Fótbolti

Viðar tryggði Vålerenga sigur

Atli Arason skrifar
Viðar Örn skoraði tvö mörk.
Viðar Örn skoraði tvö mörk. nettavisen

Allir íslensku leikmenn norsku deildarinnar, að Ara Leifs fráskyldum, fengu mínútur í leikjum sinna liða í dag. Viðar Örn Kjartansson var á skotskónum.

Viðar Örn var í byrjunarliði Vålerenga og skoraði bæði mörk liðsins á fyrstu fimm mínútum leiksins í 2-1 sigri á Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Viðari var síðar skipt af leikvelli á 70. mínútu leiksins. Brynjar Ingi Bjarnason var líka í byrjunarliði Vålerenga í leiknum en Brynjar spilaði einungis fyrri hálfleikinn.

Alfons Sampsted spilaði allar 90 mínúturnar í 1-2 sigur Bodø/Glimt gegn Sandefjord á meðan Ari Leifsson var ónotaður varamaður í 1-3 tapi Strømsgodset gegn Molde. Brynjólfur Willumsson kom inn af varamannabekk Kristiansund í uppbótatíma síðari hálfleiks og fékk rúma mínútu í 2-3 tapi liðsins gegn Sarpsborg.

Eftir leiki dagsins er Bodø/Glimt í þriðja sæti deildarinnar með fjögur stig, Vålerenga í 10. sæti með 3 stig. Kristiansund er stigalaust í 14. sæti og Strømsgodset er í 16. sætinu, á botni deildarinnar, einnig án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×