Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 25. apríl 2022 07:37 Ástæða frestunarinnar er sögð vera að minnisblað sem hafi verið óskað eftir frá Bankasýslunni væri ekki tilbúið. Vísir/Vilhelm Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. Seint í gærkvöldi birtist síðan tilkynning á heimasíðu Alþingis þar sem segir að fundinum hafi verið frestað fram á miðvikudag að beiðni Bankasýslunnar og hefst hann klukkan níu. Í Morgunblaðinu í morgun segir að ástæða frestunarinnar hafi verið sú að minnisblað sem óskað hafði verið eftir frá Bankasýslunni sé ekki tilbúið. Bryndís Haraldsdóttir, nefndarmaður í fjárlaganefnd og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir miður að minnisblaðinu hafi ekki verið skilað í tæka tíð og segist hún mjög hissa á framgöngu Bankasýslunnar sem sé óásættanleg með öllu. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins á sæti í nefndinni.Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt frestun fundarins. Harðorðir þingmenn Þorbjörg Sigríður er harðorð í gagn Bankasýslunnar í færslu á Facebook-síðu sinni og segir að það sé ekkert annað en ævintýraleg vanvirðing við fólk í landinu og eftirlitshlutverk þingsins að afboða sig á fundinn. „Algjörlega óþolandi vinnubrögð.“ Björn Leví er sömuleiðis allt annað en sáttur. „Einhver fyrirsláttur um að skýrsla sem þau eru búin að hafa rúman tíma til að klára sé ekki tilbúin og verði ekki tilbúin fyrr en á þriðjudaginn. Frestast til miðvikudags ... og dýrmætum tíma þingsins sóað.“ ... og Bankasýslan mætir ekki á opinn fund á morgun. Einhver fyrirsláttur um að skýrsla sem þau eru búin að hafa rúman tíma til að klára sé ekki tilbúin og verði ekki tilbúin fyrr en á þriðjudaginn. Frestast til miðvikudags ... og dýrmætum tíma þingsins sóað.— Bjorn Levi (@_bjornlevi_) April 24, 2022 Alþingi Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira
Seint í gærkvöldi birtist síðan tilkynning á heimasíðu Alþingis þar sem segir að fundinum hafi verið frestað fram á miðvikudag að beiðni Bankasýslunnar og hefst hann klukkan níu. Í Morgunblaðinu í morgun segir að ástæða frestunarinnar hafi verið sú að minnisblað sem óskað hafði verið eftir frá Bankasýslunni sé ekki tilbúið. Bryndís Haraldsdóttir, nefndarmaður í fjárlaganefnd og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir miður að minnisblaðinu hafi ekki verið skilað í tæka tíð og segist hún mjög hissa á framgöngu Bankasýslunnar sem sé óásættanleg með öllu. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins á sæti í nefndinni.Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt frestun fundarins. Harðorðir þingmenn Þorbjörg Sigríður er harðorð í gagn Bankasýslunnar í færslu á Facebook-síðu sinni og segir að það sé ekkert annað en ævintýraleg vanvirðing við fólk í landinu og eftirlitshlutverk þingsins að afboða sig á fundinn. „Algjörlega óþolandi vinnubrögð.“ Björn Leví er sömuleiðis allt annað en sáttur. „Einhver fyrirsláttur um að skýrsla sem þau eru búin að hafa rúman tíma til að klára sé ekki tilbúin og verði ekki tilbúin fyrr en á þriðjudaginn. Frestast til miðvikudags ... og dýrmætum tíma þingsins sóað.“ ... og Bankasýslan mætir ekki á opinn fund á morgun. Einhver fyrirsláttur um að skýrsla sem þau eru búin að hafa rúman tíma til að klára sé ekki tilbúin og verði ekki tilbúin fyrr en á þriðjudaginn. Frestast til miðvikudags ... og dýrmætum tíma þingsins sóað.— Bjorn Levi (@_bjornlevi_) April 24, 2022
Alþingi Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira
Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00