Bjarni boðar bjartari horfur sem aukið geti kaupmátt Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2022 11:33 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir fyrirhyggju með stuðningi við heimili og fyrirtæki í kórónuveirufaraldrinum grundvöll fyrir viðsnúning í ríkisfjármálum og auknum hagvesti. Vísir/Vilhelm Bjartari efnahagshorfur eru boðaðar í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem kynnt var í morgun. Skuldir ríkissjóðs muni lækka verulega á tímabilinu og verðbólga komast að markmiðum Seðlabankans á þar næsta ári. Fjármálaráðherra segir fyrirhyggju í covid faraldrinum stuðla að áframhaldandi hagvexti. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar frá og með 2023 til 2027 í morgun sem endurspeglar hraðari efnahagsbata en sams konar áætlun sem birt var í fyrra og munar þar um 90 milljörðum á ári í betri stöðu ríkissjóðs. Bjarni segir stöðu íslenskra heimila og fyrirtækja sterka og skuldahorfur hins opinbera hafi stórbatnað. „Við erum að koma úr gríðarlega mikilli efnahagslægð. Þar sem við þurftum að beita ríkisfjármálum til að standa með fólki og til að standa með fyrirtækjum. Þannig að það væri eiginlega myndað skjól. Við vorum að verja opinberu þjónustuna og tryggja að við værum í stakk búin til að taka við okkur að nýju þegar áhrifa heimsfaraldursins hætti að gæta. Það finnst mér hafa tekist mjög vel,“ sagði Bjarni að lokinni kynningu í morgun. Fjármálaráðherra segir góðan hagvöxt á næstu árum og stöðuna á vinnumarkaði hjálpa til við að draga úr stuðningsaðgerðum vegna covid, auka framlög til ýmissra mála og lækkun skulda ríkissjóðs.Vísir/Vilhelm Náðst hafi að verja hag heimilianna og fyrirtækin væru farin að ráða til sín fólk. Spáð væri góðum hagvexti á næstu árum sem hefði mjög jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs sem muni batna smám saman. Í stað þess að örva hagkerfið þurfi ríkissjóður að aðlaga sig að nýjum tíma og hætta að bæta við íhagkerfið. Smám saman verði náð jöfnuði í ríkisfjármálunum. „Góðu fréttirnar eru þær að það eru allar horfur á að hér verði hátt atvinnustig. Það eru forsendur fyrir því að hér verði vaxandi kaupmáttur á komandi árum. En til þess að þaðraungerist þarf að halda stíft við áætlun íopinberum fjármálum um að stöðva skuldasöfnun og vera ekki að örva þar sem engrar örvunar er þörf,“ segir fjármálaráðherra. Þá skipti máli að góð niðurstaða náist ávinnumarkaði í þeirri miklu samningalotu sem framundan væri í haust. „Ef að við bregðumst rétt við getum við á ný náð tökum á verðbólgunni, viðhaldið lágu vaxtastigi og horft bjartsýnum augum til framtíðar,“ segir Bjarni Benediktsson. Þetta verður að teljast nokkur bjartsýni þar sem verðbólga heldur áfram að aukast og mælist nú 6,7 prósent fyrir síðustu tólf mánuði og hefur ekki verið meiri frá árinu 2010. Samkvæmt fjármálaáætlun sem byggir á þjóðhagsspáHagstofunnar verður verðbólgan hins vegar minni á árinu í heild eða 5,9 prósent á þessu ári, 3,5 prósent á næsta ári og kemst nálægt 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans árið 2024. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03 Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03 Horfur í ríkisrekstrinum batnað til muna Skuldahorfur hins opinbera hafa batnað og er gert ráð fyrir minni halla en áður var spáð vegna heimsfaraldursins. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 í morgun. 29. mars 2022 08:16 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar frá og með 2023 til 2027 í morgun sem endurspeglar hraðari efnahagsbata en sams konar áætlun sem birt var í fyrra og munar þar um 90 milljörðum á ári í betri stöðu ríkissjóðs. Bjarni segir stöðu íslenskra heimila og fyrirtækja sterka og skuldahorfur hins opinbera hafi stórbatnað. „Við erum að koma úr gríðarlega mikilli efnahagslægð. Þar sem við þurftum að beita ríkisfjármálum til að standa með fólki og til að standa með fyrirtækjum. Þannig að það væri eiginlega myndað skjól. Við vorum að verja opinberu þjónustuna og tryggja að við værum í stakk búin til að taka við okkur að nýju þegar áhrifa heimsfaraldursins hætti að gæta. Það finnst mér hafa tekist mjög vel,“ sagði Bjarni að lokinni kynningu í morgun. Fjármálaráðherra segir góðan hagvöxt á næstu árum og stöðuna á vinnumarkaði hjálpa til við að draga úr stuðningsaðgerðum vegna covid, auka framlög til ýmissra mála og lækkun skulda ríkissjóðs.Vísir/Vilhelm Náðst hafi að verja hag heimilianna og fyrirtækin væru farin að ráða til sín fólk. Spáð væri góðum hagvexti á næstu árum sem hefði mjög jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs sem muni batna smám saman. Í stað þess að örva hagkerfið þurfi ríkissjóður að aðlaga sig að nýjum tíma og hætta að bæta við íhagkerfið. Smám saman verði náð jöfnuði í ríkisfjármálunum. „Góðu fréttirnar eru þær að það eru allar horfur á að hér verði hátt atvinnustig. Það eru forsendur fyrir því að hér verði vaxandi kaupmáttur á komandi árum. En til þess að þaðraungerist þarf að halda stíft við áætlun íopinberum fjármálum um að stöðva skuldasöfnun og vera ekki að örva þar sem engrar örvunar er þörf,“ segir fjármálaráðherra. Þá skipti máli að góð niðurstaða náist ávinnumarkaði í þeirri miklu samningalotu sem framundan væri í haust. „Ef að við bregðumst rétt við getum við á ný náð tökum á verðbólgunni, viðhaldið lágu vaxtastigi og horft bjartsýnum augum til framtíðar,“ segir Bjarni Benediktsson. Þetta verður að teljast nokkur bjartsýni þar sem verðbólga heldur áfram að aukast og mælist nú 6,7 prósent fyrir síðustu tólf mánuði og hefur ekki verið meiri frá árinu 2010. Samkvæmt fjármálaáætlun sem byggir á þjóðhagsspáHagstofunnar verður verðbólgan hins vegar minni á árinu í heild eða 5,9 prósent á þessu ári, 3,5 prósent á næsta ári og kemst nálægt 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans árið 2024.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03 Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03 Horfur í ríkisrekstrinum batnað til muna Skuldahorfur hins opinbera hafa batnað og er gert ráð fyrir minni halla en áður var spáð vegna heimsfaraldursins. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 í morgun. 29. mars 2022 08:16 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03
Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03
Horfur í ríkisrekstrinum batnað til muna Skuldahorfur hins opinbera hafa batnað og er gert ráð fyrir minni halla en áður var spáð vegna heimsfaraldursins. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 í morgun. 29. mars 2022 08:16