Stúkan um Hemma Hreiðars: Hann er þetta Eyja-DNA Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. apríl 2022 08:01 Kjartan Atli Kjartansson, Reynir Leósson og Albert Brynjar Ingason fóru yfir þau sex lið sem spáð er í neðri hluta Bestu-deildarinnar í sumar. Vísir Kjartan Atli Kjartansson fékk þá Reyni Leósson og Albert Brynjar Ingason til að fara yfir liðin sem spáð er í neðri hluta Bestu-deildar karla í sérstökum upphitunarþætti Stúkunnar í gær. ÍBV er spáð níunda sæti og það er ekki hægt að ræða Eyjamenn án þess að minnast á þjálfara liðsins, Hermann Hreiðarsson. Innslagið hófst á því að sérfræðingar þáttarins voru að fara yfir leikmannamarkað Eyjamanna, en svo var skipt yfir á skrautleg augnablik á þjálfaraferli Hemma. Meðal annars þegar hann skipti sjálfum sér inn á í leik með ÍBV. Strákarnir í settinu gátu hlegið að þessum myndum, en vildu þó meina að Hemmi væri búinn að róast og þroskast sem þjálfari. „Það blæs í kringum hann, en hann er orðinn rólegri í dag,“ sagði Reynir áður en Albert stökk inn í og sagði að Hemmi væri búinn að þroskast. „En við verðum líka að bera virðingu fyrir því hjá Hemma að kemur og byrjar að þjálfa ÍBV og svo Fylki og það endar ekkert sérstaklega vel og hann fer svo út. Þetta er hans draumur og hans ástríða að verða þjálfari,“ hélt Reynir áfram. „Hann er búinn að vera að harka í því að fara til Englands og vinna þar. En þetta stór týpa, þetta stór karakter, hann tekur skrefið og tekur við Þrótti Vogum. Með fullri virðingu fyrir þeim fína klúbbi þá tekur hann það og gerir það af þeirri ástríðu og atvinnumennsku sem vill standa fyrir og fer með þá upp.“ „Þannig að maður verður að bera virðingu fyrir þessum gæja sem er búinn að spila í ensku úrvalsdeildinni í öll þessi ár og var örugglega með draum um að verða þjálfari einhvers staðar erlendis. Hann er tilbúinn að taka þetta skref til þess að halda áfram í þessu.“ Albert var sammála kollega sínum og rifjaði upp tíma sinn hjá Fylki þegar hann lék undir stjórn Hemma. „Hann er mjög metnaðarfullur þjálfari og ætlar sér langt í þjálfun. Þó svo að tímabilið hafi farið illa hjá okkur þegar hann var að þjálfa uppi í Árbæ þá hafði hann alltaf hópinn með sér, sama hvað. Eftir tímabilið þá vildi stærstur hluti hópsins halda honum,“ sagði Albert. „Það segir mjög mikið að í svona mótlæti að hafa samt alla með sér. Það var þannig með Hemma, það er auðvelt að fylgja honum.“ Kjartan greip þá boltann á lofti og sagði að Hemmi gæti verið lykillinn að því að Eyjamenn nái langt í sumar. „Ég var að hugsa þetta í undirbúningi fyrir þáttinn. Þetta Eyja-DNA, hann á einhvern veginn heima þar. En hann er þetta Eyja-DNA. Hann er holdgervingur þess sem manni finnst ÍBV standa fyrir. Kraftur, fagmennska og svona einhver trú á sjálfan sig sem Eyjamenn verða að ná að tappa inn í ef þeir ætla að gera rósir í sumar.“ Klippa: Stúkan um Hemma Hreiðars Besta deild karla ÍBV Stúkan Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Innslagið hófst á því að sérfræðingar þáttarins voru að fara yfir leikmannamarkað Eyjamanna, en svo var skipt yfir á skrautleg augnablik á þjálfaraferli Hemma. Meðal annars þegar hann skipti sjálfum sér inn á í leik með ÍBV. Strákarnir í settinu gátu hlegið að þessum myndum, en vildu þó meina að Hemmi væri búinn að róast og þroskast sem þjálfari. „Það blæs í kringum hann, en hann er orðinn rólegri í dag,“ sagði Reynir áður en Albert stökk inn í og sagði að Hemmi væri búinn að þroskast. „En við verðum líka að bera virðingu fyrir því hjá Hemma að kemur og byrjar að þjálfa ÍBV og svo Fylki og það endar ekkert sérstaklega vel og hann fer svo út. Þetta er hans draumur og hans ástríða að verða þjálfari,“ hélt Reynir áfram. „Hann er búinn að vera að harka í því að fara til Englands og vinna þar. En þetta stór týpa, þetta stór karakter, hann tekur skrefið og tekur við Þrótti Vogum. Með fullri virðingu fyrir þeim fína klúbbi þá tekur hann það og gerir það af þeirri ástríðu og atvinnumennsku sem vill standa fyrir og fer með þá upp.“ „Þannig að maður verður að bera virðingu fyrir þessum gæja sem er búinn að spila í ensku úrvalsdeildinni í öll þessi ár og var örugglega með draum um að verða þjálfari einhvers staðar erlendis. Hann er tilbúinn að taka þetta skref til þess að halda áfram í þessu.“ Albert var sammála kollega sínum og rifjaði upp tíma sinn hjá Fylki þegar hann lék undir stjórn Hemma. „Hann er mjög metnaðarfullur þjálfari og ætlar sér langt í þjálfun. Þó svo að tímabilið hafi farið illa hjá okkur þegar hann var að þjálfa uppi í Árbæ þá hafði hann alltaf hópinn með sér, sama hvað. Eftir tímabilið þá vildi stærstur hluti hópsins halda honum,“ sagði Albert. „Það segir mjög mikið að í svona mótlæti að hafa samt alla með sér. Það var þannig með Hemma, það er auðvelt að fylgja honum.“ Kjartan greip þá boltann á lofti og sagði að Hemmi gæti verið lykillinn að því að Eyjamenn nái langt í sumar. „Ég var að hugsa þetta í undirbúningi fyrir þáttinn. Þetta Eyja-DNA, hann á einhvern veginn heima þar. En hann er þetta Eyja-DNA. Hann er holdgervingur þess sem manni finnst ÍBV standa fyrir. Kraftur, fagmennska og svona einhver trú á sjálfan sig sem Eyjamenn verða að ná að tappa inn í ef þeir ætla að gera rósir í sumar.“ Klippa: Stúkan um Hemma Hreiðars
Besta deild karla ÍBV Stúkan Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira