Forstjórinn áætlar að tjónið hlaupi á hundruðum milljóna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2022 13:00 Búið er að slökkva eldinn en Brunavarnir Suðurnesja eru enn með mannskap við brunavettvang til að vakta timburhaug þar sem enn gæti logað í glæðum. Mynd:Helgi Helgason Forstjóri Íslenska gámafélagsins áætlar að tjón vegna brunans í endurvinnslustöð á Reykjanesi um helgina hlaupi á allt að þrjú hundruð milljónum króna. Hann segir brunann mikið áfall en er á sama tíma feginn að ekkert manntjón varð. Brunavarnir Suðurnesja er enn að störfum, aðallega við að vakta timburhaug. Rúmir tveir sólarhringur er liðinn frá því eldurinn kviknaði. Eldur kom upp í flokkunarstöð Íslenska gámafélagsins í Reykjanesbæ um hádegisbil á laugardag. Íbúar í Garði voru beðnir um að loka gluggum hjá sér því reykurinn, sem lagði yfir bæinn, var eitraður. Eldsvoðinn er að sögn Jóns Þóris Frantzson, forstjóra, gríðarlegt áfall fyrir gámafélagið. „Þetta er svona altjón á öllum þeim munum og vörum sem voru á staðnum. Þarna fór ein skemma, tvö tæki, fjöldinn allur af gámum og körum. Án þess að það sé búið að leggja mikið mat á þetta. Þetta er eitthvað ábilinu tvö til þrjú hundrað milljónir. Auðvitað er rekstraróhagræði mikið. Við erum í erfiðum málum þessa dagana en við leysum það.“ Jón áætlar að uppbygging geti tekið heila fimm til sex mánuði. Jón Þórir hjá Íslenska gámafélaginu segir stórbrunann vera mikið áfall.visir/vilhelm „Okkur þykir afskaplega leitt að þennan reyk lagði yfir Garð og við biðjum fólk afsökunar á því. Við erum afskaplega fegnir að ekkert manntjón varð en að öðru leyti er það alltaf leiðinlegt þegar svona gerist.“ Á fjórða tug slökkviliðsmanna voru að störfum um helgina. Enn logar í glæðum í gríðarstórri timburhrúgu. „Við hættum dælingu á þetta um miðnætti og vorum með menn á vakt. Um fimmleytið byrjaði að rjúka aftur úr timburhaugnum, þessu kurli, þannig að við byrjuðum aftur að sprauta á þetta. Við erum með tvo, þrjá starfsmenn og tæki, það er allur eldur búinn í raun og veru, en við erum þarna bara með varðstöðu til þess að passa að þetta fari ekki úr böndunum aftur,“ sagði Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja. Jón segir að eldsupptök séu ekki kunn en að lögreglan fái brunavettvang til rannsóknar í dag. Hann segir að magn timbursins, sem sé í vöktun, sé gríðarlegt. „Og sumt af því er kurlað þannig að það er eiginlega ógerningur að slökkva í, svona nema með því að grafa það til. Þú sérð það að við erum búnir að vera með þrjár öflugar gröfur að grafa þarna í á annan sólarhring.“ Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Vona að hægt verði að slökkva eldinn í dag: „Við erum bara á fullu“ Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í flokkunarhúsi í Reykjanesbæ fyrir hádegi í gær. Auka mannskapur hefur verið kallaður inn en varðstjóri segir ómögulegt að segja hvenær slökkvistarfi lýkur. 10. apríl 2022 08:24 Skíðlogar enn í flokkunarstöðinni: „Það er hellings eldur enn þá í þessu“ Mikill eldur logar enn í flokkunarstöð í Reykjanesbæ en eldurinn kviknaði skömmu fyrir hádegi í dag. Varðstjóri gerir ráð fyrir því að slökkvistarf geti staðið fram til morguns. 9. apríl 2022 23:12 Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Sjá meira
Brunavarnir Suðurnesja er enn að störfum, aðallega við að vakta timburhaug. Rúmir tveir sólarhringur er liðinn frá því eldurinn kviknaði. Eldur kom upp í flokkunarstöð Íslenska gámafélagsins í Reykjanesbæ um hádegisbil á laugardag. Íbúar í Garði voru beðnir um að loka gluggum hjá sér því reykurinn, sem lagði yfir bæinn, var eitraður. Eldsvoðinn er að sögn Jóns Þóris Frantzson, forstjóra, gríðarlegt áfall fyrir gámafélagið. „Þetta er svona altjón á öllum þeim munum og vörum sem voru á staðnum. Þarna fór ein skemma, tvö tæki, fjöldinn allur af gámum og körum. Án þess að það sé búið að leggja mikið mat á þetta. Þetta er eitthvað ábilinu tvö til þrjú hundrað milljónir. Auðvitað er rekstraróhagræði mikið. Við erum í erfiðum málum þessa dagana en við leysum það.“ Jón áætlar að uppbygging geti tekið heila fimm til sex mánuði. Jón Þórir hjá Íslenska gámafélaginu segir stórbrunann vera mikið áfall.visir/vilhelm „Okkur þykir afskaplega leitt að þennan reyk lagði yfir Garð og við biðjum fólk afsökunar á því. Við erum afskaplega fegnir að ekkert manntjón varð en að öðru leyti er það alltaf leiðinlegt þegar svona gerist.“ Á fjórða tug slökkviliðsmanna voru að störfum um helgina. Enn logar í glæðum í gríðarstórri timburhrúgu. „Við hættum dælingu á þetta um miðnætti og vorum með menn á vakt. Um fimmleytið byrjaði að rjúka aftur úr timburhaugnum, þessu kurli, þannig að við byrjuðum aftur að sprauta á þetta. Við erum með tvo, þrjá starfsmenn og tæki, það er allur eldur búinn í raun og veru, en við erum þarna bara með varðstöðu til þess að passa að þetta fari ekki úr böndunum aftur,“ sagði Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja. Jón segir að eldsupptök séu ekki kunn en að lögreglan fái brunavettvang til rannsóknar í dag. Hann segir að magn timbursins, sem sé í vöktun, sé gríðarlegt. „Og sumt af því er kurlað þannig að það er eiginlega ógerningur að slökkva í, svona nema með því að grafa það til. Þú sérð það að við erum búnir að vera með þrjár öflugar gröfur að grafa þarna í á annan sólarhring.“
Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Vona að hægt verði að slökkva eldinn í dag: „Við erum bara á fullu“ Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í flokkunarhúsi í Reykjanesbæ fyrir hádegi í gær. Auka mannskapur hefur verið kallaður inn en varðstjóri segir ómögulegt að segja hvenær slökkvistarfi lýkur. 10. apríl 2022 08:24 Skíðlogar enn í flokkunarstöðinni: „Það er hellings eldur enn þá í þessu“ Mikill eldur logar enn í flokkunarstöð í Reykjanesbæ en eldurinn kviknaði skömmu fyrir hádegi í dag. Varðstjóri gerir ráð fyrir því að slökkvistarf geti staðið fram til morguns. 9. apríl 2022 23:12 Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Sjá meira
Vona að hægt verði að slökkva eldinn í dag: „Við erum bara á fullu“ Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í flokkunarhúsi í Reykjanesbæ fyrir hádegi í gær. Auka mannskapur hefur verið kallaður inn en varðstjóri segir ómögulegt að segja hvenær slökkvistarfi lýkur. 10. apríl 2022 08:24
Skíðlogar enn í flokkunarstöðinni: „Það er hellings eldur enn þá í þessu“ Mikill eldur logar enn í flokkunarstöð í Reykjanesbæ en eldurinn kviknaði skömmu fyrir hádegi í dag. Varðstjóri gerir ráð fyrir því að slökkvistarf geti staðið fram til morguns. 9. apríl 2022 23:12
Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28