Með skilaboð til Íslendinga: „Hjálpin sem þið hafið veitt okkur gleymist aldrei“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. apríl 2022 20:31 Olexander er frá Kænugarði en hann kom til Íslands fyrir viku síðan. vísir Vesturbæingar og fyrirtæki í nágrenninu hafa tekið höndum saman við að útvega úkraínskum flóttamönnum sem dvelja á Hótel Sögu ýmsar nauðsynjar, þar á meðal sundkort. Við hittum flóttamann sem var með skilaboð til íslensku þjóðarinnar. Rúmlega níutíu flóttamenn dvelja nú í þessari sögufrægu byggingu og þá getur vantað ýmislegt. „Fólk getur vantað rosalega margt. Þetta er fólk sem er að koma beint úr stríðsástandi og er að koma beint af flugvellinum og er ekki einu sinni með föt á sig eða neitt. Vantar hreinlætisvörur, klósettpappír og alls konar hluti,“ segir Markús Már Efraím Sigurðsson, sjálfboðaliði sem hefur séð um að afla nauðsynjum fyrir flóttamannahópinn. Markús hefur haldið utan um söfnun fyrir hópinn.vísir Vesturbæingar hafa lagst á eitt og í dag hefur verið stríður straumur af fólki sem kemur með alls kyns nauðsynjavörur fyrir hópinn. „Föt, hjól fyrir krakkana, leikföng, alls konar nauðsynjar, svona hluti sem manni dettur ekki einu sinni í hug alltaf; dömubindi, bleyjur og annað slíkt,“ segir Markús. Þá hafa veitingastaðir í nágrenninu einnig fært fólkinu mat. Markús stofnaði síðu á Facebook þar sem búið er að koma á skilvirku kerfi til að halda utan um hvað flóttamennirnir þurfa, svo fólk komi ekki með allt of mikið af óþörfum hlutum. Á leiðinni í sund Við hittum Olexander sem flúði heimili sitt í Kænugarði og kom til Íslands fyrir viku síðan fyrir utan Hótel Sögu í dag, sem var afar þakklátur Vesturbæingum: „Ég hef aldrei orðið aðnjótandi svo mikillar hjálpar eins og hér,“ segir hann. „Við erum ykkur afar þakklát. Við gleymum aldrei þessari hjartagæsku. Hjálpin sem þið hafið veitt okkur gleymist aldrei.“ Meðal þess sem hópurinn hefur fengið er þriggja mánaða sundkort og var Olexander einmitt á leið í sund með krökkum en þeir eru margir á hótelinu. „Þetta eru mest börn, en líka fullorðnir, við erum um tíu menn alls hér. Við reynum að hjálpa og gera okkar besta,“ segir Olexander. „Mig langar að segja við ykkur Íslendinga: Kærar þakkir fyrir hlýjuna og stuðninginn. Við erum mjög þakklát. Kærar þakkir.“ Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vesturbæingar sjá um hundrað flóttamönnum á Hótel Sögu fyrir nauðsynjum Tæplega eitt hundrað úkraínskir flóttamenn, konur og börn, hafa fengið þak yfir höfuðið í Bændahöllinni, þar sem Hótel Saga var þar til nýlega. Svo virðist sem fólkið fái ekki mikið meira en þak yfir höfuðið enda hafa íbúar Vesturbæjar tekið það á sig að verða fólkinu úti um helstu nauðsynjar. 2. apríl 2022 23:03 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Rúmlega níutíu flóttamenn dvelja nú í þessari sögufrægu byggingu og þá getur vantað ýmislegt. „Fólk getur vantað rosalega margt. Þetta er fólk sem er að koma beint úr stríðsástandi og er að koma beint af flugvellinum og er ekki einu sinni með föt á sig eða neitt. Vantar hreinlætisvörur, klósettpappír og alls konar hluti,“ segir Markús Már Efraím Sigurðsson, sjálfboðaliði sem hefur séð um að afla nauðsynjum fyrir flóttamannahópinn. Markús hefur haldið utan um söfnun fyrir hópinn.vísir Vesturbæingar hafa lagst á eitt og í dag hefur verið stríður straumur af fólki sem kemur með alls kyns nauðsynjavörur fyrir hópinn. „Föt, hjól fyrir krakkana, leikföng, alls konar nauðsynjar, svona hluti sem manni dettur ekki einu sinni í hug alltaf; dömubindi, bleyjur og annað slíkt,“ segir Markús. Þá hafa veitingastaðir í nágrenninu einnig fært fólkinu mat. Markús stofnaði síðu á Facebook þar sem búið er að koma á skilvirku kerfi til að halda utan um hvað flóttamennirnir þurfa, svo fólk komi ekki með allt of mikið af óþörfum hlutum. Á leiðinni í sund Við hittum Olexander sem flúði heimili sitt í Kænugarði og kom til Íslands fyrir viku síðan fyrir utan Hótel Sögu í dag, sem var afar þakklátur Vesturbæingum: „Ég hef aldrei orðið aðnjótandi svo mikillar hjálpar eins og hér,“ segir hann. „Við erum ykkur afar þakklát. Við gleymum aldrei þessari hjartagæsku. Hjálpin sem þið hafið veitt okkur gleymist aldrei.“ Meðal þess sem hópurinn hefur fengið er þriggja mánaða sundkort og var Olexander einmitt á leið í sund með krökkum en þeir eru margir á hótelinu. „Þetta eru mest börn, en líka fullorðnir, við erum um tíu menn alls hér. Við reynum að hjálpa og gera okkar besta,“ segir Olexander. „Mig langar að segja við ykkur Íslendinga: Kærar þakkir fyrir hlýjuna og stuðninginn. Við erum mjög þakklát. Kærar þakkir.“
Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vesturbæingar sjá um hundrað flóttamönnum á Hótel Sögu fyrir nauðsynjum Tæplega eitt hundrað úkraínskir flóttamenn, konur og börn, hafa fengið þak yfir höfuðið í Bændahöllinni, þar sem Hótel Saga var þar til nýlega. Svo virðist sem fólkið fái ekki mikið meira en þak yfir höfuðið enda hafa íbúar Vesturbæjar tekið það á sig að verða fólkinu úti um helstu nauðsynjar. 2. apríl 2022 23:03 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Vesturbæingar sjá um hundrað flóttamönnum á Hótel Sögu fyrir nauðsynjum Tæplega eitt hundrað úkraínskir flóttamenn, konur og börn, hafa fengið þak yfir höfuðið í Bændahöllinni, þar sem Hótel Saga var þar til nýlega. Svo virðist sem fólkið fái ekki mikið meira en þak yfir höfuðið enda hafa íbúar Vesturbæjar tekið það á sig að verða fólkinu úti um helstu nauðsynjar. 2. apríl 2022 23:03