Forstjórinn áætlar að tjónið hlaupi á hundruðum milljóna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2022 13:00 Búið er að slökkva eldinn en Brunavarnir Suðurnesja eru enn með mannskap við brunavettvang til að vakta timburhaug þar sem enn gæti logað í glæðum. Mynd:Helgi Helgason Forstjóri Íslenska gámafélagsins áætlar að tjón vegna brunans í endurvinnslustöð á Reykjanesi um helgina hlaupi á allt að þrjú hundruð milljónum króna. Hann segir brunann mikið áfall en er á sama tíma feginn að ekkert manntjón varð. Brunavarnir Suðurnesja er enn að störfum, aðallega við að vakta timburhaug. Rúmir tveir sólarhringur er liðinn frá því eldurinn kviknaði. Eldur kom upp í flokkunarstöð Íslenska gámafélagsins í Reykjanesbæ um hádegisbil á laugardag. Íbúar í Garði voru beðnir um að loka gluggum hjá sér því reykurinn, sem lagði yfir bæinn, var eitraður. Eldsvoðinn er að sögn Jóns Þóris Frantzson, forstjóra, gríðarlegt áfall fyrir gámafélagið. „Þetta er svona altjón á öllum þeim munum og vörum sem voru á staðnum. Þarna fór ein skemma, tvö tæki, fjöldinn allur af gámum og körum. Án þess að það sé búið að leggja mikið mat á þetta. Þetta er eitthvað ábilinu tvö til þrjú hundrað milljónir. Auðvitað er rekstraróhagræði mikið. Við erum í erfiðum málum þessa dagana en við leysum það.“ Jón áætlar að uppbygging geti tekið heila fimm til sex mánuði. Jón Þórir hjá Íslenska gámafélaginu segir stórbrunann vera mikið áfall.visir/vilhelm „Okkur þykir afskaplega leitt að þennan reyk lagði yfir Garð og við biðjum fólk afsökunar á því. Við erum afskaplega fegnir að ekkert manntjón varð en að öðru leyti er það alltaf leiðinlegt þegar svona gerist.“ Á fjórða tug slökkviliðsmanna voru að störfum um helgina. Enn logar í glæðum í gríðarstórri timburhrúgu. „Við hættum dælingu á þetta um miðnætti og vorum með menn á vakt. Um fimmleytið byrjaði að rjúka aftur úr timburhaugnum, þessu kurli, þannig að við byrjuðum aftur að sprauta á þetta. Við erum með tvo, þrjá starfsmenn og tæki, það er allur eldur búinn í raun og veru, en við erum þarna bara með varðstöðu til þess að passa að þetta fari ekki úr böndunum aftur,“ sagði Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja. Jón segir að eldsupptök séu ekki kunn en að lögreglan fái brunavettvang til rannsóknar í dag. Hann segir að magn timbursins, sem sé í vöktun, sé gríðarlegt. „Og sumt af því er kurlað þannig að það er eiginlega ógerningur að slökkva í, svona nema með því að grafa það til. Þú sérð það að við erum búnir að vera með þrjár öflugar gröfur að grafa þarna í á annan sólarhring.“ Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Vona að hægt verði að slökkva eldinn í dag: „Við erum bara á fullu“ Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í flokkunarhúsi í Reykjanesbæ fyrir hádegi í gær. Auka mannskapur hefur verið kallaður inn en varðstjóri segir ómögulegt að segja hvenær slökkvistarfi lýkur. 10. apríl 2022 08:24 Skíðlogar enn í flokkunarstöðinni: „Það er hellings eldur enn þá í þessu“ Mikill eldur logar enn í flokkunarstöð í Reykjanesbæ en eldurinn kviknaði skömmu fyrir hádegi í dag. Varðstjóri gerir ráð fyrir því að slökkvistarf geti staðið fram til morguns. 9. apríl 2022 23:12 Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Brunavarnir Suðurnesja er enn að störfum, aðallega við að vakta timburhaug. Rúmir tveir sólarhringur er liðinn frá því eldurinn kviknaði. Eldur kom upp í flokkunarstöð Íslenska gámafélagsins í Reykjanesbæ um hádegisbil á laugardag. Íbúar í Garði voru beðnir um að loka gluggum hjá sér því reykurinn, sem lagði yfir bæinn, var eitraður. Eldsvoðinn er að sögn Jóns Þóris Frantzson, forstjóra, gríðarlegt áfall fyrir gámafélagið. „Þetta er svona altjón á öllum þeim munum og vörum sem voru á staðnum. Þarna fór ein skemma, tvö tæki, fjöldinn allur af gámum og körum. Án þess að það sé búið að leggja mikið mat á þetta. Þetta er eitthvað ábilinu tvö til þrjú hundrað milljónir. Auðvitað er rekstraróhagræði mikið. Við erum í erfiðum málum þessa dagana en við leysum það.“ Jón áætlar að uppbygging geti tekið heila fimm til sex mánuði. Jón Þórir hjá Íslenska gámafélaginu segir stórbrunann vera mikið áfall.visir/vilhelm „Okkur þykir afskaplega leitt að þennan reyk lagði yfir Garð og við biðjum fólk afsökunar á því. Við erum afskaplega fegnir að ekkert manntjón varð en að öðru leyti er það alltaf leiðinlegt þegar svona gerist.“ Á fjórða tug slökkviliðsmanna voru að störfum um helgina. Enn logar í glæðum í gríðarstórri timburhrúgu. „Við hættum dælingu á þetta um miðnætti og vorum með menn á vakt. Um fimmleytið byrjaði að rjúka aftur úr timburhaugnum, þessu kurli, þannig að við byrjuðum aftur að sprauta á þetta. Við erum með tvo, þrjá starfsmenn og tæki, það er allur eldur búinn í raun og veru, en við erum þarna bara með varðstöðu til þess að passa að þetta fari ekki úr böndunum aftur,“ sagði Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja. Jón segir að eldsupptök séu ekki kunn en að lögreglan fái brunavettvang til rannsóknar í dag. Hann segir að magn timbursins, sem sé í vöktun, sé gríðarlegt. „Og sumt af því er kurlað þannig að það er eiginlega ógerningur að slökkva í, svona nema með því að grafa það til. Þú sérð það að við erum búnir að vera með þrjár öflugar gröfur að grafa þarna í á annan sólarhring.“
Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Vona að hægt verði að slökkva eldinn í dag: „Við erum bara á fullu“ Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í flokkunarhúsi í Reykjanesbæ fyrir hádegi í gær. Auka mannskapur hefur verið kallaður inn en varðstjóri segir ómögulegt að segja hvenær slökkvistarfi lýkur. 10. apríl 2022 08:24 Skíðlogar enn í flokkunarstöðinni: „Það er hellings eldur enn þá í þessu“ Mikill eldur logar enn í flokkunarstöð í Reykjanesbæ en eldurinn kviknaði skömmu fyrir hádegi í dag. Varðstjóri gerir ráð fyrir því að slökkvistarf geti staðið fram til morguns. 9. apríl 2022 23:12 Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Vona að hægt verði að slökkva eldinn í dag: „Við erum bara á fullu“ Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í flokkunarhúsi í Reykjanesbæ fyrir hádegi í gær. Auka mannskapur hefur verið kallaður inn en varðstjóri segir ómögulegt að segja hvenær slökkvistarfi lýkur. 10. apríl 2022 08:24
Skíðlogar enn í flokkunarstöðinni: „Það er hellings eldur enn þá í þessu“ Mikill eldur logar enn í flokkunarstöð í Reykjanesbæ en eldurinn kviknaði skömmu fyrir hádegi í dag. Varðstjóri gerir ráð fyrir því að slökkvistarf geti staðið fram til morguns. 9. apríl 2022 23:12
Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28