Alvarleg líkamsárás á starfsmann Vinakots Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2022 15:56 Eitt af búsetuúrræðum Vinakots þar sem unnið er með börnum og ungmennum með fjölþættan vanda. Vinakot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar alvarlega líkamsárás sem beindist gegn starfsmanni í einu af búsetuúrræðum Vinakots í síðustu viku. Starfsmaðurinn hefur lýst því á samfélagsmiðlum hvernig hann hafi fengið mjög mörg þung höfuðhögg og þurfi að notast við hjólastól til að komast á mili staða. Vinakot er úrræði ætlað börnum og ungmennum sem glíma við fjölþættan vanda. Skjólstæðingar eru með sín eigin herbergi sem þau gera persónuleg með aðstoð starfsmanna. Í tilkynningu frá Vinakoti kemur fram að forsvarsfólk Vinakots sé miður sín vegna árásarinnar. Hugur þess sé hjá starfsmanninum og skjólstæðingnum, þ.e. þeim sem varð fyrir árásinni og ungmenninu sem réðst á starfsmanninn. „Fulltrúar Vinakots hafa ítrekað rætt við sveitarfélagið, sem annast málefni skjólstæðingsins, um að hann þurfi á öryggisvistun að halda. Vinakot býður ekki upp á slíkt úrræði. Sveitarfélagið telur sig hins vegar ekki hafa burði til að koma upp slíkri vistun. Þegar leitað hefur verið lausna hjá ríkinu fást aðeins þau svör að félagsþjónustan hafi færst frá ríki yfir til sveitarfélags árið 2011. Það er hins vegar ljóst að fæst sveitarfélög hafa burði til að koma sér upp öryggisvistun,“ segir í tilkynningunni. Skjólstæðingurinn hafi sýnt af sér ógnandi hegðun áður en aldrei í líkingu við það sem gerðist í liðinni viku. „Fulltrúar Vinakots hafa gert sitt besta til að koma til móts við þarfir viðkomandi skjólstæðings en ljóst er að hann þarf önnur og meiri úrræði.“ Aðalheiður Þ. Bragadóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Vinakots, segir í tilkynningunni fyrir hönd Vinakots vonast til að farsæl lausn finnist á málefnum skjólstæðingsins. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Réttindi barna Lögreglumál Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira
Vinakot er úrræði ætlað börnum og ungmennum sem glíma við fjölþættan vanda. Skjólstæðingar eru með sín eigin herbergi sem þau gera persónuleg með aðstoð starfsmanna. Í tilkynningu frá Vinakoti kemur fram að forsvarsfólk Vinakots sé miður sín vegna árásarinnar. Hugur þess sé hjá starfsmanninum og skjólstæðingnum, þ.e. þeim sem varð fyrir árásinni og ungmenninu sem réðst á starfsmanninn. „Fulltrúar Vinakots hafa ítrekað rætt við sveitarfélagið, sem annast málefni skjólstæðingsins, um að hann þurfi á öryggisvistun að halda. Vinakot býður ekki upp á slíkt úrræði. Sveitarfélagið telur sig hins vegar ekki hafa burði til að koma upp slíkri vistun. Þegar leitað hefur verið lausna hjá ríkinu fást aðeins þau svör að félagsþjónustan hafi færst frá ríki yfir til sveitarfélags árið 2011. Það er hins vegar ljóst að fæst sveitarfélög hafa burði til að koma sér upp öryggisvistun,“ segir í tilkynningunni. Skjólstæðingurinn hafi sýnt af sér ógnandi hegðun áður en aldrei í líkingu við það sem gerðist í liðinni viku. „Fulltrúar Vinakots hafa gert sitt besta til að koma til móts við þarfir viðkomandi skjólstæðings en ljóst er að hann þarf önnur og meiri úrræði.“ Aðalheiður Þ. Bragadóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Vinakots, segir í tilkynningunni fyrir hönd Vinakots vonast til að farsæl lausn finnist á málefnum skjólstæðingsins. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Réttindi barna Lögreglumál Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira