjarni gaf ekki kost á viðtali vegna hávaðans frá mótmælendum. Bjarni, ætlarðu að fara burt eins og fólkið krefst? „Nei, ég er ekki að fara neitt,“ sagði Bjarni áður en hann steig inn í bíl sinn og ók burt. Enn þeirrar skoðunar að gagnsæi hafi verið ábótavant Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði málið í skýrt skilgreindu ferli og nefndi að bæði Ríkisendurskoðun og Seðlabankinn séu að rannsaka málið. „Mér finnst það mjög skýrt bæði í fjölmiðlum og á þinginu og það er eðlilegt og vönduð stjórnsýsla og við bíðum eftir niðurstöðum þeirra til að geta fengið hvort við teljum að eitthvað hafi í raun farið úrskeiðis í þessu útboði,“ sagði Katrín. Hún segist enn þeirrar skoðunar að útboðið hafi ekki staðið undir væntingum hennar. „Það sem ég hef sagt hingað til og ég hef ekki skipt um skoðun á því er að þetta útboð stóð ekki undir mínum væntingum hvað varðaði gagnsæi. Það lá fyrir að þetta væri ekki eins gagnsæ aðferð og upphaflega útboðið en eigi að síður voru gerðar athugasemdir við þetta í málsmeðferðinni. Þannig að ég get ítrekað að ég varð fyrir verulegum vonbrigðum til að mynda þegar Bankasýslan hafnaði því að birta listann og fleiri dæmi.“ Hún segir fullt traust ríkja milli ráðherra í ríkisstjórn og mikilvægt sé að taka mark á þeim gagnrýnisröddum sem heyrist. „Meðal annars vegna þess eru þessi mál til rannsóknar, af því að við teljum mikilvægt að hér sé allt uppi á borðum.“ Horfa má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Segir mikilvægt að fólk tjái sig Bæði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sögðu mótmælendur ekki trufla störf ríkisstjórnarinnar. „Það er málfrelsi í landinu og það er mikilvægt að fólk tjái sig,“ sagði Svandís þegar hún gekk út af fundinum. „Ég held það skipti mjög miklu máli að velta við hverjum steini í þessu máli og það er greinilegt að það hefur ekki allt verið eins og best var á kosið. Það er mikilvægt að þetta hafi sinn gang.“ Ósammála mótmælendum að Bjarni eigi að segja af sér Guðlaugur Þór sagðist ósammála mótmælendum um að Bjarni ætti að segja af sér. „Já, ég er það,“ sagði Guðlaugur og bætti við: „Að sjálfsögðu er ekki gott þegar er tortryggni út af jafn mikilvægum hlut eins og sölu á ríkiseignum. Þess vegna er mjög mikilvægt að við rannsökum þetta ofan í kjölinn.“ Hópurinn telur rúmlega tíu manns.Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra sagði miklu máli skipta að málið væri skoðað í kjölinn og í ljós komi hvernig það fari. „Nú er í gangi, bæði hjá Seðlabankanum og hjá ríkisendurskoðun, skoðun á þessu málum og við bíðum bara eftir því,“ sagði Ásmundur. „Þetta er bara lýðræði, það mega allir tjá sína skoðun. Þannig er það á Íslandi sem betur fer.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. 25. apríl 2022 22:09 Meira en helmingur treystir Bjarna mjög lítið Ný könnun Maskínu leiðir í ljós mjög laskað traust formanna ríkisstjórnarflokkanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sjaldan eða aldrei mælst með eins lítið traust. 25. apríl 2022 20:00 Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. 22. apríl 2022 09:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
„Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. 25. apríl 2022 22:09
Meira en helmingur treystir Bjarna mjög lítið Ný könnun Maskínu leiðir í ljós mjög laskað traust formanna ríkisstjórnarflokkanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sjaldan eða aldrei mælst með eins lítið traust. 25. apríl 2022 20:00
Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. 22. apríl 2022 09:00