Innlent

Hægt að kjósa utan ­­kjör­fundar í Holta­­görðum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag. Vísir/Vilhelm

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fer nú fram á annarri hæð í Holtagörðum. Smáralind og Kringlan hafa verið nýttar til utankjörfundaratkvæðagreiðslu síðustu ár.

Sveitarstjórnarkosningarnar fara fram þann 14. maí en utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst í dag, hinn 15. apríl. Opið verður frá 11 til 14 í dag og á morgun.

Frá 19. apríl til 1. maí verður opið alla daga frá klukkan 10 til 20. Opnunartími lengist þegar nær dregur kosningum en þá verður opið til klukkan 22 fram að 13. maí.

Á kjördag, laugardaginn 14. maí, verður opið milli 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. 

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna íbúakosningar í Sveitarfélaginu Hornafirði, sem fram fer samhliða kosningum til sveitarstjórna, fer einnig fram á fyrrgreindum stað og tímasetningum, segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×