Tvö sæti í nýju Meistaradeildinni verða byggð á árangri liða í gegnum tíðina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2022 08:30 Aleksander Ceferin, forseti UEFA, og N'Golo Kante, miðjumaður Evrópumeistara Chelsea. Marc Atkins/Getty Images Meistaradeild Evrópu mun taka gríðarlegum breytingum frá og með 2024. Ekki aðeins verður núverandi fyrirkomulagi breytt heldur munu tvö sæti vera ætluð félögum sem hafa sögulega náð bestum árangri í keppninni. Fyrir tæplega ári tilkynnti knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, breytingar á fyrirkomulagi Evrópukeppna á vegum sambandsins. Tekur fyrirkomulagið gildi árið 2024 þegar núverandi sjónvarpssamningur rennur sitt skeið. Nýja fyrirkomulagið gengur undir vinnuheitinu „svissneska kerfið.“ Á það rætur rekja til Zurich í Sviss. Það hefur þó ekkert með fótbolta að gera en kerfið kemur úr skák. Í grunninn snýst þetta um að fjölga leikjum liða í Meistaradeild Evrópu. Hér að neðan má sjá helstu breytingar á keppni þeirra bestu. Liðum fjölgar um fjögur: Voru 32 en verða 36. Ein deild (einn riðill). Svipað og þekkist í EuroLeague í körfuboltanum, þar eru þó aðeins 18 lið. Tíu leikir gegn tíu mismunandi mótherjum: Alls fimm heima- og fimm útileikir. Lið verða sett í fjóra styrkleikaflokka: Hvert lið mætir liðum úr öllum fjórum styrkleikaflokkum. Efstu átta liðin fara áfram í útsláttarkeppni með hefðbundnu sniði eins og þekkist nú. Liðin í 9. til 24. sæti fara í umspil um hvaða lið myndu fylgja efstu átta liðunum í 16-liða úrslit. Liðin sem myndu falla úr leik í umspilinu færu í Evrópudeildina. Lokastaða riðilsins hefur áhrif á hver mætir hverjum í útsláttarkeppninni: 1. sæti myndi mæta 16. sæti og koll af kolli. Sama mun eiga við um Evrópu- og Sambandsdeild UEFA. Í Evrópudeild yrðu átta leikir og svo útsláttarkeppni á meðan um sex leiki væri að ræða í Sambandsdeildinni. UEFA fundar nú og þar verður rætt að hleypa alltaf tveimur félögum - sem ekki hefðu unnið sér inn þátttöku með árangri heima fyrir - inn í keppnina vegna árangurs þeirra í gegnum söguna. Þannig gæti til að mynda Manchester United endað um miðja deild í Englandi en komist í Meistaradeildina því liðið hefur í gegnum tíðina tekið oftar þátt og náð betri árangri en önnur lið Evrópu sem ekki kæmust í keppnina. UEFA is expected to approve new rules today including a proposal to reserve two places in the Champions League based on historic performance. pic.twitter.com/z92ntmxYOn— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 7, 2022 Ekki kemur fram hvort frekari breytingar verði á Meistaradeild Evrópu kvenna en þar var hefðbundin riðlakeppni aðeins tekin upp á yfirstandandi tímabili. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir UEFA tilkynnir nýtt fyrirkomulag Meistara- og Evrópudeildar Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA tilkynnti í dag nýtt fyrirkomulag á Evrópu-keppnum sínum. Um er að ræða bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina. Tekur fyrirkomulagið gildi árið 2024 þegar núverandi sjónvarpssamningur rennur sitt skeið. 19. apríl 2021 14:25 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Fyrir tæplega ári tilkynnti knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, breytingar á fyrirkomulagi Evrópukeppna á vegum sambandsins. Tekur fyrirkomulagið gildi árið 2024 þegar núverandi sjónvarpssamningur rennur sitt skeið. Nýja fyrirkomulagið gengur undir vinnuheitinu „svissneska kerfið.“ Á það rætur rekja til Zurich í Sviss. Það hefur þó ekkert með fótbolta að gera en kerfið kemur úr skák. Í grunninn snýst þetta um að fjölga leikjum liða í Meistaradeild Evrópu. Hér að neðan má sjá helstu breytingar á keppni þeirra bestu. Liðum fjölgar um fjögur: Voru 32 en verða 36. Ein deild (einn riðill). Svipað og þekkist í EuroLeague í körfuboltanum, þar eru þó aðeins 18 lið. Tíu leikir gegn tíu mismunandi mótherjum: Alls fimm heima- og fimm útileikir. Lið verða sett í fjóra styrkleikaflokka: Hvert lið mætir liðum úr öllum fjórum styrkleikaflokkum. Efstu átta liðin fara áfram í útsláttarkeppni með hefðbundnu sniði eins og þekkist nú. Liðin í 9. til 24. sæti fara í umspil um hvaða lið myndu fylgja efstu átta liðunum í 16-liða úrslit. Liðin sem myndu falla úr leik í umspilinu færu í Evrópudeildina. Lokastaða riðilsins hefur áhrif á hver mætir hverjum í útsláttarkeppninni: 1. sæti myndi mæta 16. sæti og koll af kolli. Sama mun eiga við um Evrópu- og Sambandsdeild UEFA. Í Evrópudeild yrðu átta leikir og svo útsláttarkeppni á meðan um sex leiki væri að ræða í Sambandsdeildinni. UEFA fundar nú og þar verður rætt að hleypa alltaf tveimur félögum - sem ekki hefðu unnið sér inn þátttöku með árangri heima fyrir - inn í keppnina vegna árangurs þeirra í gegnum söguna. Þannig gæti til að mynda Manchester United endað um miðja deild í Englandi en komist í Meistaradeildina því liðið hefur í gegnum tíðina tekið oftar þátt og náð betri árangri en önnur lið Evrópu sem ekki kæmust í keppnina. UEFA is expected to approve new rules today including a proposal to reserve two places in the Champions League based on historic performance. pic.twitter.com/z92ntmxYOn— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 7, 2022 Ekki kemur fram hvort frekari breytingar verði á Meistaradeild Evrópu kvenna en þar var hefðbundin riðlakeppni aðeins tekin upp á yfirstandandi tímabili. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir UEFA tilkynnir nýtt fyrirkomulag Meistara- og Evrópudeildar Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA tilkynnti í dag nýtt fyrirkomulag á Evrópu-keppnum sínum. Um er að ræða bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina. Tekur fyrirkomulagið gildi árið 2024 þegar núverandi sjónvarpssamningur rennur sitt skeið. 19. apríl 2021 14:25 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
UEFA tilkynnir nýtt fyrirkomulag Meistara- og Evrópudeildar Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA tilkynnti í dag nýtt fyrirkomulag á Evrópu-keppnum sínum. Um er að ræða bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina. Tekur fyrirkomulagið gildi árið 2024 þegar núverandi sjónvarpssamningur rennur sitt skeið. 19. apríl 2021 14:25