Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 7. apríl 2022 07:58 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir meðal annars kostnaðinn við söluferlið. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. Í greininni gagnrýnir Kristrún einnig kostnaðinn við söluferlið en ríkið greiðir söluráðgjöfum um 700 milljónir króna, eða 1,4 prósent af söluandvirði bréfanna. Listinn yfir kaupendur var birtur á vef stjórnarráðsins í gær. Mikil eftirspurn var eftir hlutum í bankanum í útboðinu en alls buðu 430 fjárfestar í 50 milljón hluti þar sem verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjórum prósentum lægra en markaðsgengi. Þeir voru seldir fyrir samtals 52,7 milljarða króna. Kristrún spyr einnig hvert markmiðið með sölu á þessum hlut ríkisins hafi í raun verið. Langflestir hafi lagt þann skilning í málið að ástæðan fyrir því að ákveðið hafi verið að fara tilboðsleið og veita afslátt frá markaðsverði á ríkiseign hafi verið sú að með því fengjust langtímafjárfestar inn sem væru að kaupa það stóran hlut sem ekki væri auðsótt að kaupa beint á markaði. Nú hafi hins vegar komið í ljós að fjölmargir litlir fjárfestar hafi fengið að kaupa, þrátt fyrir að um væri að ræða lágar upphæðir og því um að ræða bréf sem vel er hægt að kaupa á markaði. Hún segir því ljóst að markmiðin með þessum öðrum áfanga sölunnar séu sífellt að verða óljósari og að þörf sé á alvöru skoðun á ferlinu öllu. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55 Mest lesið Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ Sjá meira
Í greininni gagnrýnir Kristrún einnig kostnaðinn við söluferlið en ríkið greiðir söluráðgjöfum um 700 milljónir króna, eða 1,4 prósent af söluandvirði bréfanna. Listinn yfir kaupendur var birtur á vef stjórnarráðsins í gær. Mikil eftirspurn var eftir hlutum í bankanum í útboðinu en alls buðu 430 fjárfestar í 50 milljón hluti þar sem verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjórum prósentum lægra en markaðsgengi. Þeir voru seldir fyrir samtals 52,7 milljarða króna. Kristrún spyr einnig hvert markmiðið með sölu á þessum hlut ríkisins hafi í raun verið. Langflestir hafi lagt þann skilning í málið að ástæðan fyrir því að ákveðið hafi verið að fara tilboðsleið og veita afslátt frá markaðsverði á ríkiseign hafi verið sú að með því fengjust langtímafjárfestar inn sem væru að kaupa það stóran hlut sem ekki væri auðsótt að kaupa beint á markaði. Nú hafi hins vegar komið í ljós að fjölmargir litlir fjárfestar hafi fengið að kaupa, þrátt fyrir að um væri að ræða lágar upphæðir og því um að ræða bréf sem vel er hægt að kaupa á markaði. Hún segir því ljóst að markmiðin með þessum öðrum áfanga sölunnar séu sífellt að verða óljósari og að þörf sé á alvöru skoðun á ferlinu öllu.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55 Mest lesið Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ Sjá meira
Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55