HM í Katar byrjar tíu á mánudagsmorgni og gestgjafarnir fá ekki fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 10:30 Það verður að sjálfsögðu keppt um þennan bikar á HM í Katar seinna á þessu ári. EPA-EFE/LESZEK SZYMANSKI Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur nú gengið frá leiktímum heimsmeistaramótsins í Katar sem fer fram í nóvember og desember á þessu ári. Þar mun sambandið hætta með eina venju heimsmeistaramótsins. Það er löngu orðið ljóst að þetta heimsmeistaramót verður allt öðruvísi en síðustu mót enda nú haldið um miðjan vetur og inn á miðju tímabili í Evrópufótboltanum í stað þess að fara fram yfir sumartímann. Það sem kemur kannski einhverjum á óvart að FIFA hefur nú sett upp leikjadagskrá mótsins án þess að gefa gestgjöfum Katar fyrsta leikinn í mótinu. England to play before hosts Qatar on opening Monday as FIFA reveal shake up in match schedule #ThreeLions #Qatar2022 https://t.co/ZQr1BlKM0e— talkSPORT (@talkSPORT) April 2, 2022 Það átti að vera eins og vanalega. En til að gera hlutina enn óvenjulegri þá breytti FIFA uppstillingunni eftir að það var búið að draga í riðlana á föstudaginn. Gestgjafarnir hafa spilað fyrsta leikinn á síðustu heimsmeistaramótum en svo verður ekki að þessu sinni. Fyrsti leikur Katarbúa verður þriðji leikurinn á fyrsta keppnisdegi. Það verða því búnir tveir leikir áður en kemur af fyrsta leik heimamanna sem er á móti Ekvador. Fyrsti leikur keppninnar verður aftur á móti leikur Senegal og Hollands sem eru hin tvö liðin í riðli Katar. Enska landsliðið mun einnig spila sinn fyrsta leik, á móti Íran, áður en heimamenn mæta inn á völlinn. Í riðlakeppninni eru fjórir mögulegir leiktímar á hverjum degi og á íslenskum tíma munu leikirnir byrja klukkan tíu um morguninn, klukkan eitt eftir hádegi, klukkan fjögur eftir hádegi og klukkan sjö um kvöldið. Þetta þýðir að opnunarleikur heimsmeistaramótsins mun fara fram klukkan tíu á mánudagsmorgni að íslenskum tíma. Fyrir þá sem eru á staðartíma í Katar þá mun leikurinn aftur á móti hefjast klukkan eitt eftir hádegi. It will be the first time since 2006 that the hosts have not opened the tournament after Fifa confirmed the match schedule for the group stage of the finals. https://t.co/JzZQQnvniQ— The42.ie (@The42_ie) April 2, 2022 Katar spilar ekki fyrsta leikinn kvöldið áður heldur á sama degi og aðrir leikir fyrsta keppnisdagsins fara fram. Leikur þeirra á móti Ekvador er á besta tíma fyrir heimamenn eða klukkan sjö um kvöldið. Hluti af ástæðunni er að heimsmeistaramótið mun bara taka 28 daga en það eru þrír færri dagar en vaninn er. Það þurfti að troða mótinu inn á þessum tíma og það verður því að nýta alla keppnisdagana eins vel og hægt er. Þessar tímasetningar leikjanna þýða líka að lokaleikurinn á hverjum degi í riðlakeppninni hefst klukkan tíu um kvöldið. The #FIFAWorldCup Match Schedule is now available Check it out — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) April 2, 2022 HM 2022 í Katar Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira
Það er löngu orðið ljóst að þetta heimsmeistaramót verður allt öðruvísi en síðustu mót enda nú haldið um miðjan vetur og inn á miðju tímabili í Evrópufótboltanum í stað þess að fara fram yfir sumartímann. Það sem kemur kannski einhverjum á óvart að FIFA hefur nú sett upp leikjadagskrá mótsins án þess að gefa gestgjöfum Katar fyrsta leikinn í mótinu. England to play before hosts Qatar on opening Monday as FIFA reveal shake up in match schedule #ThreeLions #Qatar2022 https://t.co/ZQr1BlKM0e— talkSPORT (@talkSPORT) April 2, 2022 Það átti að vera eins og vanalega. En til að gera hlutina enn óvenjulegri þá breytti FIFA uppstillingunni eftir að það var búið að draga í riðlana á föstudaginn. Gestgjafarnir hafa spilað fyrsta leikinn á síðustu heimsmeistaramótum en svo verður ekki að þessu sinni. Fyrsti leikur Katarbúa verður þriðji leikurinn á fyrsta keppnisdegi. Það verða því búnir tveir leikir áður en kemur af fyrsta leik heimamanna sem er á móti Ekvador. Fyrsti leikur keppninnar verður aftur á móti leikur Senegal og Hollands sem eru hin tvö liðin í riðli Katar. Enska landsliðið mun einnig spila sinn fyrsta leik, á móti Íran, áður en heimamenn mæta inn á völlinn. Í riðlakeppninni eru fjórir mögulegir leiktímar á hverjum degi og á íslenskum tíma munu leikirnir byrja klukkan tíu um morguninn, klukkan eitt eftir hádegi, klukkan fjögur eftir hádegi og klukkan sjö um kvöldið. Þetta þýðir að opnunarleikur heimsmeistaramótsins mun fara fram klukkan tíu á mánudagsmorgni að íslenskum tíma. Fyrir þá sem eru á staðartíma í Katar þá mun leikurinn aftur á móti hefjast klukkan eitt eftir hádegi. It will be the first time since 2006 that the hosts have not opened the tournament after Fifa confirmed the match schedule for the group stage of the finals. https://t.co/JzZQQnvniQ— The42.ie (@The42_ie) April 2, 2022 Katar spilar ekki fyrsta leikinn kvöldið áður heldur á sama degi og aðrir leikir fyrsta keppnisdagsins fara fram. Leikur þeirra á móti Ekvador er á besta tíma fyrir heimamenn eða klukkan sjö um kvöldið. Hluti af ástæðunni er að heimsmeistaramótið mun bara taka 28 daga en það eru þrír færri dagar en vaninn er. Það þurfti að troða mótinu inn á þessum tíma og það verður því að nýta alla keppnisdagana eins vel og hægt er. Þessar tímasetningar leikjanna þýða líka að lokaleikurinn á hverjum degi í riðlakeppninni hefst klukkan tíu um kvöldið. The #FIFAWorldCup Match Schedule is now available Check it out — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) April 2, 2022
HM 2022 í Katar Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira