Fólk í kynlífsvinnu vill sömu réttindi og annað vinnandi fólk Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. apríl 2022 18:39 Renata Sara Arnórsdóttir og Logn eru í samtökunum Rauðu regnhlífinni sem berjast fyrir réttindum þeirra sem þau segja stunda kynlífsvinnu. vísir/Vilhelm Fólk sem selur kynlífsþjónustu á Íslandi segir löggjöfina úrelda og krefst sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Stígamót hafa áhyggjur af því að mörkin á milli kláms og vændis hafi afmáðst með nýjum miðlum á borð við Onlyfans og kalla eftir harðari refsistefnu í vændiskaupamálum. Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð með lögum hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Ósk og Ingólfur eru í hópi þeirra sem framleiða kynferðislegt efni á miðlinum. Hvað eru margir að vinna við þetta hérna? „Þetta er stærra en fólk heldur. Það eru margir að gera þetta í leyni en ég myndi segja að ég viti allavega um tuttugu til þrjátíu manns. Og jafnvel meira,“ segir Ingólfur Valur Þrastarson. Þau telja klámbann i lögum úrelt. „Þetta eru eld, eld, eldgömul lög sem þarf að breyta. Fyrst og fremst þarf að auka öryggi kynlífsverkafólks. Og að því líði öruggu með að geta hringt á lögreglu ef þess þarf og fengið hjálp með andleg og líkamleg vandamál,“ segir Ósk Tryggvadóttir. Ingólfur Valur Þrastarson og Ósk Tryggvadóttir framleiða efni á Onlyfans.vísir/Vilhelm Ákall er um breytingar úr fleiri áttum. Samtökin Rauða Regnhlífin berjast fyrir réttindum þeirra sem sinna kynlífstengdum störfum. Þau vilja afglæpavæða vændi með öllu. „Það þýðir að þú getur sótt þér vinnuréttindi, getur gengið í stéttarfélag og hefur sama rétt og allir sem eru að vinna einhverja aðra vinnu,“ segir Logn sem hefur selt kynlífsþjónustu. „Með afglæpavæðingu væri auðveldara að afla sér upplýsinga um hver kúnninn er. Hvort þetta sé einhver sem er fínn eða einhver sem er með bakgrunn í því að koma illa fram við konur,“ segir Renata Sara Arnótsdóttir, sem starfaði áður sem strippari en framleiðir nú efni á Onlyfans. Stígamót flokka aftur á móti klám og vændi sem kynferðisofbeldi og vísa til alvarlegra afleiðinga sem fólk sem leita til samtakanna glímir við eftir reynslu af þessum heimi. Samkvæmt frumniðurstöðum nýrrar rannsóknar Stígamóta sem byggir á svörum um eitt hundrað einstaklinga sem leituðu sér hjálpar þar vegna vændis á árunum 2013 til 2020 virðast þau fremur vera með sjálfsvígshugsanir, hafa unnið sér sjálfsskaða og eru líklegri til að vera með átröskun en þau sem leita þangað eftir nauðgun. Um sextíu prósent þeirra sem leituðu á Stígamót vegna vændis á árunum 2013 til 2020 höfðu unnið sér einhvers konar sjálfsskaða samanborið við um þrjátíu prósent þeirra sem hafði verið nauðgað.vísir/Rúnar Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, kallar raunar eftir harðari refsistefnu. „Ef maður skoðar afleiðingar vændis fyrir einstaklingana sem eru í því þá ætti þetta að teljast mjög alvarlegur glæpur.“ Fjallað verður nánar um málið í Kompás sem er sýndur á Stöð 2 í kvöld og birtist á Vísi í fyrramálið. Kompás Vændi Klám Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð með lögum hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Ósk og Ingólfur eru í hópi þeirra sem framleiða kynferðislegt efni á miðlinum. Hvað eru margir að vinna við þetta hérna? „Þetta er stærra en fólk heldur. Það eru margir að gera þetta í leyni en ég myndi segja að ég viti allavega um tuttugu til þrjátíu manns. Og jafnvel meira,“ segir Ingólfur Valur Þrastarson. Þau telja klámbann i lögum úrelt. „Þetta eru eld, eld, eldgömul lög sem þarf að breyta. Fyrst og fremst þarf að auka öryggi kynlífsverkafólks. Og að því líði öruggu með að geta hringt á lögreglu ef þess þarf og fengið hjálp með andleg og líkamleg vandamál,“ segir Ósk Tryggvadóttir. Ingólfur Valur Þrastarson og Ósk Tryggvadóttir framleiða efni á Onlyfans.vísir/Vilhelm Ákall er um breytingar úr fleiri áttum. Samtökin Rauða Regnhlífin berjast fyrir réttindum þeirra sem sinna kynlífstengdum störfum. Þau vilja afglæpavæða vændi með öllu. „Það þýðir að þú getur sótt þér vinnuréttindi, getur gengið í stéttarfélag og hefur sama rétt og allir sem eru að vinna einhverja aðra vinnu,“ segir Logn sem hefur selt kynlífsþjónustu. „Með afglæpavæðingu væri auðveldara að afla sér upplýsinga um hver kúnninn er. Hvort þetta sé einhver sem er fínn eða einhver sem er með bakgrunn í því að koma illa fram við konur,“ segir Renata Sara Arnótsdóttir, sem starfaði áður sem strippari en framleiðir nú efni á Onlyfans. Stígamót flokka aftur á móti klám og vændi sem kynferðisofbeldi og vísa til alvarlegra afleiðinga sem fólk sem leita til samtakanna glímir við eftir reynslu af þessum heimi. Samkvæmt frumniðurstöðum nýrrar rannsóknar Stígamóta sem byggir á svörum um eitt hundrað einstaklinga sem leituðu sér hjálpar þar vegna vændis á árunum 2013 til 2020 virðast þau fremur vera með sjálfsvígshugsanir, hafa unnið sér sjálfsskaða og eru líklegri til að vera með átröskun en þau sem leita þangað eftir nauðgun. Um sextíu prósent þeirra sem leituðu á Stígamót vegna vændis á árunum 2013 til 2020 höfðu unnið sér einhvers konar sjálfsskaða samanborið við um þrjátíu prósent þeirra sem hafði verið nauðgað.vísir/Rúnar Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, kallar raunar eftir harðari refsistefnu. „Ef maður skoðar afleiðingar vændis fyrir einstaklingana sem eru í því þá ætti þetta að teljast mjög alvarlegur glæpur.“ Fjallað verður nánar um málið í Kompás sem er sýndur á Stöð 2 í kvöld og birtist á Vísi í fyrramálið.
Kompás Vændi Klám Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira