#mínarbuxur: Gamlar hugmyndir um hvernig alvöru nauðgun lítur út Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. apríl 2022 22:01 Steinunn segir viðhorf dómarans gamaldags. vísir Karlmaður á þrítugsaldri var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot í vikunni. Dómurinn hefur vakið mikla reiði og komið af stað bylgju á samfélagsmiðlum en fólki þykir dómarinn velta því þar upp hvort konan hafi verið í of þröngum buxum til að brotið hafi getað átt sér stað. Atvikið átti sér stað árið 2019. Konan segir manninn hafa haldið sér fastri og nauðgað sér, hún frosið en ítrekað beðið hann um að hætta. Dómurinn hefur vakið mikla athygli og er það helst orðalag og rökstuðningur dómarans sem vekur reiði almennings. „Við heildarmat á framburði brotaþola eru ákveðin atriði sem stinga í augun. Fyrir það fyrsta hefur brotaþoli aldrei lýst því hvernig ákærði klæddi hana úr öllum fötunum en fyrir liggur að hún var í uppháum leðurbuxum. Þær buxur voru ekki ljósmyndaðar af lögreglu og liggur því ekkert fyrir um útlit þeirra og hversu auðvelt eða erfitt var að klæðast úr þeim.“ segir í dómnum. Klæðaburður brotaþola skipti ekki máli „Þetta með buxurnar - þetta er svona saga sem maður er búinn að heyra aftur og aftur. Ég man fyrir nokkrum árum þá varð allt brjálað erlendis út af nákvæmlega sama dæmi þar sem að kona þótti vera í of þröngum gallabuxum til að vera nauðgað. Og við þekkjum bara endalausar sögur um klæðnað brotaþola og að hann skipti í raun og veru einhverju máli. Hann gerir það ekki,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Þetta varð kveikja að nýrri bylgju á samfélagsmiðlum þar sem fjöldi kvenna birti myndir af buxum sínum undir millimerkinu #mínarbuxur, þar á meðal þingmaður Samfylkingarinnar. Steinunn telur að fræða þurfi dómara landsins betur um kynferðisofbeldi. „Ég held að þetta kannski byggi á einhverjum gömlum hugmyndum um hvernig alvöru nauðgun eigi að líta út. Einhver hugmynd um það að brotaþoli eigi að vera að streitast á móti allan tímann og sé að segja nei og að fatnaðurinn geti einhvern veginn varið brotaþolann gegn nauðguninni,“ segir Steinunn. Var málflutningur mannsins talinn trúverðugri en konunnar vegna þess að málflutningur hennar hélst ekki alveg stöðugur í gegn um allt ferlið. „En ef maður þekkir eitthvað til áfallaviðbragða og áfallastreitu í kjölfar nauðgunar þá eru þetta ósanngjarnar og óraunhæfar kröfur,“ segir Steinunn. Kynferðisofbeldi Dómstólar Reykjanesbær Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira
Atvikið átti sér stað árið 2019. Konan segir manninn hafa haldið sér fastri og nauðgað sér, hún frosið en ítrekað beðið hann um að hætta. Dómurinn hefur vakið mikla athygli og er það helst orðalag og rökstuðningur dómarans sem vekur reiði almennings. „Við heildarmat á framburði brotaþola eru ákveðin atriði sem stinga í augun. Fyrir það fyrsta hefur brotaþoli aldrei lýst því hvernig ákærði klæddi hana úr öllum fötunum en fyrir liggur að hún var í uppháum leðurbuxum. Þær buxur voru ekki ljósmyndaðar af lögreglu og liggur því ekkert fyrir um útlit þeirra og hversu auðvelt eða erfitt var að klæðast úr þeim.“ segir í dómnum. Klæðaburður brotaþola skipti ekki máli „Þetta með buxurnar - þetta er svona saga sem maður er búinn að heyra aftur og aftur. Ég man fyrir nokkrum árum þá varð allt brjálað erlendis út af nákvæmlega sama dæmi þar sem að kona þótti vera í of þröngum gallabuxum til að vera nauðgað. Og við þekkjum bara endalausar sögur um klæðnað brotaþola og að hann skipti í raun og veru einhverju máli. Hann gerir það ekki,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Þetta varð kveikja að nýrri bylgju á samfélagsmiðlum þar sem fjöldi kvenna birti myndir af buxum sínum undir millimerkinu #mínarbuxur, þar á meðal þingmaður Samfylkingarinnar. Steinunn telur að fræða þurfi dómara landsins betur um kynferðisofbeldi. „Ég held að þetta kannski byggi á einhverjum gömlum hugmyndum um hvernig alvöru nauðgun eigi að líta út. Einhver hugmynd um það að brotaþoli eigi að vera að streitast á móti allan tímann og sé að segja nei og að fatnaðurinn geti einhvern veginn varið brotaþolann gegn nauðguninni,“ segir Steinunn. Var málflutningur mannsins talinn trúverðugri en konunnar vegna þess að málflutningur hennar hélst ekki alveg stöðugur í gegn um allt ferlið. „En ef maður þekkir eitthvað til áfallaviðbragða og áfallastreitu í kjölfar nauðgunar þá eru þetta ósanngjarnar og óraunhæfar kröfur,“ segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi Dómstólar Reykjanesbær Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira