Fótbolti

Hólmbert skaut Lilleström á toppinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Hólmbert Aron Friðjónsson. vísir/Getty

Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í 4.umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Hólmbert Aron Friðjónsson reyndist hetja Lilleström þegar liðið vann 1-0 sigur á Haugasund. Hólmbert hóf leikinn á bekknum en var skipt inná á 75.mínútu.

Á 87.mínútu skoraði hann það sem reyndist eina mark leiksins en þetta var fyrsta mark Hólmberts fyrir Lilleström.

Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn í vörn Valerenga sem vann 1-0 sigur á Jerv.

Það var svo Íslendingaslagur í Stafangri þar sem Patrik Sigurður Gunnarsson, Samúel Kári Friðjónsson og félagar í Viking tóku á móti Noregsmeisturum Bodo/Glimt þar sem Alfons Sampsted var á sínum stað.

Viking gerði sér lítið fyrir og skellti meisturunum 2-0. Patrik og Samúel léku allan leikinn fyrir Viking en Alfons var skipt af velli á 84.mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×