Segir heildarniðurstöðu sölunnar vera prýðilega Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. apríl 2022 13:02 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Egill Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra játar að bera pólitíska ábyrgð á nýafstaðinni sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka en segist þrátt fyrir allt vera þokkalega sáttur við hvernig til tókst. Fréttastofa ræddi við Bjarna eftir ríkisstjórnarfund í morgun, meðan annars um þá gagnrýni sem útboðið á hlutum í bankanum hefur sætt en ráðherra sagði ríkisstjórnina hafa ákveðið að hinkra með frekari sölu á meðan athuganir Ríkisendurskoðunar og Seðlabankans stæðu yfir. Þá sagði hann standa til að leggja fyrir þingið að fara aðrar leiðir við sölu á eignahlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum í framtíðinni en að fara í gegnum Bankasýsluna. En er skynsamlegt að leggja hana niður áður en niðurstöður liggja fyrir? „Það er pólitísk ákvörðun í sjálfu sér að ákveða með hvaða hætti þú vilt til framtíðar standa að sölu á frekari eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum,“ segir Bjarni. „Bara sjálfsagt mál að ræða það og við erum að boða það að slík tillaga muni koma fram á þingi, úr þessu langlíklegast að það verði í haust. Það getum við rætt á pólitískum forsendum alveg óháð því hvað kemur út úr athugunum sem nú standa yfir vegna útboðsins sem er nýafstaðið.“ Bjarni vill ekki kannast við að salan hafi verið klúður. „Heildarniðurstaðan, svona ef við horfum á þau markmið sem við höfðum í upphafi, er prýðileg. Hluthafahópurinn, dreifinginn, fjöldi hluthafanna, verðið hefur verið ásættanlegt í mínum huga, virði bankans hefur aukist um hundrað milljarða á einu ári. Það er hins vegar mjög slæmt að það standi út af atriði sem þurfi að fara ofan í saumana á strax í kjölfarið af útboðinu. Að því leytinu til er staðan ekki sú sem ég hafði óskað mér fyrirfram. En ég hef sagt sem svo að við þurfum að sýna því þolinmæði að fara ofan í saumana á þessum framkvæmdaatriðum og leita svara við þeim spurningum sem hafa komið upp.“ Bjarni segir pólitíska ábyrgð á sölunni liggja hjá sér en þau atriði sem séu til skoðunar séu sértæk og varði aðeins útfærslu útboðsins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Bjarna eftir ríkisstjórnarfund í morgun, meðan annars um þá gagnrýni sem útboðið á hlutum í bankanum hefur sætt en ráðherra sagði ríkisstjórnina hafa ákveðið að hinkra með frekari sölu á meðan athuganir Ríkisendurskoðunar og Seðlabankans stæðu yfir. Þá sagði hann standa til að leggja fyrir þingið að fara aðrar leiðir við sölu á eignahlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum í framtíðinni en að fara í gegnum Bankasýsluna. En er skynsamlegt að leggja hana niður áður en niðurstöður liggja fyrir? „Það er pólitísk ákvörðun í sjálfu sér að ákveða með hvaða hætti þú vilt til framtíðar standa að sölu á frekari eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum,“ segir Bjarni. „Bara sjálfsagt mál að ræða það og við erum að boða það að slík tillaga muni koma fram á þingi, úr þessu langlíklegast að það verði í haust. Það getum við rætt á pólitískum forsendum alveg óháð því hvað kemur út úr athugunum sem nú standa yfir vegna útboðsins sem er nýafstaðið.“ Bjarni vill ekki kannast við að salan hafi verið klúður. „Heildarniðurstaðan, svona ef við horfum á þau markmið sem við höfðum í upphafi, er prýðileg. Hluthafahópurinn, dreifinginn, fjöldi hluthafanna, verðið hefur verið ásættanlegt í mínum huga, virði bankans hefur aukist um hundrað milljarða á einu ári. Það er hins vegar mjög slæmt að það standi út af atriði sem þurfi að fara ofan í saumana á strax í kjölfarið af útboðinu. Að því leytinu til er staðan ekki sú sem ég hafði óskað mér fyrirfram. En ég hef sagt sem svo að við þurfum að sýna því þolinmæði að fara ofan í saumana á þessum framkvæmdaatriðum og leita svara við þeim spurningum sem hafa komið upp.“ Bjarni segir pólitíska ábyrgð á sölunni liggja hjá sér en þau atriði sem séu til skoðunar séu sértæk og varði aðeins útfærslu útboðsins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira