Borgarstjóri hafi tapað trúverðugleika í leikskólamálum Árni Sæberg skrifar 21. apríl 2022 11:59 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi segir leikskólamál í borginni í ólestri. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir barnafjölskyldum vera sýnd fullkomin óvirðing af yfirvöldum í borginni, með því að bjóða börnum pláss á leikskólum sem ekki eru til. Hildur Björnsdóttir, borgarfullrúi og oddviti Sjálfstæðisflokkins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, fer hörðum orðum um meirihlutann í borginni og Dag B. Eggertsson borgarstjóra í færslu á Facebook. Tilefni skrifa hennar er frétt Morgunblaðsins um móður sem fékk boð um pláss fyrir dóttur sína á leikskóla sem er ekki til í raun og veru. Hildur segir borgarstjóra hreykja sér af því að leikskólavandi í borginni heyri sögunni til. „Hér er borgarstjóri með einhverja óheiðarlegustu sendingu til fjölskyldufólks sem hægt er að hugsa sér,“ segir Hildur. Jafnmörg á biðlista nú og fyrir fjórum árum Hildur segir sér bregða við fullyrðingar borgarstjóra um að börn fái nú pláss á leikskóla frá tólf mánaða aldri og að biðlistar heyri sögunni til. Tilkynnt var á dögunum að stórum hluta barna allt niður í tólf ára yrði boðið pláss á leikskólum nú í haust eða seinna á árinu. Hildur gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar meirihlutans og segir jafnmörg börn vera á biðlista nú og voru fyrir fjórum árum eða um 800 talsins. Þá segir hún að börn séu að meðaltali tveggja ára þegar þau fá inni á leikskóla. „Meirihlutinn hreykir sér af 513 nýjum rýmum á ungbarnadeildum borgarinnar en nefnir auðvitað ekki að aðeins 9 prósent rýmanna hafa raunverulega verið boðin ungbörnum,“ segir hún. Opnun leikskólanna hvergi í sjónmáli HIldur segir fjölda foreldra í Reykjavík hafa fengið loforð um leikskólapláss síðasta haust á nýjum leikskólum sem ætlað er að leysa leikskólavandann. „Þessar fjölskyldur bíða enn og fyrsti starfsdagur leikskólanna hvergi í sjónmáli. Fjölskyldum er sýnd fullkomin óvirðing, enda reynast falskar vonir og óvissa, öllu fólki erfið sem þarf að skipuleggja sinn hversdag,“ segir hún. Hún segir ekki duga að senda fjölskyldum bréf með boði um leikskólarými á óskilgreindum tíma, enda skipti hver mánuður ungar fjölskyldur máli. „Borgarstjóri hefur glatað öllum trúverðugleika í málinu. Það er kominn tími á vaktaskipti í Reykjavík,“ segir Hildur að lokum. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfullrúi og oddviti Sjálfstæðisflokkins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, fer hörðum orðum um meirihlutann í borginni og Dag B. Eggertsson borgarstjóra í færslu á Facebook. Tilefni skrifa hennar er frétt Morgunblaðsins um móður sem fékk boð um pláss fyrir dóttur sína á leikskóla sem er ekki til í raun og veru. Hildur segir borgarstjóra hreykja sér af því að leikskólavandi í borginni heyri sögunni til. „Hér er borgarstjóri með einhverja óheiðarlegustu sendingu til fjölskyldufólks sem hægt er að hugsa sér,“ segir Hildur. Jafnmörg á biðlista nú og fyrir fjórum árum Hildur segir sér bregða við fullyrðingar borgarstjóra um að börn fái nú pláss á leikskóla frá tólf mánaða aldri og að biðlistar heyri sögunni til. Tilkynnt var á dögunum að stórum hluta barna allt niður í tólf ára yrði boðið pláss á leikskólum nú í haust eða seinna á árinu. Hildur gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar meirihlutans og segir jafnmörg börn vera á biðlista nú og voru fyrir fjórum árum eða um 800 talsins. Þá segir hún að börn séu að meðaltali tveggja ára þegar þau fá inni á leikskóla. „Meirihlutinn hreykir sér af 513 nýjum rýmum á ungbarnadeildum borgarinnar en nefnir auðvitað ekki að aðeins 9 prósent rýmanna hafa raunverulega verið boðin ungbörnum,“ segir hún. Opnun leikskólanna hvergi í sjónmáli HIldur segir fjölda foreldra í Reykjavík hafa fengið loforð um leikskólapláss síðasta haust á nýjum leikskólum sem ætlað er að leysa leikskólavandann. „Þessar fjölskyldur bíða enn og fyrsti starfsdagur leikskólanna hvergi í sjónmáli. Fjölskyldum er sýnd fullkomin óvirðing, enda reynast falskar vonir og óvissa, öllu fólki erfið sem þarf að skipuleggja sinn hversdag,“ segir hún. Hún segir ekki duga að senda fjölskyldum bréf með boði um leikskólarými á óskilgreindum tíma, enda skipti hver mánuður ungar fjölskyldur máli. „Borgarstjóri hefur glatað öllum trúverðugleika í málinu. Það er kominn tími á vaktaskipti í Reykjavík,“ segir Hildur að lokum.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira