„Ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. apríl 2022 18:14 Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var glaðbeittur eftir sigurinn. Stöð 2 Sport Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eins og gefur að skilja gríðarlega ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn Tékkum í undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. „Að sjálfsögðu. Þetta var erfiður leikur og þetta var baráttuleikur,“ sagði Þorsteinn að leik loknum. „Við vissum alveg að þær eru líkamlega sterkar og að við þyrftum að hafa virkilega fyrir þeim og að þetta yrði leikur sem yrði „tough“ fyrir okkur. Ég er bara gríðarlega stoltur að hafa haldið þeim í núllinu hérna og ég var mjög bjartsýnn á það að við myndum skora og við gerðum það, sem betur fer. Svo náðum við að þröngva þessu í gegn.“ Tékkneska liðið skapaði litla sem enga hættu fyrir framan íslenska markið lengst af í leiknum og Þorsteinn segist vera virkilega ánægður með varnarvinnu liðsins í dag. „Við vorum „solid“ varnarlega og Sandra var góð í markinu. Allt liðið spilaði vel varnarlega. Þær voru ekkert að opna okkur og það kom okkur ekkert á óvart hvernig þær voru að spila á móti okkur.“ „En þær náðu aðeins að þrýsta á okkur kannski seinustu tuttugu mínúturnar og við náðum ekki alveg að spila út úr því. Við hefðum getað gert betur í að losa því við fengum oft fínar stöður, en svo var sendingin að klikka og eitthvað svoleiðis. En ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið.“ Nú þegar tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni situr íslenska liðið á toppnum með eins stigs forskot á Hollendinga sem sitja í öðru sæti. Liðin mætast í september og þar er í raun hægt að tala um hreinan úrslitaleik um efsta sæti riðilsins sem gefur beint sæti á HM. „Það var svo sem stefnan allan tímann. Við ætluðum að fara í úrslitaleik í Hollandi og það tókst allavega eins og staðan er í dag. Við þurfum að vinna Hvít-Rússa og síðan förum við til Hollands og spilum til sigurs þar,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórs eftir leik HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
„Að sjálfsögðu. Þetta var erfiður leikur og þetta var baráttuleikur,“ sagði Þorsteinn að leik loknum. „Við vissum alveg að þær eru líkamlega sterkar og að við þyrftum að hafa virkilega fyrir þeim og að þetta yrði leikur sem yrði „tough“ fyrir okkur. Ég er bara gríðarlega stoltur að hafa haldið þeim í núllinu hérna og ég var mjög bjartsýnn á það að við myndum skora og við gerðum það, sem betur fer. Svo náðum við að þröngva þessu í gegn.“ Tékkneska liðið skapaði litla sem enga hættu fyrir framan íslenska markið lengst af í leiknum og Þorsteinn segist vera virkilega ánægður með varnarvinnu liðsins í dag. „Við vorum „solid“ varnarlega og Sandra var góð í markinu. Allt liðið spilaði vel varnarlega. Þær voru ekkert að opna okkur og það kom okkur ekkert á óvart hvernig þær voru að spila á móti okkur.“ „En þær náðu aðeins að þrýsta á okkur kannski seinustu tuttugu mínúturnar og við náðum ekki alveg að spila út úr því. Við hefðum getað gert betur í að losa því við fengum oft fínar stöður, en svo var sendingin að klikka og eitthvað svoleiðis. En ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið.“ Nú þegar tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni situr íslenska liðið á toppnum með eins stigs forskot á Hollendinga sem sitja í öðru sæti. Liðin mætast í september og þar er í raun hægt að tala um hreinan úrslitaleik um efsta sæti riðilsins sem gefur beint sæti á HM. „Það var svo sem stefnan allan tímann. Við ætluðum að fara í úrslitaleik í Hollandi og það tókst allavega eins og staðan er í dag. Við þurfum að vinna Hvít-Rússa og síðan förum við til Hollands og spilum til sigurs þar,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórs eftir leik
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira