Óvenju margir létust á fyrstu þremur mánuðum ársins Eiður Þór Árnason skrifar 25. apríl 2022 11:08 Fjöldi látinna hefur ekki verið meiri frá árinu 2010. Vísir/Vilhelm Óvenju margir létust á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022 þegar 760 einstaklingar létust á Íslandi samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ekki hafa verið fleiri dauðsföll á einum ársfjórðungi frá því að byrjað var að birta slíkar tölur á fjórða ársfjórðungi 2009. 180 færri andlát voru skráð á sama tímabili í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis er of snemmt að segja til um dánarorsakir þar sem þær upplýsingar liggi ekki fyrir. 21 einstaklingur lést á Landspítalanum með Covid-19 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Fram kemur í samantekt Hagstofunnar að alls 1.110 börn hafi fæðst á fyrsta ársfjórðungi 2022. Þá fluttust 920 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 430 umfram aðflutta en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 1.350 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu. Í lok mars bjuggu 377.280 manns á Íslandi, þar af 193.730 karlar og 183.550 konur og fjölgaði því landsmönnum um 1.280 á ársfjórðungnum. Kynhlutlausir voru 90 en vegna smæðar hópsins var honum dreift af handahófi á milli karla og kvenna, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 241.560 manns en 135.720 á landsbyggðinni. Danmörk var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 490 manns á fyrsta ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 600 íslenskir ríkisborgarar af alls 800. Af þeim 1.500 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, eða 450 manns. Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku, eða 110 talsins, 50 frá Noregi og 60 frá Svíþjóð, samtals 230 manns af 360. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 700 til landsins af alls 2.850 erlendum innflytjendum. Rúmenía kom næst, en þaðan fluttust 250 erlendir ríkisborgarar til landsins. Erlendir ríkisborgarar voru 56.100 eða 14,9% af heildarmannfjöldanum. Fréttin hefur verið uppfærð. Heilbrigðismál Innflytjendamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
180 færri andlát voru skráð á sama tímabili í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis er of snemmt að segja til um dánarorsakir þar sem þær upplýsingar liggi ekki fyrir. 21 einstaklingur lést á Landspítalanum með Covid-19 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Fram kemur í samantekt Hagstofunnar að alls 1.110 börn hafi fæðst á fyrsta ársfjórðungi 2022. Þá fluttust 920 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 430 umfram aðflutta en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 1.350 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu. Í lok mars bjuggu 377.280 manns á Íslandi, þar af 193.730 karlar og 183.550 konur og fjölgaði því landsmönnum um 1.280 á ársfjórðungnum. Kynhlutlausir voru 90 en vegna smæðar hópsins var honum dreift af handahófi á milli karla og kvenna, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 241.560 manns en 135.720 á landsbyggðinni. Danmörk var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 490 manns á fyrsta ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 600 íslenskir ríkisborgarar af alls 800. Af þeim 1.500 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, eða 450 manns. Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku, eða 110 talsins, 50 frá Noregi og 60 frá Svíþjóð, samtals 230 manns af 360. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 700 til landsins af alls 2.850 erlendum innflytjendum. Rúmenía kom næst, en þaðan fluttust 250 erlendir ríkisborgarar til landsins. Erlendir ríkisborgarar voru 56.100 eða 14,9% af heildarmannfjöldanum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilbrigðismál Innflytjendamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira