Horfur í ríkisrekstrinum batnað til muna Eiður Þór Árnason skrifar 29. mars 2022 08:16 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti áætlunina í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í morgun. vísir/vilhelm Skuldahorfur hins opinbera hafa batnað og er gert ráð fyrir minni halla en áður var spáð vegna heimsfaraldursins. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 í morgun. Alls er gert ráð fyrir 231 milljarða króna minni halla hins opinbera á árunum 2021 til 2026 en í síðustu fjármáláætlun sem kynnt var í fyrra. Reiknað er með áframhaldandi hallarekstri fram til ársins 2027 þegar því er spáð að afkoman verði neikvæð um 34 milljarða. Útlit er fyrir 183 milljarða króna halla á ríkisrekstrinum árið 2022. Í kynningu sinni fór Bjarni Benediktsson yfir stöðuna í efnahagskerfinu og sagði ýmis jákvæð teikn á lofti. Staða hagkerfisins væri að batna, tekjuhlið ríkisins að taka við sér og atvinnulífið aftur komið af stað eftir áfall heimsfaraldursins. Staða heimilanna væri sterk og kaupmáttur aldrei verið meiri. Þá sé gert ráð fyrir að kaupmáttur heimilanna vaxi áfram þrátt fyrir verðbólgu. Bjarni sagði að samhliða þessari þróun verði nú dregið úr efnhagslegum stuðningi stjórnvalda sem kom til vegna áhrifa heimsfaraldursins. Verðbólga hefur farið hækkandi að undanförnu en gert er ráð fyrir því er að hún komi til með að lækka aftur og verði komin í 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans árið 2025. Hún mælist nú 6,7 prósent. Halli á rekstri hins opinbera á næstu fjórum árum er nú talinn verða rúmlega 20 milljörðum króna minni á hverju ári að jafnaði en við gerð síðustu fjármálaáætlunar. Gert er ráð fyrir áframhaldandi skuldasöfnun til ársins 2026 en skuldir vaxi hægar en áður. Þá er þörf fyrir afkomubætandi ráðstafanir til að stöðva skuldasöfnun nú talin vera hverfandi. Fjármálaráðuneytið „Skuldastaða hins opinbera var ekki fyrirstaða í baráttunni við efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins þar sem nægt svigrúm var til skuldaaukningar. Samfélagið stóð á traustum grunni ábyrgrar hagstjórnar árin áður. Nú skiptir miklu máli að treysta grunninn á nýjan leik,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Umræða um nýju fjármálaáætlunina hefst á Alþingi um miðja næstu viku. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alls er gert ráð fyrir 231 milljarða króna minni halla hins opinbera á árunum 2021 til 2026 en í síðustu fjármáláætlun sem kynnt var í fyrra. Reiknað er með áframhaldandi hallarekstri fram til ársins 2027 þegar því er spáð að afkoman verði neikvæð um 34 milljarða. Útlit er fyrir 183 milljarða króna halla á ríkisrekstrinum árið 2022. Í kynningu sinni fór Bjarni Benediktsson yfir stöðuna í efnahagskerfinu og sagði ýmis jákvæð teikn á lofti. Staða hagkerfisins væri að batna, tekjuhlið ríkisins að taka við sér og atvinnulífið aftur komið af stað eftir áfall heimsfaraldursins. Staða heimilanna væri sterk og kaupmáttur aldrei verið meiri. Þá sé gert ráð fyrir að kaupmáttur heimilanna vaxi áfram þrátt fyrir verðbólgu. Bjarni sagði að samhliða þessari þróun verði nú dregið úr efnhagslegum stuðningi stjórnvalda sem kom til vegna áhrifa heimsfaraldursins. Verðbólga hefur farið hækkandi að undanförnu en gert er ráð fyrir því er að hún komi til með að lækka aftur og verði komin í 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans árið 2025. Hún mælist nú 6,7 prósent. Halli á rekstri hins opinbera á næstu fjórum árum er nú talinn verða rúmlega 20 milljörðum króna minni á hverju ári að jafnaði en við gerð síðustu fjármálaáætlunar. Gert er ráð fyrir áframhaldandi skuldasöfnun til ársins 2026 en skuldir vaxi hægar en áður. Þá er þörf fyrir afkomubætandi ráðstafanir til að stöðva skuldasöfnun nú talin vera hverfandi. Fjármálaráðuneytið „Skuldastaða hins opinbera var ekki fyrirstaða í baráttunni við efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins þar sem nægt svigrúm var til skuldaaukningar. Samfélagið stóð á traustum grunni ábyrgrar hagstjórnar árin áður. Nú skiptir miklu máli að treysta grunninn á nýjan leik,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Umræða um nýju fjármálaáætlunina hefst á Alþingi um miðja næstu viku. Fréttin hefur verið uppfærð.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira