Ritstjóri Viðskiptablaðsins sýknaður af kröfum Lúðvíks vegna Óðins Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2022 17:31 Greinin birtist í nafnlausa dálkinum Óðin í apríl árið 2020. Skjáskot Landsréttur sýknaði í dag Trausta Hafliðason, ritstjóra Viðskiptablaðsins, og Myllusetur ehf., útgáfufélag þess, af kröfum Lúðvíks Bergvinssonar, fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar, sem krafist ómerkingar ummæla sem birtust í skoðanadálkinum Óðni. Sömuleiðis fór hann fram á miskabætur, Trausti yrði dæmdur til refsingar og að dómurinn yrði birtur í Viðskiptablaðinu og á vef miðilsins. Staðfesti Landsréttur þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í febrúar í fyrra. Ummælin snerust um störf Lúðvíks sem óháðs kunnáttumanns með framkvæmd sáttar sem N1 gerði við Samkeppniseftirlitið vegna kaupa á Festi. Greinin bar heitið „Hjörtun í Namibíu og Borgartúni“ og varða kröfur Lúðvíks ummælin „Öll skynsemis- og réttlætisrök virðast hníga að því að Festi kæri kunnáttumanninn fyrir tilhæfulausa reikninga.“ Lúðvík sagði skrifin hafa falið í sér ærumeiðandi móðganir og aðdróttanir gagnvart sér, og að brotið hafi verið gegn friðhelgi einkalífs hans. Ummælin væru ósönn og tilhæfulaus og til þess fallin að sverta æru hans. Fjallað um málið í öðrum miðlum Umfjöllun laut að Samkeppniseftirlitinu en áður en hún var birt hafði verið fjallað um málið í öðrum fjölmiðlum og þá jafnframt um fjárhæðir reikninga Lúðvíks vegna starfa hans sem skipaður eftirlitsmaður með sátt N1 hf., nú Festi hf. og Samkeppniseftirlitsins. Hafði meðal annars verið fjallað um það í Markaði Fréttablaðsins að samkvæmt upplýsingum frá Festi hf. hefði kostnaður við þau störf Lúðvíks í mars 2021 numið 56 milljónum króna og jafnframt var þar haft eftir forstjóra félagsins að kostnaðurinn hefði verið „talsvert hærri en það sem [þekktist] í sambærilegum störfum í atvinnulífinu“ Þá var í greininni vísað til þess að kostnaður samkeppnisaðila af eftirlitsstörfum sérstaks kunnáttumanns vegna sáttar þess fyrirtækis við Samkeppniseftirlitið hafi numið tæplega einum áttunda af kostnaði Festar hf. af störfum Lúðvíks. Einnig hafði verði fjallað um þennan kostnað í Kjarnanum á svipuðum nótum tveimur dögum fyrr. Fjölmiðlar hafi svigrúm til að ögra Í umræddri grein Óðins í Viðskiptablaðinu er fjallað gagnrýnið um svokallaðan eftirlitsiðnað og athyglinni sérstaklega beint að Samkeppniseftirlitinu. Þá er þar vikið að áðurgreindri umfjöllun í Markaði Fréttablaðsins um kostnað Festar hf. af störfum Lúðvíks. Fram kemur í dómi Landsréttar að ljóst sé að ummælin standi ekki ein og sér heldur eru þau fyrri hluti setningar sem endar þannig: „...eða bjóði honum að minnsta kosti að endurgreiða félaginu.“ Þegar orðalag ummælanna og efni þeirra í heild sé virt verði ekki talið að þau feli í sér fyrirvaralausa staðhæfingu um refsivert athæfi áfrýjanda en í skoðanagrein af því tagi sem málið varðar verði að játa fjölmiðlum nokkurt svigrúm til að ögra og færa í stílinn. Féllst Landsréttur á að ummælin feli í sér gildisdóm þess sem þau ritaði en ekki staðhæfingu um staðreyndir. Með sömu rökum verði jafnframt fallist á að sá gildisdómur sem í ummælunum felist eigi sér næga stoð í staðreyndum og að tenging þeirra við fyrri umfjöllun annarra fjölmiðla sé augljós. Landsréttur skírskotaði einnig til þess að Lúðvík væri fyrrverandi alþingismaður en ummælin sem málið varðaði lytu þó ekki að störfum hans á vettvangi stjórnmálanna. Ekki yrði fram hjá því litið að hann væri þjóðþekktur einstaklingur. Var öllum kröfum Lúðvíks því hafnað. Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Sömuleiðis fór hann fram á miskabætur, Trausti yrði dæmdur til refsingar og að dómurinn yrði birtur í Viðskiptablaðinu og á vef miðilsins. Staðfesti Landsréttur þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í febrúar í fyrra. Ummælin snerust um störf Lúðvíks sem óháðs kunnáttumanns með framkvæmd sáttar sem N1 gerði við Samkeppniseftirlitið vegna kaupa á Festi. Greinin bar heitið „Hjörtun í Namibíu og Borgartúni“ og varða kröfur Lúðvíks ummælin „Öll skynsemis- og réttlætisrök virðast hníga að því að Festi kæri kunnáttumanninn fyrir tilhæfulausa reikninga.“ Lúðvík sagði skrifin hafa falið í sér ærumeiðandi móðganir og aðdróttanir gagnvart sér, og að brotið hafi verið gegn friðhelgi einkalífs hans. Ummælin væru ósönn og tilhæfulaus og til þess fallin að sverta æru hans. Fjallað um málið í öðrum miðlum Umfjöllun laut að Samkeppniseftirlitinu en áður en hún var birt hafði verið fjallað um málið í öðrum fjölmiðlum og þá jafnframt um fjárhæðir reikninga Lúðvíks vegna starfa hans sem skipaður eftirlitsmaður með sátt N1 hf., nú Festi hf. og Samkeppniseftirlitsins. Hafði meðal annars verið fjallað um það í Markaði Fréttablaðsins að samkvæmt upplýsingum frá Festi hf. hefði kostnaður við þau störf Lúðvíks í mars 2021 numið 56 milljónum króna og jafnframt var þar haft eftir forstjóra félagsins að kostnaðurinn hefði verið „talsvert hærri en það sem [þekktist] í sambærilegum störfum í atvinnulífinu“ Þá var í greininni vísað til þess að kostnaður samkeppnisaðila af eftirlitsstörfum sérstaks kunnáttumanns vegna sáttar þess fyrirtækis við Samkeppniseftirlitið hafi numið tæplega einum áttunda af kostnaði Festar hf. af störfum Lúðvíks. Einnig hafði verði fjallað um þennan kostnað í Kjarnanum á svipuðum nótum tveimur dögum fyrr. Fjölmiðlar hafi svigrúm til að ögra Í umræddri grein Óðins í Viðskiptablaðinu er fjallað gagnrýnið um svokallaðan eftirlitsiðnað og athyglinni sérstaklega beint að Samkeppniseftirlitinu. Þá er þar vikið að áðurgreindri umfjöllun í Markaði Fréttablaðsins um kostnað Festar hf. af störfum Lúðvíks. Fram kemur í dómi Landsréttar að ljóst sé að ummælin standi ekki ein og sér heldur eru þau fyrri hluti setningar sem endar þannig: „...eða bjóði honum að minnsta kosti að endurgreiða félaginu.“ Þegar orðalag ummælanna og efni þeirra í heild sé virt verði ekki talið að þau feli í sér fyrirvaralausa staðhæfingu um refsivert athæfi áfrýjanda en í skoðanagrein af því tagi sem málið varðar verði að játa fjölmiðlum nokkurt svigrúm til að ögra og færa í stílinn. Féllst Landsréttur á að ummælin feli í sér gildisdóm þess sem þau ritaði en ekki staðhæfingu um staðreyndir. Með sömu rökum verði jafnframt fallist á að sá gildisdómur sem í ummælunum felist eigi sér næga stoð í staðreyndum og að tenging þeirra við fyrri umfjöllun annarra fjölmiðla sé augljós. Landsréttur skírskotaði einnig til þess að Lúðvík væri fyrrverandi alþingismaður en ummælin sem málið varðaði lytu þó ekki að störfum hans á vettvangi stjórnmálanna. Ekki yrði fram hjá því litið að hann væri þjóðþekktur einstaklingur. Var öllum kröfum Lúðvíks því hafnað.
Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira