Ekki komið til umræðu að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu Eiður Þór Árnason skrifar 5. apríl 2022 12:23 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa orðið mjög döpur vegna þeirra særandi ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra viðhafði um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, á Búnaðarþingi. Ekki hafi komið til umræðu innan Vinstri grænna að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hyggist Sigurður Ingi sitja áfram í ráðherrastól. Þetta sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag eftir að Sigurður Ingi hafnaði því að tjá sig frekar um málið við fjölmiðla. „Nú var ég ekki vitni af þessum ummælum en las frásögn framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í gær og rengi hennar frásögn ekki. Það sem ég les út úr þessari frásögn er að þessi ummæli hafi verið algjörlega óásættanleg, Sigurður Ingi baðst síðan afsökunar síðar í gær og lýsti þar því að hann sæi mjög eftir þessum ummælum.“ Katrín sagðist ekki vita hver umrædd ummæli voru að öðru leyti en það sem hún geti dregið út úr lýsingu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Þannig þú skilur það þá að þau hafi verið rasísk? „Já, hún vitnar þar til þess að þar sé talað um kynþátt og kyn.“ Þannig að þetta voru rasísk ummæli? „Ég met það þannig að þessi ummæli hafi verið eins og ég sagði óásættanleg.“ En óásættanleg að því leytinu til að þau væru rasísk? „Ja, ef því ef þau snerust um kynþátt og kyn eins og hún lýsir,“ bætti Katrín við. Hvorki Vigdís né Sigurður Ingi hafa greint nánar frá ummælunum. Samkvæmt vitnum á Sigurður Ingi að hafa spurt „Á að lyfta þeirri svörtu?“ þegar sú hugmynd kviknaði að halda á Vigdísi í myndatöku á Búnaðarþinginu. Fór yfir málið með Sigurði Inga Aðspurð um það hvort henni þyki stætt að Sigurður Ingi sitji áfram í ríkisstjórn eftir þetta atvik sagði Katrín að hann hafi beðist afsökunar og geti væntanlega sjálfur farið betur yfir málið í samtali við fjölmiðla. Þá sagðist hún hafa farið yfir málið með Sigurði Inga í gær. Málið hafi ekki verið rætt á ríkisstjórnarfundi í dag og svona mál séu gjarnan ekki á dagskrá ríkisstjórnarfunda. Aðspurð um það hvort einhver hafi kallað eftir því við hana að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði slitið ef Sigurður Ingi ætli að sitja áfram svaraði Katrín að slíkt hafi ekki verið rætt á vettvangi Vinstri grænna. Verða afleiðingarnar þá engar? Vegna þess að það hefur líka verið talað um að ef afleiðingarnar verði engar sendi þau skilaboð út í samfélagið að svona ummæli séu í lagi. „Hann hefur beðist afsökunar á sínum ummælum sem bendir til þess að honum finnist þau ekki í lagi. Það er alveg skýrt af hans hálfu út frá hans yfirlýsingu í gær, þannig að það er enginn sem segir að þetta sé lagi,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista: „Við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. 5. apríl 2022 11:38 Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41 „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10 Biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Vigdísi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðst innilegrar afsökunar á orðum sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Þetta kemur fram í stuttri færslu Sigurðar Inga á Facebook. 4. apríl 2022 14:55 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Þetta sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag eftir að Sigurður Ingi hafnaði því að tjá sig frekar um málið við fjölmiðla. „Nú var ég ekki vitni af þessum ummælum en las frásögn framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í gær og rengi hennar frásögn ekki. Það sem ég les út úr þessari frásögn er að þessi ummæli hafi verið algjörlega óásættanleg, Sigurður Ingi baðst síðan afsökunar síðar í gær og lýsti þar því að hann sæi mjög eftir þessum ummælum.“ Katrín sagðist ekki vita hver umrædd ummæli voru að öðru leyti en það sem hún geti dregið út úr lýsingu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Þannig þú skilur það þá að þau hafi verið rasísk? „Já, hún vitnar þar til þess að þar sé talað um kynþátt og kyn.“ Þannig að þetta voru rasísk ummæli? „Ég met það þannig að þessi ummæli hafi verið eins og ég sagði óásættanleg.“ En óásættanleg að því leytinu til að þau væru rasísk? „Ja, ef því ef þau snerust um kynþátt og kyn eins og hún lýsir,“ bætti Katrín við. Hvorki Vigdís né Sigurður Ingi hafa greint nánar frá ummælunum. Samkvæmt vitnum á Sigurður Ingi að hafa spurt „Á að lyfta þeirri svörtu?“ þegar sú hugmynd kviknaði að halda á Vigdísi í myndatöku á Búnaðarþinginu. Fór yfir málið með Sigurði Inga Aðspurð um það hvort henni þyki stætt að Sigurður Ingi sitji áfram í ríkisstjórn eftir þetta atvik sagði Katrín að hann hafi beðist afsökunar og geti væntanlega sjálfur farið betur yfir málið í samtali við fjölmiðla. Þá sagðist hún hafa farið yfir málið með Sigurði Inga í gær. Málið hafi ekki verið rætt á ríkisstjórnarfundi í dag og svona mál séu gjarnan ekki á dagskrá ríkisstjórnarfunda. Aðspurð um það hvort einhver hafi kallað eftir því við hana að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði slitið ef Sigurður Ingi ætli að sitja áfram svaraði Katrín að slíkt hafi ekki verið rætt á vettvangi Vinstri grænna. Verða afleiðingarnar þá engar? Vegna þess að það hefur líka verið talað um að ef afleiðingarnar verði engar sendi þau skilaboð út í samfélagið að svona ummæli séu í lagi. „Hann hefur beðist afsökunar á sínum ummælum sem bendir til þess að honum finnist þau ekki í lagi. Það er alveg skýrt af hans hálfu út frá hans yfirlýsingu í gær, þannig að það er enginn sem segir að þetta sé lagi,“ sagði Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista: „Við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. 5. apríl 2022 11:38 Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41 „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10 Biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Vigdísi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðst innilegrar afsökunar á orðum sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Þetta kemur fram í stuttri færslu Sigurðar Inga á Facebook. 4. apríl 2022 14:55 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista: „Við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. 5. apríl 2022 11:38
Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41
„Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10
Biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Vigdísi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðst innilegrar afsökunar á orðum sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Þetta kemur fram í stuttri færslu Sigurðar Inga á Facebook. 4. apríl 2022 14:55