Fótbolti

„Elskum við ekki svona?“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sif Atladóttir brosti sínu breiðasta eftir sigur Íslands.
Sif Atladóttir brosti sínu breiðasta eftir sigur Íslands. Stöð 2 Sport

Sif Atladóttir segir að sigurinn á Tékklandi í undankeppni HM í dag hafi verið einn sá sætasti sem hún hefur upplifað með landsliðinu.

„Þessi er þarna uppi. Þetta var erfiður leikur og völlurinn þungur. Elskum við ekki svona? Mark eftir langt innkast. Þetta er mjög mikið við og baráttan í liðinu og öllum sem voru fyrir utan var mikil. Þetta var dásamlegt,“ sagði Sif í samtali við Vísi eftir leikinn í Teplice.

Íslenska liðið spilaði virkilega sterkan varnarleik og Tékkar áttu ekki skot að marki í leiknum.

„Skipulagið var gott. Þær eru góðar að halda boltanum en stinga sér ekki mikið aftur fyrir eins og önnur lið. Við vissum að við yrðum með þær í fanginu. Við gerðum það vel og samskiptin inni á vellinum voru til fyrirmyndar,“ sagði Sif. 

„Við leystum hluti sjálfar inn á vellinum og ég er ótrúlega stolt af þessu liði að við erum komnar á þann stað að geta leyst hlutina í miðjum leik. Það er stórt skref.“

Hún haltraði út af þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. „Ég henti mér í einn sextíu metra sprett og fékk hana í hnéð. En það er allt í góðu. Ég var búin að hlaupa mikið og það er aðeins farið að hægjast á skrokknum. Svo þurfti ég aðeins að láta dómarana vita að þær færu með takkanna á undan sér. Ég var með ágætis spor eftir stelpuna,“ sagði Sif að lokum.

Klippa: Sif Atla efti leik

Tengdar fréttir

„Boltinn fór í lærið og eitthvað“

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þær eru með drullugott lið. Við skoruðum eitt mark þótt það hafi ekki verið það fallegasta. Við gáfum allt í þetta og ég er svo stolt af liðinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, eftir sigurinn á Tékklandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×