Innlent

Allar skerðingar til raf­orku­kaup­enda af­numdar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunnar. Seinasti vetur reyndist fyrirtækinu ansi erfiður. 
Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunnar. Seinasti vetur reyndist fyrirtækinu ansi erfiður.  Vísir/Egill

Skerðingar á afhendingu rafmagns frá Landsvirkjun hafa verið afturkallaðar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að vatnsstaðan í miðlunarlónum fari hratt batnandi.

Seinasti vetur hefur reynst Landsvirkjun ansi erfiður en í desember þurfti að grípa til takmarkana í afhendingu á rafmagni vegna lélegs vatnafars.

Eftir mikla úrkomu í vetur er nægur snjór á hálendinu sem vorsólin og rigning hafa skilað aftur í lónin að hluta til.

Horfur um fyllingu miðlunarlóna er góð en jökulbráðnun seinni hluta sumars ákvarðar hvort þau nái að fyllast alveg í haust.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×