Forstjórinn áætlar að tjónið hlaupi á hundruðum milljóna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2022 13:00 Búið er að slökkva eldinn en Brunavarnir Suðurnesja eru enn með mannskap við brunavettvang til að vakta timburhaug þar sem enn gæti logað í glæðum. Mynd:Helgi Helgason Forstjóri Íslenska gámafélagsins áætlar að tjón vegna brunans í endurvinnslustöð á Reykjanesi um helgina hlaupi á allt að þrjú hundruð milljónum króna. Hann segir brunann mikið áfall en er á sama tíma feginn að ekkert manntjón varð. Brunavarnir Suðurnesja er enn að störfum, aðallega við að vakta timburhaug. Rúmir tveir sólarhringur er liðinn frá því eldurinn kviknaði. Eldur kom upp í flokkunarstöð Íslenska gámafélagsins í Reykjanesbæ um hádegisbil á laugardag. Íbúar í Garði voru beðnir um að loka gluggum hjá sér því reykurinn, sem lagði yfir bæinn, var eitraður. Eldsvoðinn er að sögn Jóns Þóris Frantzson, forstjóra, gríðarlegt áfall fyrir gámafélagið. „Þetta er svona altjón á öllum þeim munum og vörum sem voru á staðnum. Þarna fór ein skemma, tvö tæki, fjöldinn allur af gámum og körum. Án þess að það sé búið að leggja mikið mat á þetta. Þetta er eitthvað ábilinu tvö til þrjú hundrað milljónir. Auðvitað er rekstraróhagræði mikið. Við erum í erfiðum málum þessa dagana en við leysum það.“ Jón áætlar að uppbygging geti tekið heila fimm til sex mánuði. Jón Þórir hjá Íslenska gámafélaginu segir stórbrunann vera mikið áfall.visir/vilhelm „Okkur þykir afskaplega leitt að þennan reyk lagði yfir Garð og við biðjum fólk afsökunar á því. Við erum afskaplega fegnir að ekkert manntjón varð en að öðru leyti er það alltaf leiðinlegt þegar svona gerist.“ Á fjórða tug slökkviliðsmanna voru að störfum um helgina. Enn logar í glæðum í gríðarstórri timburhrúgu. „Við hættum dælingu á þetta um miðnætti og vorum með menn á vakt. Um fimmleytið byrjaði að rjúka aftur úr timburhaugnum, þessu kurli, þannig að við byrjuðum aftur að sprauta á þetta. Við erum með tvo, þrjá starfsmenn og tæki, það er allur eldur búinn í raun og veru, en við erum þarna bara með varðstöðu til þess að passa að þetta fari ekki úr böndunum aftur,“ sagði Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja. Jón segir að eldsupptök séu ekki kunn en að lögreglan fái brunavettvang til rannsóknar í dag. Hann segir að magn timbursins, sem sé í vöktun, sé gríðarlegt. „Og sumt af því er kurlað þannig að það er eiginlega ógerningur að slökkva í, svona nema með því að grafa það til. Þú sérð það að við erum búnir að vera með þrjár öflugar gröfur að grafa þarna í á annan sólarhring.“ Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Vona að hægt verði að slökkva eldinn í dag: „Við erum bara á fullu“ Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í flokkunarhúsi í Reykjanesbæ fyrir hádegi í gær. Auka mannskapur hefur verið kallaður inn en varðstjóri segir ómögulegt að segja hvenær slökkvistarfi lýkur. 10. apríl 2022 08:24 Skíðlogar enn í flokkunarstöðinni: „Það er hellings eldur enn þá í þessu“ Mikill eldur logar enn í flokkunarstöð í Reykjanesbæ en eldurinn kviknaði skömmu fyrir hádegi í dag. Varðstjóri gerir ráð fyrir því að slökkvistarf geti staðið fram til morguns. 9. apríl 2022 23:12 Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Brunavarnir Suðurnesja er enn að störfum, aðallega við að vakta timburhaug. Rúmir tveir sólarhringur er liðinn frá því eldurinn kviknaði. Eldur kom upp í flokkunarstöð Íslenska gámafélagsins í Reykjanesbæ um hádegisbil á laugardag. Íbúar í Garði voru beðnir um að loka gluggum hjá sér því reykurinn, sem lagði yfir bæinn, var eitraður. Eldsvoðinn er að sögn Jóns Þóris Frantzson, forstjóra, gríðarlegt áfall fyrir gámafélagið. „Þetta er svona altjón á öllum þeim munum og vörum sem voru á staðnum. Þarna fór ein skemma, tvö tæki, fjöldinn allur af gámum og körum. Án þess að það sé búið að leggja mikið mat á þetta. Þetta er eitthvað ábilinu tvö til þrjú hundrað milljónir. Auðvitað er rekstraróhagræði mikið. Við erum í erfiðum málum þessa dagana en við leysum það.“ Jón áætlar að uppbygging geti tekið heila fimm til sex mánuði. Jón Þórir hjá Íslenska gámafélaginu segir stórbrunann vera mikið áfall.visir/vilhelm „Okkur þykir afskaplega leitt að þennan reyk lagði yfir Garð og við biðjum fólk afsökunar á því. Við erum afskaplega fegnir að ekkert manntjón varð en að öðru leyti er það alltaf leiðinlegt þegar svona gerist.“ Á fjórða tug slökkviliðsmanna voru að störfum um helgina. Enn logar í glæðum í gríðarstórri timburhrúgu. „Við hættum dælingu á þetta um miðnætti og vorum með menn á vakt. Um fimmleytið byrjaði að rjúka aftur úr timburhaugnum, þessu kurli, þannig að við byrjuðum aftur að sprauta á þetta. Við erum með tvo, þrjá starfsmenn og tæki, það er allur eldur búinn í raun og veru, en við erum þarna bara með varðstöðu til þess að passa að þetta fari ekki úr böndunum aftur,“ sagði Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja. Jón segir að eldsupptök séu ekki kunn en að lögreglan fái brunavettvang til rannsóknar í dag. Hann segir að magn timbursins, sem sé í vöktun, sé gríðarlegt. „Og sumt af því er kurlað þannig að það er eiginlega ógerningur að slökkva í, svona nema með því að grafa það til. Þú sérð það að við erum búnir að vera með þrjár öflugar gröfur að grafa þarna í á annan sólarhring.“
Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Vona að hægt verði að slökkva eldinn í dag: „Við erum bara á fullu“ Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í flokkunarhúsi í Reykjanesbæ fyrir hádegi í gær. Auka mannskapur hefur verið kallaður inn en varðstjóri segir ómögulegt að segja hvenær slökkvistarfi lýkur. 10. apríl 2022 08:24 Skíðlogar enn í flokkunarstöðinni: „Það er hellings eldur enn þá í þessu“ Mikill eldur logar enn í flokkunarstöð í Reykjanesbæ en eldurinn kviknaði skömmu fyrir hádegi í dag. Varðstjóri gerir ráð fyrir því að slökkvistarf geti staðið fram til morguns. 9. apríl 2022 23:12 Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Vona að hægt verði að slökkva eldinn í dag: „Við erum bara á fullu“ Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í flokkunarhúsi í Reykjanesbæ fyrir hádegi í gær. Auka mannskapur hefur verið kallaður inn en varðstjóri segir ómögulegt að segja hvenær slökkvistarfi lýkur. 10. apríl 2022 08:24
Skíðlogar enn í flokkunarstöðinni: „Það er hellings eldur enn þá í þessu“ Mikill eldur logar enn í flokkunarstöð í Reykjanesbæ en eldurinn kviknaði skömmu fyrir hádegi í dag. Varðstjóri gerir ráð fyrir því að slökkvistarf geti staðið fram til morguns. 9. apríl 2022 23:12
Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28