Innlent

Ekki lengur grímuskylda í flugi til Bandaríkjanna

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Grímuskyldan er við það að renna sitt skeið. 
Grímuskyldan er við það að renna sitt skeið.  Vísir/Vilhelm

Grímuskylda verður valkvæð í flugferðum á vegum Icelandair og Play til Bandaríkjanna. Play og Icelandair slökuðu á sínum reglum varðandi grímuskyldu í ákveðnum ferðum í Evrópu í síðasta mánuði en hafa nú stigið skrefinu lengra í samræmi við úrskurð alríkisdómara í Bandaríkjunum. 

Greint var frá því fyrr í dag að alríkisdómari í Bandaríkjunum hefði afnumið grímuskyldu í flugi og almenningssamgöngum þar í landi. 

Grímuskyldan átti að renna út í gær en Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna óskaði eftir að hún yrði framlengd til 3. maí. Dómarinn hafnaði því og sagði stofnunina ekki hafa tekist að sýna fram á réttmæti grímuskyldunnar.

Niðurstaða dómarans þýðir að flugfélögum, flugvöllum og öðrum samgöngufyrirtækjum er í sjálfsvald sett að taka ákvörðun um hvort grímuskylda sé í gildi hjá viðkomandi fyrirtækjum.

Að því er kemur fram í skriflegu svari frá upplýsingafulltrúa Icelandair tók breytingin þar gildi í dag. Enn er þó grímuskylda í flugferðum til og frá Kanada, Þýskalandi og Frakklandi.

Þá er fyrsta Bandaríkjaflug Play á áætlun á morgun og verður ekki gerð krafa um grímur í ferðum til og frá Bandaríkjunum, að sögn upplýsingafulltrúa Play.

Heilbrigðisyfirvöld mæla þó enn með því að farþegar beri grímu um borð í flugi, ef ekki er hægt að tryggja hæfilega fjarlægð milli farþega.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.