Erlent

Sak­felldur vegna morðsins á þing­manninum Sir David Amess

Atli Ísleifsson skrifar
David Amess átti sæti á breska þinginu frá 1983 og til dauðadags.
David Amess átti sæti á breska þinginu frá 1983 og til dauðadags. Getty

Dómstóll í Bretlandi hefur fundið íslamska ofstækismanninn Ali Harbi Ali sekan af ákæru um morðið á þingmanninum Sir David Amess í október 2021.

Amess var þingmaður Southend West og var stunginn rúmlega tuttugu sinnum á kjördæmafundi í Leigh-on-Sea í Essex þann 15. október 2021.

BBC segir frá því að kviðdómur hafi verið fljótur að komast að niðurstöðu en Ali var dæmdur bæði fyrir morð og skipulagningu hryðjaverka. Enn á greina frá refsingunni yfir Ali.

Hinn 26 ára Ali Harbi Ali frá Kentish Town, norður af London, neitaði sök í málinu, en sagðist hafa ráðist á þingmanninn vegna loftárása sem gerðar hafi verið á Sýrland.

Ali hafði laumað sér inn á kjördæmafundinn með því að þykjast vera heilbrigðisstarfsmaður.

Ali, sem er sonur fyrrum ráðgjafa forsætisráðherra Sómalíu, var handtekinn af lögreglu skömmu eftir morðið.


Tengdar fréttir

Ákærður fyrir morðið á þingmanninum

Ali Harbi Ali, 25 ára gamall breti af sómölskum uppruna, hefur nú verið ákærður fyrir morðið á breska þingmanninum Sir David Amess í síðustu viku. Saksóknarar hafa gefið það út að þeir muni sækja málið á þeim grundvelli að um hryðjuverk hafi verið að ræða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×