Framtíðarsýn Framsóknar falli á öllum lykilprófum Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2022 13:19 Dagur B. Eggertsson (t.h.) og Einar Þorsteinsson. Einar vill meina að Dagur hafi misskilið orð sín í dag. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, gagnrýnir orð sem Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, lét falla í samtali við Morgunblaðið. Einar vill meina að Dagur misskilji sig. Á fundi Samtaka um bíllausan lífsstíl í síðustu viku sagðist Einar styðja áform um Borgarlínu og þéttingu byggðar. Þá var hann sammála því að færa ætti flugvöllinn úr Vatnsmýri. „Í Morgunblaðinu í morgun boðar hann hins vegar mestu dreifingu byggðar sem heyrst hefur af - stefnu sem Miðflokks-armur Sjálfstæðisflokksins hefur talað fyrir en allar greiningar sýna að myndi framkalla stóra-stopp í húsnæðisuppbyggingu og samgöngum í Reykjavík,“ segir í færslu sem Dagur birti á Facebook-síðu sinni í dag. Stórauki bílaumferð Í Morgunblaðinu ræðir Einar uppbyggingu á Keldnalandi og Geldinganesi og túlkar Dagur það sem svo að Einar vilji falla frá uppbyggingu á þeim þéttingarreitum sem eru tilbúnir. „Stefna borgarinnar er ekki úr lausu lofti gripin. Skipulag borgarinnar og uppbygging byggir á ítarlegri valkostagreiningu og samgöngurýni. Reykjavík þéttir byggð við Borgarlínu og tengir húsnæðisuppbyggingu þannig við heildarsýn og samgöngulausnir til framtíðar. Byggð á Keldum og Geldinganesi án Borgarlínu og breyttra ferðavenja myndi stórauka við bílaumferðina á Miklubraut og Sæbraut - þetta þýddi stóra-stopp í umferðarmálum,“ segir Dagur. Fylgja stefnunni frá því fyrir viku síðan Hann segir að „þriðja stóra-stopp“ sé að dreifingin sem Einar boði geri loftslagsmarkmið borgarinnar að engu. Öll þau byggingaráform sem nú eru í gangi séu hluti af Græna planinu og hugsuð sem hluti af markmiðum um kolefnishlutlaust borgarsamfélag. Dagur vill að flokkurinn fylgi frekar stefnunni sem Einar ræddi á áðurnefndum fundi en ekki þá sem hann boðar í dag. Segir Dag hafa misskilið sig Einar svarar færslu Dags og segir hann hafa misskilið orð sín. Hann vilji alls ekki stöðva þéttingaráformin sem eru á teikniborðinu og heldur ekki Borgarlínu. „Ég vil hins vegar byggja enn meira til viðbótar og á fleiri stöðum en til stendur hjá ykkur. Keldnalandið er t.d. hluti af Samgöngusáttmálanum og þar þarf að byggja svo hægt sé að fjármagna Borgarlínu. Það má því segja að ég standi einmitt í báða fætur og þeir eru kyrfilega á jörðinni,“ segir Einar. Hér fyrir neðan má lesa færslu Dags í heild sinni og svör Einars við henni. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Segir búið að „aftengja jafnaðarhugsjónina“ í húsnæðismálum Einar Þorsteinsson, fréttamaður og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ef meirihlutinn í borginni verði áfram við völd muni neyðarástand áfram ríkja á húsnæðismarkaði. 19. apríl 2022 07:31 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Á fundi Samtaka um bíllausan lífsstíl í síðustu viku sagðist Einar styðja áform um Borgarlínu og þéttingu byggðar. Þá var hann sammála því að færa ætti flugvöllinn úr Vatnsmýri. „Í Morgunblaðinu í morgun boðar hann hins vegar mestu dreifingu byggðar sem heyrst hefur af - stefnu sem Miðflokks-armur Sjálfstæðisflokksins hefur talað fyrir en allar greiningar sýna að myndi framkalla stóra-stopp í húsnæðisuppbyggingu og samgöngum í Reykjavík,“ segir í færslu sem Dagur birti á Facebook-síðu sinni í dag. Stórauki bílaumferð Í Morgunblaðinu ræðir Einar uppbyggingu á Keldnalandi og Geldinganesi og túlkar Dagur það sem svo að Einar vilji falla frá uppbyggingu á þeim þéttingarreitum sem eru tilbúnir. „Stefna borgarinnar er ekki úr lausu lofti gripin. Skipulag borgarinnar og uppbygging byggir á ítarlegri valkostagreiningu og samgöngurýni. Reykjavík þéttir byggð við Borgarlínu og tengir húsnæðisuppbyggingu þannig við heildarsýn og samgöngulausnir til framtíðar. Byggð á Keldum og Geldinganesi án Borgarlínu og breyttra ferðavenja myndi stórauka við bílaumferðina á Miklubraut og Sæbraut - þetta þýddi stóra-stopp í umferðarmálum,“ segir Dagur. Fylgja stefnunni frá því fyrir viku síðan Hann segir að „þriðja stóra-stopp“ sé að dreifingin sem Einar boði geri loftslagsmarkmið borgarinnar að engu. Öll þau byggingaráform sem nú eru í gangi séu hluti af Græna planinu og hugsuð sem hluti af markmiðum um kolefnishlutlaust borgarsamfélag. Dagur vill að flokkurinn fylgi frekar stefnunni sem Einar ræddi á áðurnefndum fundi en ekki þá sem hann boðar í dag. Segir Dag hafa misskilið sig Einar svarar færslu Dags og segir hann hafa misskilið orð sín. Hann vilji alls ekki stöðva þéttingaráformin sem eru á teikniborðinu og heldur ekki Borgarlínu. „Ég vil hins vegar byggja enn meira til viðbótar og á fleiri stöðum en til stendur hjá ykkur. Keldnalandið er t.d. hluti af Samgöngusáttmálanum og þar þarf að byggja svo hægt sé að fjármagna Borgarlínu. Það má því segja að ég standi einmitt í báða fætur og þeir eru kyrfilega á jörðinni,“ segir Einar. Hér fyrir neðan má lesa færslu Dags í heild sinni og svör Einars við henni.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Segir búið að „aftengja jafnaðarhugsjónina“ í húsnæðismálum Einar Þorsteinsson, fréttamaður og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ef meirihlutinn í borginni verði áfram við völd muni neyðarástand áfram ríkja á húsnæðismarkaði. 19. apríl 2022 07:31 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Segir búið að „aftengja jafnaðarhugsjónina“ í húsnæðismálum Einar Þorsteinsson, fréttamaður og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ef meirihlutinn í borginni verði áfram við völd muni neyðarástand áfram ríkja á húsnæðismarkaði. 19. apríl 2022 07:31