Innlent

Björn Haraldur leiðir Sjálfstæðismenn í Snæfellsbæ

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Snæfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Snæfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Aðsend

Björn Haraldur Hilmarsson mun leiða lista sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framboðslisti flokksins í Snæfellsbæ var samþykktur samhljóða á fundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í bænum í dag. 

Fram kemur í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Snæfellsbæ að í síðustu kosningum hafi flokkurinn fengið fjóra bæjarfulltrúa af sjö og gefi þrír þeirra kost á sér í áframhaldandi forystu. Það eru þau Björn Haraldur, Júníana Björg Óttarsdóttir, sem skipar annað sæti á listanum, og Auður Kjartansdóttir, sem er í þriðja sæti. 

Bæjarstjóraefni listans er Kristinn Jónasson núverandi bæjarstjóri í Snæfellsbæ en hann hefur verið bæjarstjóri þar frá árinu 1998 eða í 24 ár. 

  1. Björn Haraldur Hilmarsson útibússtjóri
  2. Júníana Björg Óttarsdóttir ráðgjafi
  3. Auður Kjartansdóttir fjármálastjóri
  4. Jón Bjarki Jónatansson sjómaður
  5. Eiríkur Böðvar Rúnarsson véltæknifræðingur
  6. Jóhanna Jóhannesdóttir ferðamálafræðingur
  7. Kristgeir Kristinsson sjómaður
  8. Lilja Hrund Jóhannsdóttir matreiðslumeistari
  9. Illugi Jens Jónasson skipstjóri
  10. Þorbjörg Erla Halldórsdóttir lögreglukona
  11. Gunnar Ólafur Sigmarsson framleiðslustjóri
  12. Viktoría Kr. Guðbjartsdóttir stjórnmálafræðingur
  13. Zekira Crnac húsmóðir
  14. Bárður Guðmundsson útgerðarmaður


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×