Ólíklegt að Bjarni fái upplýsingar frá Bankasýslunni Jakob Bjarnar skrifar 6. apríl 2022 15:22 Bjarni hefur sagt að hann vilji gjarnan birta upplýsingar um kaupendur í útboðinu. En hann sló varnagla: Ef lög leyfa. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslu hefur tekið af öll tvímæli: Þeir ætla ekki að birta þessar upplýsingar. vísir/samsett Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ekkert því til fyrirstöðu af sinni hálfu að gefa upp hverjir keyptu hlut í Íslandsbanka á afslætti. Ef lög standi ekki í vegi fyrir birtingu. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar slær þá hugmynd hins vegar út af borðinu. Útboðið á hlutum í Íslandsbanka hefur verið harðlega gagnrýnd. Ekki síst sú staðreynd að ekki er nokkur leið að finna út hverjir fengu að kaupa á afslætti þrátt fyrir að orð hafi verið höfð um mikilvægi gegnsæis. Mikil eftirspurn eftir hlutum í bankanum í útboðinu, en alls buðu 430 fjárfestar í 450 milljón hluti þar sem verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjórum prósentum lægra en markaðsgengi. Ógjörningur að finna út hverjir keyptu á vildarkjörum Einungis svokallaðir hæfir fjárfestar fengu leyfi til að kaupa hluti í útboðinu og hefur enn ekki birst listi yfir þá sem keyptu. Aðeins hafa þrjú nöfn hinna smærri komið fram í því samhengi einfaldlega vegna þess að bankanum bar að tilkynna til Kauphallar um viðskipti tengdra aðila. Þá hefur Innherji Vísis greint frá því að í hópi þeirra 140 einkafjárfesta sem tóku þátt í útboði ríkissjóðs á stórum hlut í Íslandsbanka og keyptu hvað mest, eða fyrir á bilinu um 200 til 500 milljónir hvor um sig, „voru meðal annars Ólafur D. Torfason, aðaleigandi Íslandshótela, Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG), fjárfestingafélagið Stálskip, útgerðarfélagið Jakob Valgeir, Hannes Hilmarsson, stjórnarformaður Air Atlanta, og eignarhaldsfélagið Kadúseus sem er í meirihlutaeigu Sveins Valfells.“ Fréttamaður Stöðvar 2 lýsti því á dögunum hvernig það reyndist þrautinni þyngri að komast að því hverjir fengu að kaupa í þessari atrennu. Bjarni hefur, í kjölfar mikillar gagnrýni á ógagnsæi, leitað til Bankasýslu ríkisins og óskað eftir lista yfir þá sem keyptu. Hann vill birta ef lög leiða en ef marka má Lárus Blöndal stjórnarformann Bankasýslunnar, þá mun Bjarni koma að lokuðum dyrum. Lárus var í viðtali í Dagmálum, spjallþætti Morgunblaðsins, þar sem hann lýsti því yfir með öðrum orðum. Hann sagði að eftir útboðið væri sú staða uppi að ekki hefðu einstaklingar fengið að kaupa heldur fagfjárfestar, bæði litlir og stórir. Töluverður fjöldi einkafjárfesta tók þátt. „Það er skýrt í lögum hverjir uppfylla það og auðvitað eru það söluráðgjafarnir sem þurfa að ganga úr skugga um það að þeir aðilar sem þeir komi fram með uppfylli þau skilyrði,“ sagði Lárus. Lárus segir ekki koma til greina að leggja listann fram Lárus lýsti því að helsta ágreiningsefnið sérist um að litlir fjárfestar hafi fengið að njóta þessa fráviks, sem sumir kalla afslátt, en spila samt ekki mikla rullu í heildarsölunni. „Síðan hafa menn líka deilt á það að ekki sé hægt að upplýsa um hverjir keyptu og hvað menn fengu mikið úthlutað. En í raun er staðan sú að við erum undir ákveðnum lögum. Staðan er þessi núna að við þurfum að hlíta meðal annars lögum um bankaleynd og við erum líka með ákveðna skilmála í samningum okkar við okkar ráðgjafa sem hafa milligöngu um söluna til viðskiptaaðilanna,“ sagði Lárus. Hann bætti því við að Bankasýslan væri í þeirri stöðu að þurfa að fylgja reglum. Það mætti skoða þetta fyrir næstu atrennu við útboð, „ef menn telja það mikilvægt að vita hver keypti hvað“ þegar ríkiseignir eru annars vegar en hann fór ekki í grafgötur með að nánast ógjörningur væri að veita þessar upplýsingar. Bjarni mun samkvæmt því koma að lokuðum dyrum þegar hann vill fá téðar upplýsingar. Lárus sagði jafnframt að fyrir liggi lögfræðiálit og ráðgjöf frá erlendum aðilum þar sem svipuð viðskipti hafi farið fram og þetta sé einhlýtt, þetta sé ekki upplýst. Útboðið var rætt ítarlega á Sprengisandi síðastliðinn sunnudag af þeim Kristrúnu Frostadóttur og Haraldi Benediktssyni Alþingismönnum auk Þórðar Snæs Júlíussonar ritstjóra. 16:22 Fréttin hefur verið uppfærð. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hyggst birta lista yfir kaupendur í Íslandsbanka ef lög leyfa Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur leitað til Bankasýslu ríkisins og óskað eftir lista yfir þá sem keyptu hlut í Íslandsbanka í útboðinu sem fram fór á dögunum þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut í bankanum. Hann segir listann verða birtan telji Fjármálaeftirlit Seðlabankans slíkt standast lög. 6. apríl 2022 07:50 Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 Innan við eitt prósent eigenda eiga næstum allan bankann Innan við eitt prósent eigenda Íslandsbanka á næstum allan bankann en lífeyrissjóðir fara með fjórðungshlut. Fjórir einstaklingar eru meðal hundrað stærstu eigenda. 29. mars 2022 19:30 SKEL, Stálskip og BYGG meðal stórra fjárfesta í útboði Íslandsbanka Í hópi þeirra 140 einkafjárfesta sem tóku þátt í útboði ríkissjóðs á stórum hlut í Íslandsbanka og keyptu hvað mest, eða fyrir á bilinu um 200 til 500 milljónir hvor um sig, voru meðal annars Ólafur D. Torfason, aðaleigandi Íslandshótela, Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG), fjárfestingafélagið Stálskip, útgerðarfélagið Jakob Valgeir, Hannes Hilmarsson, stjórnarformaður Air Atlanta, og eignarhaldsfélagið Kadúseus sem er í meirihlutaeigu Sveins Valfells. 4. apríl 2022 06:00 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Útboðið á hlutum í Íslandsbanka hefur verið harðlega gagnrýnd. Ekki síst sú staðreynd að ekki er nokkur leið að finna út hverjir fengu að kaupa á afslætti þrátt fyrir að orð hafi verið höfð um mikilvægi gegnsæis. Mikil eftirspurn eftir hlutum í bankanum í útboðinu, en alls buðu 430 fjárfestar í 450 milljón hluti þar sem verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjórum prósentum lægra en markaðsgengi. Ógjörningur að finna út hverjir keyptu á vildarkjörum Einungis svokallaðir hæfir fjárfestar fengu leyfi til að kaupa hluti í útboðinu og hefur enn ekki birst listi yfir þá sem keyptu. Aðeins hafa þrjú nöfn hinna smærri komið fram í því samhengi einfaldlega vegna þess að bankanum bar að tilkynna til Kauphallar um viðskipti tengdra aðila. Þá hefur Innherji Vísis greint frá því að í hópi þeirra 140 einkafjárfesta sem tóku þátt í útboði ríkissjóðs á stórum hlut í Íslandsbanka og keyptu hvað mest, eða fyrir á bilinu um 200 til 500 milljónir hvor um sig, „voru meðal annars Ólafur D. Torfason, aðaleigandi Íslandshótela, Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG), fjárfestingafélagið Stálskip, útgerðarfélagið Jakob Valgeir, Hannes Hilmarsson, stjórnarformaður Air Atlanta, og eignarhaldsfélagið Kadúseus sem er í meirihlutaeigu Sveins Valfells.“ Fréttamaður Stöðvar 2 lýsti því á dögunum hvernig það reyndist þrautinni þyngri að komast að því hverjir fengu að kaupa í þessari atrennu. Bjarni hefur, í kjölfar mikillar gagnrýni á ógagnsæi, leitað til Bankasýslu ríkisins og óskað eftir lista yfir þá sem keyptu. Hann vill birta ef lög leiða en ef marka má Lárus Blöndal stjórnarformann Bankasýslunnar, þá mun Bjarni koma að lokuðum dyrum. Lárus var í viðtali í Dagmálum, spjallþætti Morgunblaðsins, þar sem hann lýsti því yfir með öðrum orðum. Hann sagði að eftir útboðið væri sú staða uppi að ekki hefðu einstaklingar fengið að kaupa heldur fagfjárfestar, bæði litlir og stórir. Töluverður fjöldi einkafjárfesta tók þátt. „Það er skýrt í lögum hverjir uppfylla það og auðvitað eru það söluráðgjafarnir sem þurfa að ganga úr skugga um það að þeir aðilar sem þeir komi fram með uppfylli þau skilyrði,“ sagði Lárus. Lárus segir ekki koma til greina að leggja listann fram Lárus lýsti því að helsta ágreiningsefnið sérist um að litlir fjárfestar hafi fengið að njóta þessa fráviks, sem sumir kalla afslátt, en spila samt ekki mikla rullu í heildarsölunni. „Síðan hafa menn líka deilt á það að ekki sé hægt að upplýsa um hverjir keyptu og hvað menn fengu mikið úthlutað. En í raun er staðan sú að við erum undir ákveðnum lögum. Staðan er þessi núna að við þurfum að hlíta meðal annars lögum um bankaleynd og við erum líka með ákveðna skilmála í samningum okkar við okkar ráðgjafa sem hafa milligöngu um söluna til viðskiptaaðilanna,“ sagði Lárus. Hann bætti því við að Bankasýslan væri í þeirri stöðu að þurfa að fylgja reglum. Það mætti skoða þetta fyrir næstu atrennu við útboð, „ef menn telja það mikilvægt að vita hver keypti hvað“ þegar ríkiseignir eru annars vegar en hann fór ekki í grafgötur með að nánast ógjörningur væri að veita þessar upplýsingar. Bjarni mun samkvæmt því koma að lokuðum dyrum þegar hann vill fá téðar upplýsingar. Lárus sagði jafnframt að fyrir liggi lögfræðiálit og ráðgjöf frá erlendum aðilum þar sem svipuð viðskipti hafi farið fram og þetta sé einhlýtt, þetta sé ekki upplýst. Útboðið var rætt ítarlega á Sprengisandi síðastliðinn sunnudag af þeim Kristrúnu Frostadóttur og Haraldi Benediktssyni Alþingismönnum auk Þórðar Snæs Júlíussonar ritstjóra. 16:22 Fréttin hefur verið uppfærð.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hyggst birta lista yfir kaupendur í Íslandsbanka ef lög leyfa Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur leitað til Bankasýslu ríkisins og óskað eftir lista yfir þá sem keyptu hlut í Íslandsbanka í útboðinu sem fram fór á dögunum þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut í bankanum. Hann segir listann verða birtan telji Fjármálaeftirlit Seðlabankans slíkt standast lög. 6. apríl 2022 07:50 Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 Innan við eitt prósent eigenda eiga næstum allan bankann Innan við eitt prósent eigenda Íslandsbanka á næstum allan bankann en lífeyrissjóðir fara með fjórðungshlut. Fjórir einstaklingar eru meðal hundrað stærstu eigenda. 29. mars 2022 19:30 SKEL, Stálskip og BYGG meðal stórra fjárfesta í útboði Íslandsbanka Í hópi þeirra 140 einkafjárfesta sem tóku þátt í útboði ríkissjóðs á stórum hlut í Íslandsbanka og keyptu hvað mest, eða fyrir á bilinu um 200 til 500 milljónir hvor um sig, voru meðal annars Ólafur D. Torfason, aðaleigandi Íslandshótela, Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG), fjárfestingafélagið Stálskip, útgerðarfélagið Jakob Valgeir, Hannes Hilmarsson, stjórnarformaður Air Atlanta, og eignarhaldsfélagið Kadúseus sem er í meirihlutaeigu Sveins Valfells. 4. apríl 2022 06:00 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Hyggst birta lista yfir kaupendur í Íslandsbanka ef lög leyfa Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur leitað til Bankasýslu ríkisins og óskað eftir lista yfir þá sem keyptu hlut í Íslandsbanka í útboðinu sem fram fór á dögunum þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut í bankanum. Hann segir listann verða birtan telji Fjármálaeftirlit Seðlabankans slíkt standast lög. 6. apríl 2022 07:50
Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18
Innan við eitt prósent eigenda eiga næstum allan bankann Innan við eitt prósent eigenda Íslandsbanka á næstum allan bankann en lífeyrissjóðir fara með fjórðungshlut. Fjórir einstaklingar eru meðal hundrað stærstu eigenda. 29. mars 2022 19:30
SKEL, Stálskip og BYGG meðal stórra fjárfesta í útboði Íslandsbanka Í hópi þeirra 140 einkafjárfesta sem tóku þátt í útboði ríkissjóðs á stórum hlut í Íslandsbanka og keyptu hvað mest, eða fyrir á bilinu um 200 til 500 milljónir hvor um sig, voru meðal annars Ólafur D. Torfason, aðaleigandi Íslandshótela, Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG), fjárfestingafélagið Stálskip, útgerðarfélagið Jakob Valgeir, Hannes Hilmarsson, stjórnarformaður Air Atlanta, og eignarhaldsfélagið Kadúseus sem er í meirihlutaeigu Sveins Valfells. 4. apríl 2022 06:00
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent