Fótbolti

„Þær gætu tekið smá áhættu“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðrún Arnardóttir hefur leikið vel með íslenska landsliðinu í undankeppni HM.
Guðrún Arnardóttir hefur leikið vel með íslenska landsliðinu í undankeppni HM. stöð 2 sport

Guðrún Arnardóttir, miðvörður íslenska fótboltalandsliðsins, hlakkar til leiksins mikilvæga gegn Tékklandi í undankeppni HM á þriðjudaginn.

„Ég er mjög spennt eins og liðið allt. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og við ætlum að taka þrjú stig en það verður ekki auðvelt,“ sagði Guðrún í samtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í Prag.

Leikurinn á þriðjudaginn er mikilvægur fyrir Ísland en enn mikilvægari fyrir Tékkland sem verður að vinna til að eiga möguleika á að ná 2. sæti riðilsins og komast þannig í umspil. Guðrún segir að sú breyta gæti skipt máli þegar út í leikinn verður komið.

„Það gæti verið. Við vitum auðvitað ekki hvernig Tékkarnir koma til leiks en þeir þurfa að vinna. Við ætlum okkur sigur,“ sagði Guðrún sem lék allan leikinn þegar Ísland vann Tékkland, 4-0, í fyrri leiknum í undankeppninni síðasta haust.

„Leikurinn heima var jafn þótt úrslitin hafi ekki endurspeglað það. Þær gætu tekið smá áhættu en þær eru vanar að liggja til baka og beita skyndisóknum. Við verðum að vera búnar undir allt.“

Klippa: Viðtal við Guðrúnu Arnardóttur

Með sigri á morgun er ljóst að Ísland verður á toppi riðilsins fyrir síðustu tvo leikina í undankeppninni og nægir fjögur stig í þeim til að komast beint inn á HM í Eyjaálfu.

„Okkar markmið er að ná í þrjú stig til að hafa þetta áfram í okkar höndum. Við stefnum á að gera allt til að það verði raunin,“ sagði Guðrún að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×