Segir að FIFA hafi aldrei lagt til að halda HM á tveggja ára fresti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. apríl 2022 07:01 Gianni Infantino segir að FIFA hafi aðeins skoðað hagkvæmni þess að halda HM á tveggja ára fresti. Markus Gilliar/Getty Images Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að sambandið hafi í raun aldrei lagt til að HM yrði haldið á tveggja ára fresti. Aðeins hafi verið kannað hvort hagkvæmt væri að gera slíka breytingu. Hugmyndin um að halda Heimsmeistaramótið í fótbolta á tveggja ára fresti í stað fjögurra hefur mætt mikilli mótstöðu. Mörg knattspyrnusambönd, félög og leikmenn hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en hins vegar hefur afríska knattspyrnusambandið CAF sagst styðja hugmyndina. „FIFA hefur ekki lagt til að HM verði haldið á tveggja ára fresti,“ sagði Infantino í Doha í gær, en hann er staddur í Katar þar sem dregið verður í riðlakeppni Heimsmeistaramótsins í kvöld. „Við skulum fá þetta ferli á hreint. Á seinasta FIFA-þingi báðum við stjórn sambandsins um að skoða hagkvæmnina í því að halda HM á tveggja ára fresti.“ „Það er nákvæmlega það sem stjórnin gerði undir stjórn Arsene Wenger. FIFA lagði aldrei neitt til, en komst að þeirri niðurstöðu að það væri hagkvæmt og að það myndi hafa einhverskonar áhrif,“ sagði Infantino. „Við komumst að því að þetta væri hagkvæmt og jafnvel jákvætt fyrir stóran hluta af heiminum. En að sjálfsögðu mættum við líka mikilli mótstöðu og það er þar sem samtalði þarf að byrja.“ Eins og Infantino kemur inn á í máli sínu þá hefur Arsene Wenger, fyrrum þjálfari Arsenal, leitt þessa vinnu. Frakkinn hefur verið sýnilegur seinustu mánuði og ár og talað fyrir því að HM ætti að vera haldið á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ásamt því suður-ameríska, CONMEBOL, hafa lýst yfir mótstöðu sinni við hugmyndinni og þá hefur Ólympíunefndin lýst yfir áhyggjum sínum varðandi það að HM í fótbolta myndi taka áhorf og áhuga frá öðrum íþróttum. „Við erum að skoða alla möguleika,“ bætti Infantino við. „Við munum taka okkur góðan tíma og reyna að sjá málið frá öllum mögulegum sjónarhornum.“ Fifa abandon biennial World Cup idea following opposition to Arsene Wenger plans, @Tom_Morgs reports.https://t.co/TP0k0YjyEl pic.twitter.com/ESf6SEzHUq— Telegraph Sport (@TelegraphSport) March 31, 2022 FIFA Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Sjá meira
Hugmyndin um að halda Heimsmeistaramótið í fótbolta á tveggja ára fresti í stað fjögurra hefur mætt mikilli mótstöðu. Mörg knattspyrnusambönd, félög og leikmenn hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en hins vegar hefur afríska knattspyrnusambandið CAF sagst styðja hugmyndina. „FIFA hefur ekki lagt til að HM verði haldið á tveggja ára fresti,“ sagði Infantino í Doha í gær, en hann er staddur í Katar þar sem dregið verður í riðlakeppni Heimsmeistaramótsins í kvöld. „Við skulum fá þetta ferli á hreint. Á seinasta FIFA-þingi báðum við stjórn sambandsins um að skoða hagkvæmnina í því að halda HM á tveggja ára fresti.“ „Það er nákvæmlega það sem stjórnin gerði undir stjórn Arsene Wenger. FIFA lagði aldrei neitt til, en komst að þeirri niðurstöðu að það væri hagkvæmt og að það myndi hafa einhverskonar áhrif,“ sagði Infantino. „Við komumst að því að þetta væri hagkvæmt og jafnvel jákvætt fyrir stóran hluta af heiminum. En að sjálfsögðu mættum við líka mikilli mótstöðu og það er þar sem samtalði þarf að byrja.“ Eins og Infantino kemur inn á í máli sínu þá hefur Arsene Wenger, fyrrum þjálfari Arsenal, leitt þessa vinnu. Frakkinn hefur verið sýnilegur seinustu mánuði og ár og talað fyrir því að HM ætti að vera haldið á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ásamt því suður-ameríska, CONMEBOL, hafa lýst yfir mótstöðu sinni við hugmyndinni og þá hefur Ólympíunefndin lýst yfir áhyggjum sínum varðandi það að HM í fótbolta myndi taka áhorf og áhuga frá öðrum íþróttum. „Við erum að skoða alla möguleika,“ bætti Infantino við. „Við munum taka okkur góðan tíma og reyna að sjá málið frá öllum mögulegum sjónarhornum.“ Fifa abandon biennial World Cup idea following opposition to Arsene Wenger plans, @Tom_Morgs reports.https://t.co/TP0k0YjyEl pic.twitter.com/ESf6SEzHUq— Telegraph Sport (@TelegraphSport) March 31, 2022
FIFA Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Sjá meira