Fótbolti

Messi nálgast Dani Alves

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Frekar sigursæll.
Frekar sigursæll. vísir/Getty

Lionel Messi bætti enn einum titlinum í safn sitt í gærkvöldi þegar PSG tryggði sér Frakklandsmeistaratitilinn.

Messi gerði eina mark PSG í 1-1 jafntefli gegn Lens sem nægði til að gulltryggja efsta sætið þó enn séu fjórar umferðir eftir af mótinu.

Margir telja þennan 34 ára Argentínumann einn besta íþróttamann sögunnar og engum blöðum er um það að fletta að hann er einn allra sigursælasti íþróttamaður sögunnar.

Messi hefur nú unnið til 39 gullverðlauna á glæstum ferli sínum með Barcelona, PSG og argentínska landsliðinu. 

Hann vantar því aðeins þrjú gullverðlaun til viðbótar til að jafna Dani Alves sem hefur sankað að sér gullverðlaunum á ferli sínum hjá Bahia, Sevilla, Barcelona, Juventus, PSG og Sao Paulo auk brasilíska landsliðsins en Alves er enn í fullu fjöri og er aftur kominn til Barcelona, þar sem hann vann fjölda titla með Messi á sínum tíma.

Messi hefur að auki unnið fjölda einstaklingsverðlauna á ferli sínum og á eflaust eftir að bæta fleiri verðlaunum í safn sitt á næstu árum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.