Dortmund átti möguleika á að halda baráttunni um efsta sætið á lífi með sigri en eftir að flautað var til leiks í dag var aldrei spurning hvoru meginn sigurinn, og þar með meistaratitillinn myndi enda.
Serge Gnabry kom Bayern í forystu á fimmtándu mínútu og Robert Lewandowski tvöfaldaði forystuna eftir rúmlega hálftíma leik.
Emre Can gaf gestunum von með marki úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks en Jamal Musiala skoraði síðasta mark leiksins á 83.mínútu og 3-1 sigur Bayern Munchen staðreynd.
Bæjarar hafa drottnað yfir þýskum fótbolta frá árinu 2012 þegar Dortmund vann titilinn en alls hefur Bayern Munchen orðið Þýskalandsmeistari þrjátíu og einu sinni.