Innlent

Um­­­ferðar­­slys undir Hafnar­­fjalli

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Tveir bílar urðu óökuhæfir en engin slys urðu á fólki.
Tveir bílar urðu óökuhæfir en engin slys urðu á fólki. Aðsend

Umferðarslys varð undir Hafnarfjalli á þrettánda tímanum í dag. Engin slys urðu á fólki en tvær bifreiðar eru töluvert skemmdar.

Mikill vindur er nú undir Hafnarfjalli en slysið bar að þegar kerra fauk á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. 

Tveir bílar skemmdust mikið og urðu óökuhæfir. Umferð var stöðvuð tímabundið í kjölfarið, segir Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við fréttastofu.

Töluverð umferð er á svæðinu en unnið er að því að opna fyrir umferð að nýju.

Töluverð umferð er á svæðinu.Aðsend


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×